Má ljúga í útvarpinu: Icesave er 1.000 milljarðar

Fjármálaráðherrann sagði í dag að Eve Joly færi með fleipur þegar hún segi að eignir landsbankans nái einungis 30% af ómyndinni sem Svavar kom með í farteskinu og kallar skuldbindingu Íslendinga.

Það er eitthvað sérlega óhugnanlegt í gangi með þá Steingrím og Þórólf prófessor sem báðir vinna að því hörðum höndum að gera íslenska skattgreiðendur að skattgreiðendum í Hollandi og Bretlandi.

Icesave þýðir í raun þetta:

Höfuðstóll 720.000.000.000:-

Ríkissjóður fjármagnar Landsbankann (sem ekki má selja) og Landsbankinn leggur síðan 300.000.000.000 inn á gamla Landsbankann. 

Helmingur fjársins rennur beint til Breta og Hollendinga og fer fram hjá tryggingasjóðnum. Þannig leggjast því í raun 150.000.000.000:- ofan á höfuðstólinn.

Því er fjárhæðin í raun 870.000.000.000:-

Vextir fram til ársins 2016 eru 300.000.000.000:- af höfuðstól.

Inneign í Bretlandi er 200.000.000.000 (ber ekki vexti)

Niðurstaðan verður því árið 2016  870.000.000.000 + 300.000.000.000 - 200.000.000.000

Þetta þýðir að árið 2016 er Svavarsskuldbindingin 1.070.000.000.000:-

Þessi fjárhæð heldur áfram að bera vexti en sé eingöngu greiddir vextir af fjárhæðinni  þá er sú greiðslubyrði um 60 milljarðar á ári en það er eins og rekstur tveggja Landsspítala. 

Ef hins vegar greiddar eru afborganir og vextir fram til ársins 2024 þá er greiðslubyrðin 215.000.000.000:- á ári. 

Nú stendur til að skera ríkisútgjöld niður um núverandi skuldabirði sem mun vera um 150.000.000.000 á ári. Þetta þýðir að eftir tvö til þrjú ár verða ríkisútgjöld komin niður í 300.000.000.000:- ....og þegar Icesave kemur inn hvað gerist þá?

Steingrímur og Þórólfur berjast fyrir því að fá að skuldbinda þjóðin vegna einkaskulda Björgólfs Thors. Ekki furða þótt að menn vilji helst virkja Gullfoss og Geysi. 


mbl.is Áform um Icesave í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háskólaprófessorinn kann ekki einusinni einföldustu mannasiði, rökþrota í málinu að auki, ótrúverðugur með öllu.

Þetta Icsavemál ber öll einkenni glæpamáls, og á að meðhöndla sem slík mál       Pólitíkusar eiga ekki að eyðileggja meira en þeir eru þegar búnir að gera, en þeir vilja endilega ofleika í málinu, af hverju, jú þeir eru bullandi meðsekir í þessu glæpamáli, og vita að ef þetta fær rannsókn sem glæpamál, þá berast böndin að þeim, og þeir gætu hæglega fengið dóma, þessvegna ofleika þeir, gera moldviðri úr þessu til að beina athyglinni frá eigin sökum í málinu.

Málilð verður að fara í dóm, þetta er glæpamál, sem kemur Íslensku fjölskyldufólki

nákvæmlega ekkert við

Robert (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 08:07

2 identicon

Einkennilegir útreikningar hjá kand. mag.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 08:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ragnar

Það vantar reyndar gengistapið í þetta og afleitt tap vegna hnignunar í atvinnulífi og landsflótta. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.2.2010 kl. 13:58

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er orðinn dálítið ósáttur við nafnið Svavarssamningur. Það var nú alveg áreiðanlega Indriði H. Þorláksson sem tók faglega ábyrgð á niðurstöðu sem byggðist á  þrem skuldbindingum fyrri ríkisstjórnar okkar. Sú ríkisstjórn gekk svo langt við að slá vopnin til andmæla úr okkar höndum að hún samþykkti afturvirkni ríkisábyrgðar sem bundin var í lögum ESB en ekki í lög EES.

En þessi barnalega smjörklípuaðferð sjallaræflanna svo gegnsæ sem hún er þó svínvirkar á drjúgan hluta þjóðarinnar.

Árni Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 19:46

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Árni

Það leikur enginn vafi í mínum huga að sjallaræflarnir eiga skilið þá nafngift og að ferlið sem tók við af bankahruninu einkenndist af klúðri og aumingjaskap.

Ég tók í hendina á Steingrími og varaði hann persónulega við að halda á sömu braut og sjallaræflarnir þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu.

Því miður hunsaði Steingrímur þessa ráðleggingu og keyrði í sama farið.

Hann klúðraði sóknarfæri sem allt eins getur fært völdin aftur til glæpamannanna.

Það má svo sem kalla þennan samning Indriðasamning en ég man ekki betur en að Svavar hafi verið ágætlega tilbúin til þess að veita þessari nefnd forystu sem gerir það að verkum að hann situr líka uppi með ábyrgðina. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband