Fjör hjá Vinstri grænum

Persónulega fékk ég símtöl frá fólki sem tjáði mér að (2) frambjóðendur væru að bera út óhróður um mig. Ég er eiginlega ákveðinn að gefa kost á mér aftur í næstu kosningum. Þetta er mjög spennandi en þó má kannski segja að fólk sé frekar hugmyndasnautt í óhróðrinum.

Ég tel árangur minn einstaklega góðan þar sem ég hringdi ekki nema tuttugu símtöl og bauð einum sem var veikur að koma til hans kjörseðli en hann afþakkaði.

Það myndi setja mig á hausinn að hringja 300 símtöl enda er ég ekki á bitlingum hjá hinu opinbera.

 


mbl.is Ávirðingar byggja á sögusögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þú skrifar með svona mikilli fyrirlitningu um þá sem vinna hjá samfélaginu (sem þú kallar að þiggja biltinga frá hinu opinbera)   af hverju ertu þá að sækjast eftir því að komast í þessa sömu bitlinga. 

Kjósandi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: TómasHa

Var þetta svona Ólympiu framboð hjá þér? Er þetta ekki bara vísbending um að það sé ekki eftirspurn eftir kröftum þínum hjá flokknum. Það hvort þú hringdir 300 eða ekkert símtal bara léleg afsökun fyrir slöku gengi.

Það geta allir hringt 300 símtöl, ég bendi á að t.d. er Vodafone Gull með ótakmarkaðan fjölda símtala í heimasíma: http://www.vodafone.is/gull. Þar fyrir utan ef þú njótir stuðnings innan flokksins mætti vænta þess að 10-20 vinir væru til í að styðja þig og það er heldur ólíklegt að annað en að menn væru tilbúnir að hringja í 10 manns hver.

Ef þetta kostaði peninga hjá Sóleyju er það þá ekki klárt brot á prófkjörsreglum? Hefði ekki verið rétt af þér að tilkynna það? Sérstaklega í ljós dylgna um opinbera bitlinga.

TómasHa, 10.2.2010 kl. 00:38

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zkemmtilegt innlegg hjá Villa þarna..

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1016320/?fb=1

Steingrímur Helgason, 10.2.2010 kl. 01:56

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Tómas

Þú verður að fyrirgefa en ég kann ekki þessar smölunarreglur sem þú ert að kenna mér núna. Ég setti vini mína ekki í að hringja. 

Merkilegt að þú skulir heimfæra tal mitt um bitlinga upp á Sóleyju. Ég kannast ekki við að hafa vísað í hana. 

Satt að segja þá er ég nokkuð ánægð með árangur minn í kosningunum. Það er að segja fyrir mig persónulega. Hefði þó viljað sjá sterkari lista hjá VG. 

Ég velti þó fyrir mér dómgreind femínistanna sem telja 18 ára nema hæfari konu sem er með mikla reynslu og þekkingu. Minnir mig svolítið á Svavarsmálið. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2010 kl. 12:10

5 Smámynd: TómasHa

Varðandi bitlinganna, þá er eini frambjóðandi VG sem lýsti því yfir að hafa hringt 300 símtöl Sóley Tómasdóttir. Þótt þú nefnir hana ekki á nafn er tilvísunin augljós.

Þú þarft ekki að setja vini þína í að hringja, en sé stuðningur fyrir hendi þá býðst fólk nú til að gera ýmislegt fyrir góðan frambjóðanda. Það er alveg augljóst að ég myndi hringja í mína vini, sem ég vissi að væru að kjósa í prófkjöri ef ég ætti vin sem væri þess virði að hringja fyrir.

Hins vegar er prófkjörsleiðin ekki endilega góð leið, þetta er svona eins og í Eurovision, það eru ekki endilega bestu löndin sem vinna heldur svona einhvers konar sambland þess að vera með nógu gott lag og eiga nógu góða vini oft með ýmsum skrýtnum bandalögum.

TómasHa, 10.2.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband