Sóknarhernaður sjálfstæðismanna setti þjóðarbúið á hausinn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilhneigingu til þess að grípa til orðatiltækja úr hernaði í umfjöllun sinni um málefni. Með þessu er hann að gefna máli sínu blæ. Sóknaráætlanir sjálfstæðisflokksins síðastliðin 20 ár hafa haft í för með sér mikla mismunun og sett samfélagið á hausinn.

Nú er spurning hvort að sjálfstæðisflokkurinn geti kjaftað sig frá fortíðinni. Hin raunverulega stefna sjálfstæðisflokksins er að stuðla að því að koma eignum borgarinnar í hendur fjárglæframönnum sem nota þær síðan til þess að græða á borgarbúum.

Ef atburðarrásin er skoðuð í bæjarfélögum þar sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd þá kemur þetta berlega í ljós.

Reykjanesbær er talandi dæmi um þetta enda hefur bæjarfélagið verið strípað inn af beini og útsvargreiðslur bæjarbúa fara nú í að greiða skuldir sem hafa myndast þrátt fyrir sölu eigna auk þess sem þær fara í að greiða okurleigu til góðvina bæjarfélagsins. Þetta mun þýða fyrir bæjarbúa að í framtíðinni munu þjónustugjöld hækka á sama tíma og þjónusta skerðist. 

Ekki hefur sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík staðið sig betur. Í sumar seldi Hanna Birna Kanadískum fjárglæframanni hlut Orkuveitunnar í HS- orku og markaði þar með stefnu sjálfstæðisflokksins.

Það er mikilvægt fyrir kjósendur að horfa á það hvað stjórnmálamenn gera því það er ekkert að marka kjaftavaðalinn sem þeir kalla stefnu. 


mbl.is Rætt um sóknaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð greining á raunveruleikanum

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband