Birti eftirfarandi grein á Smugunni í dag:
Mér varð það á orði þegar framsóknarflokkurinn lofaði 90% lánum til íbúðarkaupa fyrir kosningar árið 2003 að nú tækist þeim loksins ásamt sjálfstæðisflokknum að setja þjóðarbúið á hausinn. Vond spá sem rættist því miður.
Um svipað leyti vor bankarnir færðir í hendur fjárglæframanna sem höfðu stjórnmálamenn þessara flokka ásamt nokkrum stjórnmálamönnum í Samfylkingu í hendi sinni. Þeir höfðu ásamt viðskiptaráði og LÍÚ einnig löggjafarvaldið í hendi sinni. Allir þekkja nú sögur af mútugreiðslum til stjórnmálamanna sem uppnefndir hafa verið styrkir svona rétt eins og siðmenntað fólk hefur verið uppnefnt skríll.
Kerfið sem hannað hefur verið um skuldaránauð er í meginatriðum svona og þetta fyrirkomulag er bundið í lög sem mun vera einsdæmi í heimsbyggðinni:
Lán til húsnæðiskaupa eru jafngreiðslulán en eru þar að auki bundin við vísutölu, þ.e. verðtryggð. Þegar greitt er af lánum er verðtryggingarþættinum bætt við höfuðstólinn og fer þar af leiðandi að bera vexti. Við þetta myndast vaxtavextir eða það sem á erlendum málum er nefnt compounding effect og þekkist hvergi nema í okurlánastarfsemi.
Verðtryggingarhlutinn er í raun hluti nafnvaxta. Raunvextir samkvæmt fræðunum eiga að endurspegla almenna áhættu og tíma og verðtryggingarhluti vaxtanna á að endurspegla verðbólguáhættu. Í því kerfi sem hannað hefur verið til eignarupptöku hjá almenningi er hluti nafnvaxta lagður við höfuðstól til þess að skapa okurvaxtatekjur fyrir fjármálafyrirtæki.
Í kjölfar einkavæðingar bankanna var lögleitt fyrirkomulag sem heimilaði bönkum að innleiða mánaðarlegar afboganir. Bankarnir keyrðu mikinn áróður til þess að fá fólk til þess að breyta lánum á þann veg að það borgaði mánaðrlega af lánum sínum. Hvers vegna?
Fyrirkomulag með mánaðargreiðslum eykur okurvaxtagróða fjármálafyrirtækja. Í stað þess að verðbólguþátturinn leggist við höfuðstól einu sinni á ári og verði þar með vaxta og verðbólguberandi gerist þetta 12 sinnum á ári og áhrifin magnast. Í kjölfar bankahrunsins hefur ekki verið reynt að greina afkomu bankanna ef eingöngu er miðað við starfsemi þeirra innanlands, þ.e. ef glæpastarfsemin er undanskilin. Mikil eingaupptaka hefur átt sér stað á undanförnum árum. Fjármagnið streymdi frá Íslenskum fjölskyldum og til bankanna. Fjárglæframenn höfðu orðið sér út um gullnámu sem þeir notuðu til þess að færa glæpastarfsemi sína yfir í "alþjóðasamfélgið" og slógust í för með glæpamönnum á alþjóðavísu.
Framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur brutu einnig stjórnarskránna þegar þeir fiktuðu við skattana með því að uppfæra fasteignamat til þess að auka lánshæfi íbúða auk þess sem áhrifin voru líka að fasteignargjöld hækkuðu og vaxta- og barnabætur þurrkuðust út hjá mörgum. Samfylking og Vinstri græn hafa því miður fylgt í kjölfarið hvað þetta varðar og hækka fasteignamat á eignum þrátt fyrir að markaðvirði þeirra sé að lækka.
Hvaða lærdóm eigum við að draga af þessu. Ég fyrir mitt leyti tel að varast beri að taka mark á kosningaloforðum flokkanna og líta frekar til athafna þeirra.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er löngu kominn tími til þess að þingmenn vakni upp og afnemi vísitölutryggingarnar.
Maður sem ég þekki tók tæpra 8 milljóna lán fyrir nokkrum árum. Hann hefur borgað af láninu eins og um var samið. Núna segir hann mér af skuldin hafi hækkað í 10 milljónir þrátt fyrir reglulegar afborganir. Ég spurði hann hvort hann hefði fengið þessar tvær milljónir. Hann neitaði því og sagði að hann væri samkvæmt lögum neyddur til þess að borga þessar 2 milljónir til viðbótar, þótt hann hafi aldrei fengið þessa peninga. Þessum 2 milljónum er beinlínis stolið af manninum.
Samkvæmt mínu mati þá er þetta ekkert annað en hrein og bein glæpastarfsemi sem er haldið uppi með lögum frá sjálfu Alþingi. Þetta er öllum þingmönnum, núverandi og fyrrverandi, til skammar.
Hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta svona brjálæði ? Hvað kemur það málinu við þótt gengi krónunnar breitist eitthvað ? Er ekki gengi annara gjaldmiðla en krónunnar, sífellt að breitast ? En það þekkist hvergi svona vísitölutrygginga bull nema á Íslandi ?
Meiningarlaust blaður þingmanna um að "eitthvað þurfi að gera til að leysa vanda heimilanna", er ekki lengur boðlegt.
Þetta vísitölutrygginga vitleysu þarf að afnema og það strax í dag og jafnframt að endurreikna öll lán og afborganir minnst tvö ár aftur í tímann.
Ef Alþingi og ríkisstjórn treystir sér ekki til þess, þá þarf annað af tvennu; - fá utanþingsstjórn sem verði skipuð öðrum en þingmönnum, - ellegar að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga.
Tryggvi Helgason, 10.3.2010 kl. 17:28
Þetta er besta grein sem ég hef séð um heimasmíðuðu svikamilluna í afdalnum. Langt síðan, ég áttaði mig á helsta einkenni snilldarinnar, eftir að bændamafían missti frá sér vistabandakerfi sitt, sem útvegaði þeim þræla. Vistabandakerfið hefur verið tekið upp aftur, eðlisbreytt og falið. Nú er landanum bara steypt í skuldir, og passað uppá að hann komist helst aldrei útúr skuldonum, ef tekst að borga lánið, kemur extra upphæð ofaná alltsaman, sem heitir gjald fyrir að loka samningi. Eina leiðin að sleppa við óvæntar hroðalegar uppákomur í viðskiptasiðferði Íslendinga, er að gera aldrei við þá neina viðskiptasamninga.
Robert (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:35
Það sem gerðist 2007 er upphafið á enda ævintýris sem hófst með síðustu þjóðarsátt leið til tekjuskiptingar að EU meðaltals fyrirmynd.
Sjá: hluta skýrslu starfsmanna AGS 2005, byggja upp greiðsluvanhæfi Íslenska Fjármálageirans [sem núverandi stjórnvöld líta á sem helstu ráðgjafa].
Þarna átt að strax að grípa inn í af stjórnvöldum og eftirlits aðilum alþjóðsamfélagsins. En flestir lykilaðilar mun hafa byrjað strax þá að koma sínum kennitölum frá Ísland [þessir sem tilskipunnin tryggir ekki].
Mat eða viðvarnir AGS voru lítilsvirtar hraði þenslu ferilsins sem orsakar greiðslu þrot fylgdi formúlunni sem má sjá hér. Sönnun þess að um skipulagða glæpastarfsemi var að ræða sér í lagi af hálfu yfirlitisaðila sem vissu hvert stefndi. Félagsmálaráðuneyti, Híbýlasjóður voru lykilaðilarnir á Íslandi. Markmiðið fjórflokkanna er að koma þjóðinni í skuldagreiðsluþjónustu við séreignarskattaaðila 60% yngri hlutinn er látin binda sparifé sitt í lífeyrisjóðum og greiða fjármálgeiravaxtaskatta. Sem minnkar kaupamátt og innflutning t.d. frá EU í evrum talið. Til þess aðrir kaupi fullvinnslu af okkur þurfa neytendur hér að vera almennt ríkir og skuldlausir.
Þeir sem segja þjóðar óhollustuna vera meðmæli um EU aðild ættu að fara í barnaskóla og láta hæfari um að stjórna.
Þá sem hafa gaman af að vinna 24 tíma og leysa vandamál, í ljósi réttlætis og ávinnings af því að byggja upp á endurbyggðum grunni Íslenska almennt hátekju samfélag.
Júlíus Björnsson, 11.3.2010 kl. 15:37
k
3HFS (Október 2004).E. Þjóðaheildarefnahagslegar Áhyggjur
28. Marktæka afslöppunin í fasteignaveðbréfa markaðar aðstæðum í 2004 er bæði afleiðing umbóta og auðveldari útlána aðstæðna hjá HFS sem og að innkoma viðskiptabankanna inn á markaðurinn hefur komið til árum bundið á óheppilegum tíma. Íslenski efnahagurinn einkennist um þessar mundir af haldbærri eftirspurn og innflæðis þrýsting að gefnum yfirstandandi iðnaðar fjárfestinga frumvörpum. Þá þegar haldbær einkaneysla hefur einungis verið lyft frekar upp með aukinni útvegun fasteignaveðbréfa lána, sem hefur verið séð fyrir ekki einungis með lægri vaxtagengjum og feiknarstórum fasteignaveðbréfa upphæðum en líka með endurfjármögnun og reiðufjárúttekt óveðsetts eignarhluta á markaðsverði.
29. Útlánavöxturinn 2004-05 hefur hingað til verið marktækt fljótari en þegar Íslenski efna- hagurinn byrjaði að ofhitna 1998-2000. Hér áður fyrr, hefur viðburðum slíkrar ofgnóttar grósku á Íslandi verið fylgt eftir með marktækum truflunum, innfalið belgingur [bólgur/uppspenna í innflæðinu], neikvæð GIF gróska, aukið atvinnuleysi, og versandi um þær mundir viðskiptasamninga staða. Alþjóða reynslan bendir líka á hættu á afar snöggri skuldagrósku mögulega leiðandi til vandamála bankageirans þegar lengra er fram haldið.
30. Einkaneyslunni er ætlað að aukast harkalega næstu [fáu] ár sem bein afleiðing auðveldari fasteigna veðbréfa lána. Samkvæmt fræðum SBÍ í Júní 2004, fæli hækkun á HFS's hámarki lána fyrsta veðréttar fasteignar verðgildis hlutfalls í 90 hundraðshluta í sér viðbótar aukningu í einkaneysla um 1.5-2 hundraðshluta árlega næstu þrjú ár. Að þessum niðurstöðum var komist undir algjörlega varfærnum ágiskunum, líka með því að reyna að taka með í reikninginn innkomu viðskiptabankanna inná fasteignaveðbréfamarkaðinn.29
31. Afar háu upphæðir heimilishalds skuldar geta líka ýtt undir kerfis áhyggjur. Á meðan Skammtíma horfurnar eru með réttu stöðugar að gefinni lítilli áhættu um neikvæð tekju áföll vegna feiknarstóru fjárfestinga frumvarpanna á leiðinni, litið fram á við geta þar verið ástæður til að hafa áhyggjur. Einkum líkindi neikvæðra tekju áhrifa þegar fjárfestinga frumvörp eru fullkomin eða of harkalegur umsnúningur í verðum húsa ( "sprenging loftbólunnar"), sem gæti
leitt til hruns [verð]gilda veða undir [verð] gildi útlána, valdið áhyggjum. Einnig, eru þar almennar áhyggjur af að lána gæði versni þar sem slakað hefur verið á fasteignaveðbréfa útlánamörkum. Staðreyndin er sú, að fjöldi árangurslausra tilrauna að innheimta heimilishalds skuldir í vanskilum hefur greinilega vaxið marktækt undanfarinn fjölda ára, næstum þrefaldast síðan 1999, jafnvel þó þetta geti líka verið rakið til annarra þátta, slíkra sem bættum afköstum við að innheimta.30 32. Litið fram á við, vegna þeirra heimilishalda sem hafa ekki fasteignaveðbréf með föstum vöxtum, þar eru líka vaxta áhættur. Á meðan flest fasteignaveðbréf bera fast vaxtagengi, gera sum það ekki. Tveir þriggja bankanna sem gengu inn á fasteignaveðbréfa markaðinn á síðasta ári gefa líka út fasteignaveðbréf með einungis [fast] settu vaxtagengi vegna 5 ára, þrátt fyrir að hingað til, hafi viðskipta- vinir greinilega aðallega valið heldur fast-gengis fasteignaveðbréf.31 Þegar alþjóðleg vaxtagengi snúa aftur til venjulegra mælikvarða, geta innlend fasteignaveðbréfa gengi líka byrjað að aukast, bætast þannig við byrði heimilishalds skuldarþjónustunnar. 33. Þar eru líka augljósar áhyggjur af yfirflæði frá tilslökunum fasteignaveðbréfa markaðar til belgings verða húsa og belgings NVV, eins og rætt um ofar.Samt sem áður, hafa sumir dregið í efa áorkan lána tilslakananna á verð húsa. Sér í lagi, samtímis vekjandi athygli á skammtíma belgings áhyggjum, hefur HFS sjálfum sér samkvæmur gert lítið úr þýðingarmikilvægi áorkan tilslakananna á fasteignaveðbréfa markaðinum á langtíma verðum húsa, í staðinn lagt þunga áherslu á mikilvægi grunnlauna[ fastra tekna] uppvexti vegna híbýlamarkaðarins.3229Sjá SBÍ (2004b).
30 Til viðbótar betrun bættum afköstum í meðhöndlun slíkra athafna að taka eignarhaldi [lögtaki], stöðuga lækkun á meðal aldri heimilishalds (með yngra heimilishaldi sem hefur ekki einungis minni eigur en líka smærri skuldir) getur að hluta hjálpað að útskýra aukningu í árangurslausum tilraunum að innheimta heimilishalds skuldir í vanskilum (SBÍ , 2004a).31Einn bankanna gefur einungis út fasteignaveðbréf með 5-ára endurskoðunar ákvæði.32HFS (Ágúst–September 2003 og Apríl 2004).
HFS Hýbíla fateignaveðbréfasjóður: Hús er ekki endilega híbýli.
GIF: Gróft metin verðmæti innland framlleiðslu.
Ekki verður betur séð en Ráðmenn hér hafi fóðrað fíkn í reiðufé á EU 1.flokks veðbréfamörkuðum [trygging í hýbílum] með skýringum um að lækka kostnað vegna híbýla almenning [í hans þágu yfir 40 ár . N.B.].
Hinsvegar eru miklar mótsagnir komnar fram í framkvæmdum frá 1994. Tilgangurinn var að skapa séreignarvinarklíkunum veði í híbýlum almennings.
Hugfarsbreyting t.d. greiða bónusa. Fyrstu ár 40 ára híbýla veðflokka koma um 90% inn af greiðslum í formi tekna og kostnaðar gjalda. Þessi lán eru um 80% allra fasteignaveðlána. 80% af lánum almenning. Þess vegna voru bankarnir að monta sig af 40%-50% ávöxtun. Skilja ekki rekstur híbýlasjóða?
Svo fyrir innkomuna 2004. Var lánum í nýbyggingar komið úr 15% í 3% skipulagt.
Bara til að auka eftirspurnina eftir Framsókanarkosningarloforðum.
Hinsvegar er skýrsla starfsmanna ASG sönnun þess að fjórflokkurinn er annaðhvort með einmædum óbyrgur og heimskur eða til búinn að stétt skipta hér í forréttinda stétt og illa grunmennta langskólafræðinga sem eru fastir í skuldgreiðsluþjónustu kerfi nýju Seðlabanka Skattauðlindarinnar: séreigna fjármálgeirans.
60% Neynendamarkaður sem setur allt fé í lífeyrissjóði og vexti, eykur ekki vöruviðskipti við útlendinga. Þetta bendir AGS líka á til skammar í ljósi þjóðartekna. Sem byggjast nær eingöngu á útflutning lá innri virðauka framleiðslu, tekjur sem fæða milljónair í Asíu, Afríku og S-Amerkíku: með eðlilegra lágar þjóðartekur á haus.
Raunstjórnsýsla sýnst um staðreyndir.
Júlíus Björnsson, 11.3.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.