Flækur sem fáir skilja

Atburðarásin í Icesavemálinu hefur verið furðuleg frá upphafi.

Tilurð Icesave byggist á spillingu í sjálfstæðisflokki og framsóknarflokki. Glæpaklíkur sem voru hluti stjórnvaldi Íslands stjórnuðu bæði bönkum og lögjöf. Í viðskiptaráði sátu menn og skrifuðu lög sem síðan voru send í gegn u ráðuneytin og inn á Alþingi til stimplunar.

Fyrri ríkisstjórnir og glæpaklíkurnar voru samofnar. Dómskerfinu var spillt með klíkuráðningum. Stjórnsýslunni var spillt með langvarandi klíkuráðningum og fékk það hlutverk að vera varðhundar stjórnvalds og glæpaklíkunnar.

Viðvarandi upplausn hefur ríkt í samfélaginnu enda margir enn við völd sem fléttuðust inn í þessa glæpastarfsemi.

Það voru gríðarleg vonbrigði þegar að Steingrímur Joð stakk sér beint í vasa þessara afla og hélt áfram á sömu braut. Einkavæðing, sala auðlinda, erlendir fjárfestar, stóriðja, skuldaþrælkun unga fólksins og klíkuráðningar eru enn "the buzzwords" í ríkisstjórn Jóhönnu.

Tryggingarsjóður innstæðna ber ábyrgð á skuld við Breta og Hollendinga en það gerir íslenska þjóðin ekki.


mbl.is Lee Buchheit verður ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið sammála þér Jakobína.   þarf að þinglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá ? í ljósi sögunar og gerð manneskjunar ?

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 01:02

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lítið hefur breyst annað en það að nýir leikarar eru á sviðinu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.2.2010 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband