Lausn Icesave felst í því að segja NEI

Ef Steingrímur J Sigfússon ætlar að sitja áfram í þessari Ríkisstjórn verður hann að horfast í augu við að íslenska þjóðin vill ekki ráðherra sem vinna gegn hagsmunum komandi kynslóða. Það er auðvitað þægilegt fyrir Ríkisstjórnina að beygja sig og bugta fyrir nýlenduveldunum og fleyta vandanum yfir á komandi kynslóðir.

Bjarni Benediktsson aðstoðaði Milestone við að ræna bótasjóð Sjóvá og græddi á því tiltæki. Hann ætti fremur að segja af sér þingmennsku og er á engan hátt trúverðugur. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sköpuðu þær aðstæður sem Íslendingar horfast í augu við í dag. Samfylkingin er í nánu sambandi við Björgólfsfeðga og þingmenn i innan vébanda hennar eru á mála hjá Björgólfsfeðgum eins og glöggt má sjá á atburðarrásinni.

Minn draumur er nú eiginlega að hreinsað verði til í stjórnmálaflokkunum og Alþingi okkar Íslendinga. Það er ekki hægt að mynda "þétta" ríkisstjórn úr þessu spillta liði sem situr í framvarðasveit stjórnmálaflokkanna. 


mbl.is Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hér sitja allir sem fastast svo öll þrif eru til lítils

Jón Snæbjörnsson, 7.3.2010 kl. 18:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hættuleg þróun framundan.

  • Skv. stj.m. sögu Evr. er Ísl. þegar í háska, þ.e. hraðvaxandi fátækt - atvinnuleysi, óánægja vaxandi.
  • Hættan er upplausn, jafnvel einhvers konar uppreisn.
  • Mér finnst of margir sofandi gagnvart þessu, "þetta gerist ekki hér" alltof ríkjandi viðhorf.

Ekkert veldur meiri skaða, en upplausn og ólga, sem bríst fram í uppþotum og skemmdarverkum.

Í ljósi alvarlegs brests á milli stj.v. og lögreglu, en í gær ræddi ég við lögreglumenn niðri í bæ, of langflestir voru á móti Icesave - er hættan einfaldlega sú, að lögreglan muni ekki verja ríkisstjórnina, ef huganleg ímynduð - en alls ekki útilokup - atlaga verður gerð gegn þingi og/eða stjórnarráði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband