Furðuleg frétt á Eyjunni

Þar segir að Björk Vilhelmsdóttir segji embættismenn hafa tekið fram fyrir hendur kjörinna fulltrúa.

Svokallaður Hálendishópur hefur verið lagður niður en það er sérsakt úrræði fyrir unglinga í verulegum vanda.

Því er haldið fram að ónafngreindir embættismenn hafa tekið fram fyrir hendur kjörinna fulltrúa. Er það ekki svo að einhver þurfi að standa undir nafni fyrir þessari ákvörðun.

Það er fremur lélegt að kjörnir fulltrúar virðast ekki hafa vitað undir hvaða ráð þetta verkefni heyri og bera síðan af sér alla ábyrgð.

Komið hefur í ljós, samkvæmt fréttinni, að málefnið heyrir undir velferðaráð en fulltrúar þess eru eftirfarandi:

Kjörnir:Til vara:
Jórunn Frímannsdóttir, formaðurElínbjörg Magnúsdóttir
Sif SigfúsdóttirKristján Guðmundsson
Eiríkur Sigurðsson (frá 16.6.'09)Salvör Gissurardóttir
Jóhanna HreiðarsdóttirHallur Magnússon (frá 16.6.'09)
Björk VilhelmsdóttirGuðlaug Magnúsdóttir
Marsibil SæmundardóttirÞórir Hrafn Guðmundsson
Drífa Snædal (frá 2.6.'09)Elín Sigurðardóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband