Ömurlegt virðingarleysi fyrir fósturjörðinni og mannlegri reisn

Græðgin sem heltók eigendur bankanna er eitthvað það undarlegasta sem birst hefur íslenskri þjóðarvitund. Athafnir Davíðs Oddsonar, Halldórs Ásgrímssonar, Valgerðar Sverrisdóttur ofl. eru óskiljanlegar.

Velti þetta fólk aldrei fyrir sér hvað hugtakið ábyrgð felur í sér. Hver og einn þessara aðila greiddi sér ofurlaun í ýmsu formi. Laun, bónusar og eftirlaun sem þingmenn skömmtuðu sjálfum sér í trássi við stjórnarskrána. Ekki vantaði viljan til þess að taka þátt í sóðaskapnum. Því miður hefur hugarfarið lítið breyst. Græðgin er enn sterkur hvati hjá mörgum. 


mbl.is Hrunskýrslu beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Græðgin heltók miklu fleiri en eigendur bankanna, allskonar pólitíkusar virðast hafa matað krókinn rækilega.  Mér finnst að alltaf þegar talað er um græðgi ættu Finnur Ingólfsson og Alfreð Þorsteinsson að vera nefndir líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.3.2010 kl. 01:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.3.2010 kl. 01:38

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það má ekki setja Alfreð í þennan hóp hann var ekki að hugsa um sjálfan sig hann var að byggja upp Orkuveituna og gerði það myndarlega svo komu aðrir REY menn og mokuðu fé út úr henni með braski erlendis.

Það eru nú fleiri stjórnmálamenn sem voru í miklu braski Lúðvík bergsveinsson hversvegna hætti hann í pólitík?

Annar skulum við bíða eftir skýrslunni með dóma yfir mönnum og málefnum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.3.2010 kl. 08:12

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sorglegt að þurfa að upplifa svona nokkuð

Jón Snæbjörnsson, 16.3.2010 kl. 11:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skýrslur hvað? Höfum við ekki nú þegar lengi búið að nægum upplýsingum um beinan þjófnað fjölda nafngreindra manna og kvenna, ásamt ótrúlega óskammfeilnum hagnaðabónusum frá gjaldþrota og eignalausum fyrirtækjum?

Kaupréttarsamningar sem skiluðu hundraða milljarða hagnaði korteri fyrir hrun.

Og svo framvegis.

Þurfum við einhverjar uplýsingar um hverjum eigi að hlífa?

Erum við eins mikil börn og þeir vilja vera láta sem hafa okkur daglega að fíflum? Og sitja við háborð stjórnsýslunnar.

Árni Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 það er allt vaðandi í hálfvitum hér á landi.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.3.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband