Undirstrikar fáránleikann!

Bullið hefur verið í gangi á Íslandi í tæpa 17 mánuði og lítið lát er á.

Túpusjónvarpseigendur og að ég tali nú ekki um þá sem eiga ekkert sjónvarp er ætlað að taka á sig skuldir glæpaklíkunnar sem stjórnað hafa sjálfstæðisflokki og framsókn auk þess að hafa náð ítökum í samfylkingunni.

Farsinn hefur tekið á sig fullkomna mynd þegar hinir svokölluðu vinstri flokkar heimta að þjóðin taki á sig skuldir glæpaklíkunnar. 

Hafi Jónas Fr. Jónasson logið einhverju að seðlabankastjóra Hollands er það mál á milli Jónasar og seðlabankastjórans. Þessi seðlabankastjóri hafði aðgang að íslenskum hagtölum og hefur vart skort þekkingu til þess að lesa í tölurnar. Umræddur seðlabankastjóri ber ábyrgð á því hvernig hann stjórnar sínum seðlabanka enda er það hann sem fær greitt fyrir að gera það en ekki t.d. Jónas Fr

 


mbl.is Skemmtilegir Facebook hópar
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er það ný aðferð hjá fólki, sem er að reyna að komast á lista stjórnmálaflokks til framboðs í kosningum, að ásaka aðra stjórnmálaflokka um að vera glæpaklíkur, ásamt því að nánast allir stjórnamálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, séu ruslara- og glæpalýður upp til hópa?

Ef þetta er það nýjasta í stjórnmálabaráttunni, þá er hún að dragast niður á lægra plan, en hún hefur nokkurn tíma verið á áður.

Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Axel.

Viltu ekki vanda þig betur þegar þú lest texta.

Það segir í textanum að sjálfstæðisflokki og framsókn hafi verið stjórnað af glæpaklíkum.

Ég vil minna þig á að Sjálfstæðisflokkurinn þáði 55 milljónir í mútugreiðslu frá glæpaklíkunni. 

Það er því miður þannig að þeir sem eru frekar mútuþægir og gráðugir hafa potað sér í framvarðasveitir allra stjórnmálaflokka. Þetta er ekki algilt en áberandi.

Það er því full ástæða fyrir fólk sem aldrei hefur þegið mútur, bitlinga eða verið undirorpið klíkuskap að gefa færi á sér í stjórnmál.

Það er síðan kjósenda að ákveða hvað þeir vilja. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2010 kl. 15:58

3 identicon

Axel, það er nóg að drulla bara nógu mikið yfir aðra til að reyna hefja sjálfan sig upp., svo er það líka þægileg pólitík að skammast og vera á móti, maður klikkar aldrei þannig og stundum getur maður sagt "sko, ég sagði það". Þessi tegund pólitíkur hefur fengið byr undir báða vængi núna eftir hrun. Allir flokkar hafa tileinkað sér þessa pólitík í dag. Í dag er enginn stjórnmálamaður með mönnum nemma nota þessa taktík.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband