Bretar og Hollendingar hafa þegar tryggt sér 300 milljarða....

...úr vasa íslenskra skattgreiðenda og skuldara.

Svavarssamningurinn, sem Baldur Guðlaugsson og sjálfstæðisflokkurinn komu á koppinn, tryggir Bretum og Hollendingum forgang að greiðslum sem nýji Landsbankinn innir af hendi við þrotabú Landsbankans. Helmingur þess fjár fer framhjá Tryggingasjóði innstæðna og bætist því ofan á Icesave fjárhæðina. Icesave fjárhæðin er 750 milljarðar. 

Heildarfjárhæðin er því um 900 milljarðar fyrir utan vexti sem ætlað er að verði 300 milljarðar fram til 2016. Björgólfur Thor sem ber ábyrgð á þessum óþverra liggur á Tortólafjármunum í lögsögu Breta sem Össur Skarphéðinsson vill hjálpa honum að græða á með því að leyfa honum að virkja neðri hluta Þjórsár. Kostnaðin af því eiga skattgreiðendur að ber og einnig ábyrgðina. Össur vill vera góður við Björgólf Thor og sleppa honum við að borga skatta af því sem hann græðir á þessu.

Í dag er viðskiptajöfnuður neikvæður. Það er því ekki að koma gjaldeyrir inn í landið til þess að standa undir Icesave skuldum Björgólfs Thors. Hvað ætlar Steingrímur að gera þegar Hollendingar og Breta fara að ganga að eigum ríkissins upp í kröfur þeirra...?


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert mikil baráttukona Jakbína

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.3.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband