Betri siði hjá borginni

Ég er hlynnt því að þeir sem bjóða sig fram til þjónustu við almenning með þátttöku á framboðslistum í borgarstjórn svari spurningum sem skipta máli fyrir næstkomandi kjörtímabil. Jóhannes Laxdal Baldvinsson setti fram nokkrar spurningar á bloggið hjá mér sem mér finnst verðar svara.

1.      Hvaða skoðun hefur þú á núverandi rekstrarformi OR?

Núverandi ástand og form orkuveitunnar er að miklu leiti afsprengi hugmynda framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks um fyrirkomulag í stjórnsýslu. Veitustofnanir Reykjavíkur tilheyrðu stofnunum borgarinnar hér áður fyrr og voru fyrst og fremst var hugsaðar sem þjónusta við almenning og var ætlað að auka lífsgæði í borginni. XD og XB sáu í þessum stofnunum tækifæri til þess að skapa business fyrir áhangendur sína. Árið 2001 voru skuldir Orkuveitunnar um 50 milljarðar en eru í dag um 250 milljarðar. Ekki verður þetta skýrt með því að orku og vatnsreikningur borgarbúa hafi lækkað. Vissulega hljómar það fallega þegar að forkólfarnir tala um að flytja út íslenska þekkingu. En hvað er íslensk þekking? Það hefur verið stefna sjálfstæðiflokksins að gera menntun að verslunarvöru og að fólk fjármagni sjálft sína menntun. Menntað fólk ber síðan þekkingu inn í fyrirtækin og þróar lausnir. Það var því merkilegt framtak hjá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum að ætla að fara að gera þekkingu starfsmanna Orkuveitunnar að féþúfu fyrir útrásarvíkinganna. Ég tel því að rekstrarform orkuveitunnar eigi að vera þannig að það dragi úr hættu á því að businessmenn séu að gera þetta fyrirtæki sem borgarbúar hafa byggt upp að gróðrarbralli og að það sé skuldsett upp í rjáfur í ævintýramennsku.

2.      Finnst þér það forsvaranlegt að borgarfulltrúar séu að vasast í stjórnum fyrirtækja borgarinnar?

Þessari spurningu svara ég á svipaðan hátt og þeirri fyrri. Stjórnsýslan á að vera fagleg. Mannaráðningar og fyrirkomulag hefur verið gríðarlega litað af pólitísku bitlinga og klíkustarfi. Fjöldi stjórnmálamanna borgarinnar hafa misnotað aðstöðu sína en það kemur einatt niður á gæðum og hæfni í þjónustunni. Það er augljóst að uppbygging kerfisins hefur ekki spornað við þessu sem skyldi en einhvernveginn hef ég þó grun um að hugarfar eigi þarna ríkan þátt. Kjósendur eru ekki nægilega duglegir við að íta mönnum/konum út sem hafa ekki staðið sig við að gæta hagsmuna borgarbúa sbr. prófkjör sjálfstæðisflokksins.

3.      Hvernig getur borgin komið böndum á lóðabrask  og skipulagshryðjuverk lóðaeigenda og verktaka?

Með því að afnema styrki í prófkjörum til einstaklinga og til flokka. Verktakar og braskarar hafa verið sérlega iðnir við að "styrkja" stjórnmálamenn og flokka. Viðkomandi stjórnmálamenn og flokkar hafa síðan reynst styrktaraðilum sérlega vingjarnlegir. Þetta hefur leitt til algjörrar ringulreiðar í skipulagsmálum. Í þessum málum hjá borginni þarf verulega tiltekt en til þess að það megi verða þarf að komast fólk til valda sem er óháð mútusjóðum tiltekinna fyrirtækja og er tilbúið til þess að takast á við þessi vandamál.

Undirrituð hefur ekki þegið eina krónu í styrk, ekki þegið bitling frá stjórnmálaflokki og ekki hlotið starf í gegnum klíku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér vel í framboðinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2010 kl. 21:33

2 identicon

Einn keppinautur þinn í prófkjörinu vill taka fólk fram yfir fjármuni. http://soleytomasdottir.is/?p=566

Fullyrðingin minnir reyndar á orð formanns VG 2008. Hvernig er hægt að taka marka á þessu fólki? (þú þarft ekki að svara)

Hver er afstaða þín til sjálftöku risnugreiðslna borgarfulltrúa í hverjum mánuði? Muntu beita þér fyrir því að reikningarnir borgarfulltrúa verði birtir líkt og gert var hjá bresku þingmönnunum?

NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll/sæl NN

Opin stjórnsýsla er góð stjórnsýsla. Hugmynd þín um að birta reikninga borgarfulltrúa er góð og ég væri fullkomlega tilbúin til þess að beita mér fyrir henni.

Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að það eigi að finna hæfa einstaklinga í nefndir frekar en að leggja þær undir stjórnmálamenn. Það á fyrst og fremst að hugsa um framfarir, breytingar og gæði þegar einstaklingar eru valdir til verka. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir svörin Jakobína. Ég er sammála að það þarf að tryggja betur rekstrarform OR. Að öðru leyti tel ég af og frá að borgarfulltrúar séu að skipta sér beint af rekstri. Þeir eiga bara að sinna stefnumörkun og eftirliti. Einnig tel ég brýnt að efla hverfastjórnun. Reykjavík er stærri heldur en 101, þótt ætla mætti annað ef tekið er mið af áherslum borgarfulltrúa. Laugavegurinn og Lækjargatan verða ekki að miðborg þótt þangað sé öllum borgarbúum boðið þrisvar á ári, á 17.júní, á homma og lesbíudaginn og á menningarnótt. Það eina sem gæti bjargað miðborginni er að flugvöllurinn færi og vel tækist til að tengja gamla miðbæinn og hafnarsvæðið við nýja byggð í Vatnsmýrinni en samt er strax búið að skemma þá tengingu með færslu Hringbrautarinnar, nema að hún verði grafin í stokk. Vonandi eiga skipulagsmál eftir að hljóta vandaðri umræðu ef Hjálmar Sveinsson nær kosningu í borgarstjórn því satt að segja þá hefur sú umræða verið útá túni hingað ef undan eru skildar nokkrar brilliant hugmyndir frá Hrafni Gunnlaugssyni en fyrst hann er vinur þess sem ekki má nefna þá er ekkert hlustað á hann

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.1.2010 kl. 00:23

5 Smámynd: Gerður Pálma

Þakka þér fyrir að ætla að leggja landsmálunum lið, þér er að mínu mati treystandi og það er góð tilfinning.

Ég er 100% sammála að það VERÐUR að fá fagfólk í hverju því verkefni sem um er að ræða en ekki raða nefndum á borgarráðsfólk sem í fæstum tilfellum hafa fagþekkingu á því verkefni sem þeir taka ákvarðanir um.

Annað, ef þú kemst inn þá vona ég að þú beitir þér fyrir því að Reykjavík verði virk höfuðborg allra landsmanna þannig að hægt verði að skipuleggja verkefni og úrvinnslu þeirra samkvæmt hagsmunum allra landsbúa.

Sömuleiðis, að mínu mati, verður að sameina öll  bæjarfélög á Stórreykjavíkursvæðinu í eina sterka höfuðborg þannig að heildarskipulag náist og heilsteypt framtíðarstefna og stórkostlegur sparnaður og nýting varðandi framkvæmdir.

Þeir aðilar sem gegna nú stjórnarstöðum (sem verður aðalmálið) innan viðkomandi bæjarfélaga munu án efa nýtast við stjórnarstörf sem koma öllum til góða - en ef ekki, þá er tími fyrir þá að leita nýrra miða.

Hugsum okkur hvað muni sparast í kosningum?  Milljónir, sem betur er varið til framkvæmda.

Gerður Pálma, 27.1.2010 kl. 11:49

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Jóhannes

Ég tek fullkomlega undir þetta hjá þér með valddreifingu í borginni. 

Þakka þér fyrir innlitið Gerður. 

Auðvitað á Reykjavík að vera höfuðborg allra landsmanna og skipulag á sveitarstjórnarstigi að taka mið af heildarhagsmunum. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.1.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband