..og 40% landsmanna vilja fá hrunið yfir sig aftur...

Ég velti því satt að segja fyrir mér hvort íslenskir kjósendur séu einstaklega heimskir. Afleiðingar af 20 ára ferli stjórnvisku sjálfstæðisflokksins birtist nú í rústuðu atvinnulífi, fyrirlitningu annarra þjóða, faraldri erlendra hrægamma í viðskiptalífinu og sundrung meðal þjóðarinnar.

En heimskir kjósendur vilja greinilega fá þennan leppflokk glæpamafíunnar á Íslandi við stjórnvölinn aftur. Ég segi bara verði þeim að góðu. 


mbl.is Dregur úr bjartsýni í einkageira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Stjórnarflokkarnir geta sjálfum sér um kennt fyrir lélegt fylgi. Þeir fengu völdin færð á silfurfati án þess að þurfa nokkuð fyrir því að hafa og hefðu getað aukið fylgi sitt enn meira ef stjórnin hefði haldið rétt á spilunum. En það sem hún hefur gert hingað til er að forgangsraða kolvitlaust, klúðra milliríkjasamningi, skipa vitlaust fólk í háar stöður, friða bankaræningja og allar aðgerðir hennar í mikilvægum málum hafa verið allt of lítið allt of seint. En það þurfti ekki að koma neinum á óvart. Hvernig á líka kratakommúnísk öfgafemínistastjórn með skerta dómgreind að geta áttað sig á hlutunum?

Annars hlýtur þeim að svíða að á stjórnarheimilinu að fá að vita að þjóðin vilji heldur Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur verið holdgervingur íslenzkrar spillingar í 50 ár. 

Vendetta, 20.3.2010 kl. 16:41

2 identicon

Er það rétt að segja að meiri hluti þjóðarinnar vilji sjálfstæðistflokkinn. Er ekki réttara að meiri hluti þjóðarinnar vilji ekki sja neinn af þessum flokkum við völd og vilji frekar eitthvað annað.

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:02

3 identicon

Það má segja að fyrrverandi stjórn hafi átt þátt í að við erum í djúpum drullupytti þessa mánuðina en nú verandi stjórn hefur svo sannarlega ekkert gert til að koma okkur upp úr drullufeninu nema síður sé. Því miður eru engir fýsilegir valkostir í boði fyrir íslenska kjósendur. Hef sjálf ekki hugmynd um hvað ég ætti að kjósa ef sú staða kæmi upp, vildi helst henda öllu liðinu út úr Alþingishúsinu og stokka allt upp á nýtt.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:10

4 identicon

Jakobína; mér finnst alltaf fara fólki einstaklega illa þegar það sýnir öðru fólki og skoðunum þess hroka og fyrirlitningu. Er aðdáun þín og skoðanir á vinstri flokkunum betri en skoðanir annarra? Getur verið að fólk sem segist ætla að kjósa XD sé í raun að kvitta uppá stefnu flokksins en ekki einstaka fólk innan raða flokksins?

Má ekki gera ráð fyrir að allir hafi lært sína lexíu á hruninu og séu reynslunni ríkari? Kannski hafa hrunaflokkarnir þrír D, B og S lært hörðustu lexíuna?

Ég ætla ekki að falla í sama pytt og þú og ata þig auri eða kalla þig heimska fyrir að styðja vanhæfa ríkisstjórn. Þú mátt hafa þá skoðun og ég virði hana.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:28

5 identicon

Vá þetta er bráðfyndið, þú skammast yfir að fólk sé að verið sé að sýna öðrum skoðunum hroka of fyrirlitningu og kallar svo ríkisstjórnina vanhæfa!  Mér sýnist þú bara ekkert betri!

Skúli (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:56

6 identicon

Skúli; er þetta sambærilegt? Þú ert skemmtilegur

Hafsteinn (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 18:02

7 identicon

Takk fyrir það!

Skúli (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 18:04

8 identicon

held að það sé ekki rétt að 40% þjóðarinnar vilji sjálfstæðisflokkinn, því  u.þ.b.40% þeirra sem voru spurðir tóku ekki afstöðu því er þessi túlkun röng.

sigga (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 20:02

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alþjóðasamfélagið [EU ræður um 36% hlut í AGS, öllu í EU fjárfestingabankanum], er nú búið í samvinnu við heimska stjórnmálamenn allra flokka að skella þjóðartekjum á haus [stilla gengið miðað við minni inniflutning neysluvara frá EU í framtíðinni] niður í það í Grikklandi. Viðrisaukinn hér af orku og bréfefnasölu með magnafslætti [mjög einfalt og skilar litlu á marga hausa] skapar ekki mikið af tækifærum hér í samburði við ríki EU til að fara upp aftur til hrapa. Í EU stíga ríki upp samhliða þegar allt er eðlilega stöðugt.

Niðurskurðinn er rétt að byrja. Endurreisn hlutfallslegasta stærsta fjármálakostnaðargeira í heimi er ekki á kostnað annarra skjólstæðinga AGS heldur á kostnað lífskjara Íslenskra neytenda framtíðarinnar.

Júlíus Björnsson, 21.3.2010 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband