Leyniskjal ríkisstjórnarinnar

Nýlega birtist á WikiLeaks leyniskjal sem lekið hefur verið í þá félaga sem standa að síðunni.

Leyniskjalið sýnir hvernig ESB stóð að því að berja íslensku ríkisstjórnina til hlýðni og tók skýra afstöðu með þvingunaraðgerðum Breta og Hollendinga. Ég hef af góðmennsku minni Blush tekið að mér að þýða úrdrátt úr leyniskjalinu.

Atriði a undir yfirskriftinni neikvæð atriði vekur athygli mína en þar segir:

a)    Ísland samþykkir lagaskuldbindingar í tilskipuninni steyptar í lögfræðiáliti og það er ekki umsemjanlegt

Notað er orðalagið "enshrined in the legal opinion" sem ég þýði sem steypt í lögfræðiálit en enshrined þýðir að "geyma sem helgan dóm" hvorki meira né minna. Það verður ekki annað séð en menn í Brussel taki stórt upp í sig þegar lögfræðiálit þeirra eru orðin helgur dómur kannski komin beint frá guði. Ég verð að játa að mér finnst ég vera horfin aftur í gráa forneskju þegar ég horfi á þetta Icesave mál. 

Enginn rökstuðningur hefur verið færður fyrir því að Íslendingum beri nokkra ábyrgð á Icesave en sífellt vitnað í einhverja dularfulla leyndardóma málinu til stuðnings. 

Eftirfarandi er enski textinn og þýðingar á honum:

"EU Commission and the member states concerned accept to discuss the modalities of the financial scheme to assist Iceland through the EU, the IMF and bilaterally."

ESB nefndin og aðildarríki samþykkja að ræða fyrirkomulag fjárhagsaðstoðar við Ísland í gegnum ESB, AGS og tvíhliða.

This will open up a political approach to the issue by the EU side. That entails i.a. the length of an Icesave loan and interest rates. Amounts will difficult to negotiate but not entirely excluded. This seems to indicate that the negotiations will be on a multilateral track as the EU Commission and the Council Services will be involved.

Þetta verður hafið með pólitískri nálgun viðfangsefnisins af hálfu ESB. Það felur í sér tímalengd Icesave láns og vaxtaprósentu. Fjárhæðir verður erfitt að semja um en ekki algerlega undanskilið. Þetta virðist vísa til þess að samningar verði í marghliða farvegi (ekki tvíhliða) þar sem þjónusta ESB nefndar og ráðsins kemur að málinu.

If the EFTA Court will come to a different conclusion on the legal obligation then that will be binding according to the EEA Agreement.

Ef EFTA dómstóllinn kemur með aðra niðurstöðu varðandi lagalegar skyldur þá mun það verða bindandi samkvæmt samþykktum EEA.


The positive points:
a)Dispute brought onto a multilateral track under the guidance of EU.
b)Unblocks the IMF funding.
c)Nordics will support.
d)Opening up of financial scheme to help Iceland through the EU, the IFM and bilaterally.
e)Opening for settlement with the UK and Netherlands in a wider context.
f)Helps to restore confidence in Iceland as a reliable partner.
g)EEA procedures mentioned

Jákvæð atriði:

a)    Ágreiningur færður í marghliða farveg undir handleiðslu ESB

b)    Hömlum verði létt af AGS fjármögnun

c)     Norðurlöndin munu aðstoða

d)    Opnað verður fyrir fjárhagspakka til þess að aðstoða Ísland með aðild ESB, AGS og tvíhliða

e)    Opnað verði fyrir samkomulag (bætur) með Bretlandi og Hollandi í víðara samhengi

f)      Hjálpar við að endurheimta traust á Íslandi sem traustum aðila

g)    EEA ferli eru nefnd

Neikvæð atriði:

a)    Ísland samþykkir lagaskuldbindingar í tilskipuninni steyptar í lögfræðiáliti og það er ekki umsemjanlegt

b)    Tilvísun í EEA ferli óskýr

c)     Erfitt að sjá hverning EFTA dómstóllinn gæti verið kallaður til til þess að dæma í málinu. En það væri erfitt að sjá hvernig íslenska ríkistjórnin gæti annarsvegar samþykkt lögfræðiálit og á hinn bóginn dregið það í efa

d)     Umfang samninga í Icesave samhengi (Bretland og Holland) óskýr

Negative points:
a)Iceland accepts the legal obligation in the Directive enshrined in the legal opinion and that is not negotiable.

b)Reference to EEA procedures vague.

c) Hard to see how the EFTA Court should be called to rule on the matter. If it would hard to see how the Icelandic Government can on the one hand accept the legal obligation and on the other challenge it.

d)Scope for negotiations in Icesave context (UK, NL) unclear.  

 


mbl.is Bretar og Hollendingar hætti einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Jakobína, og takk fyrir þessa fyrirhöfn sem að þú hefur gefið þér í þýðingu þessa, ég verð að segja að þetta slær mann rosalega, og mikið ljótt mál. Mig langar að fá að vitna í grein þína ef það er í lagi... mér blöskrar svo. Kveðja góð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 04:33

2 Smámynd: ThoR-E

Ótrúlegt að lesa.

ThoR-E, 15.1.2010 kl. 08:23

3 identicon

Þetta segir bara eitt og það er alveg afhjúpað hér að þetta er allt ein svikamylla til að flækja okkur óafturkræft undir hæl ESB VALDSINS !

Þetta er ljóta ólyfjaninn og hrein aðför að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Hvað eru það annað en LANDRÁÐ ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 12:30

4 Smámynd: Þórður Bragason

Landráð koma ofarlega í huga.  Þetta er ótrúleg lesning.  Ég hef alið mér þá skoðun að samþykki Icesave samninganna muni leiða okkur í ESB, þó ekki sjálfviljug því þá munum við hafa afleita samningsstöðu.  Þetta styrkir enn frekar þá trú mína.  Það virðist vera svo að Jóhanna ætlar með okkur í ESB, SAMA HVAÐ ÞAÐ KOSTAR.

Þórður Bragason, 15.1.2010 kl. 13:27

5 Smámynd: Þórður Bragason

Hvar fannstu annars þetta skjal Jakobína?

Þórður Bragason, 15.1.2010 kl. 13:27

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mikil skrif þetta - ótrúlegt

Jón Snæbjörnsson, 15.1.2010 kl. 14:57

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Þórður

Þessu skjali var lekið á wikileaks.org

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 00:21

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér er skjalið í heild

http://gudmundurfranklinjonsson.blog.is/blog/gudmundurfranklinjonsson/entry/1003940/

Eða hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband