Fyrir þig Árni Reykur

Gömul færsla:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð í efnahagslífi, menningu og sálarlífi þjóðarinnar.

Forysta stjálfstæðisflokksins vanhelgaði Alþingi Íslendinga og gerði það stimpilsjoppu Viðskiptaráðs Íslands, hún svívirti dómsvaldið með klíkuráðningum og hún stefndi fullveldi og sjálfstæði landsins í voða með því að færa fjármálastofnanir, ríkisfyrirtæki og auðlindir í hendur glæpamanna og krosstengslamafíu.

Sjálfstæðisflokkurinn er martröð þeirra sem láta sér annt um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.

Hvert sem litið er blasir sorinn við sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Stoðir samfélagsins eru eins og morkið fúatimbur eftir langa valdatíð flokksins.

Enn halda þeir uppteknum hætti og eru í fararbroddi, með dyggri aðstoð samfylkingar, við að selja auðlindirnar úr landi.

Heimska þeirra og sóðalegt framferði hefur kallað einhverja verstu pest sem hugsast getur yfir þjóðina, en það er hinn alræmdi Alþjóðagjaldeyrissjóður. Þessi ádrepa leysir samfylkinguna og Steingrím J Sigfússon engan veginn undan þeirra ábyrgð en þau halda nú áfram á sömu braut og fyrirrennarar þeirra. Forysta fjórflokksins og forseti Íslands eru hluti af rotnu kerfi sem umlykur sig valdamúrum með skipulagi og stjórnarskrá sem er löngu úr sér gengið og þjónar varla öðru en að viðhalda rányrkju og kúgun.

Innskot --> Ég vil sýna forseta Íslands þá viðingu að aðskilja hann frá valdamafíu íslands. 

Dominique Strauss-Kahn skýrir vel tilgang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar hann segir í nýlegri ræðu:

Ein stærsta ögrun (AGS) er að takast á við málefni sem varða landamæri. Við verðum að halda áfram að þrýsta á (þjösnast áfram) -vegna þess að í fjarveru samþykkta um hvernig eigi að tækla vandamál sem ná yfir landamæri er hætta á að hagsmunir þjóða verði teknar fram yfir hagsmuni alþjóðasamfélagsins.

Skýrara getur það varla verið.

Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að laga mannkynið að þörfum hinna ríku.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er á Íslandi til þess að verja alþjóðasamfélagið (sem er í raun um 5% íbúa jarðar sem á helming alls auðmagns) og sjá til þess að það verði íslenska þjóðin sem verður undir í baráttunni. Íslenska þjóðin sem þarf að taka á sig byrðarnar af glannaskap erlendra áhættufjárfesta til þess að þeir haldi sínu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun engu eira í viðleitni sinni. Samfylkingin og Steingrímur J Sigfússon hafa beygt sig undir þetta vald og það skýrir hvernig allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar miða að því rústa því litla sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.

Ríkisstjórn Íslands heldur uppteknum hætti og svívirðir Alþingi Íslands með ofbeldi gegn réttkjörnum fulltrúum fólksins

 

 


mbl.is Norðmönnum ber að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þessa hressandi morgunhugvekju mér til heiðurs kæra vinkona! Það er reyndar langt síðan ég tók eftir því að við eigum það sameiginlegt að ganga óbundin til ályktana um stjórnsýslu og gera jafnar kröfur til þess fólks sem þjóðin hefur ráðið til verka.

 Ég hef allaf talið það skyldu mína að veita þessu fólki aðhald og er reiðubúinn til að ganga svo langt að hýða það milli hæls og hnakka þegar það svíkur sína umbjóðendur sem á öllum tímun er þjóðin sjálf.

Margir hafa ávítað mig fyrir að ég snúist eins og vingull í pólitík. Það angrar mig ekki vitund. Það er nefnilega allt annar hlutur að hafa pólitíska sannfæringu en það að sýna stjórnmálaflokki eða stjórnmálaforingja ævilanga hollustu.

Það eru nefnilega þessi ástarsambönd við Foringjann sem gera pólitíkusum það fært að svíkja umbjóðendur sína fyrir ilmandi baunadisk.

Sem betur fer er sú hugarfarslega fötlun á undanhaldi. 

Ég lít á það sem mikinn heiður að tileinka mér þessa ljúfu hugvekju um Sjálfstæðisflokkinn.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband