Er þetta ráðið við Icesave?

Það er nokkuð ljóst að hver viti borinn Íslendingur sem vettlingi getur valdið mun flýja land fremur að gerast skuldaþræll Breta og Hollendinga.

Auðvitað er Icesave í sjálfu sér þversögn því að þegar Íslendingar fara að fækka tölunni mun byrðin leggjast æ þyngra á þá sem eftir sitja.

Kannski munu Icesave-sinnar leita á náðir hins hugmyndaríka Vladimir Zhirinovsky eftir ráðum til þess að leysa þessa þversögn.


mbl.is Telur fjölkvæni geta stuðlað að fjölgun barna í Rússlandi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er ekki lausn.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Offari

Ég er ósammála Arnari vini mínum núna.   Ef ég á að borga Icesave þarf ég að fá mér fleiri konur til að afla tekna fyrir heimilið..

Offari, 20.1.2010 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú fyrirgefur Jakobína, en ég get ekki séð að þetta komi þessari frétt nokkurn skapaðan hlut við en allt er hey í harðindum.

Ert þú hætt í Frjálslynda flokknum þar sem þú varst i framboði i síðustu þingkosningum ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2010 kl. 01:31

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Guðrún María

Ég held mér við mína pólitísku sannfæringu sem andæfir liðsskipan og foringjhollustu. Aðalatriðið í stjórnmálum er að finna heiðarlegt fólk til þess að starfa með og standa við það sem maður segir.

Síðan eiga kjósendur síðasta orðið og sitja svo auðvitað uppi með það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband