Sjálfstæðismenn innan embættismannakerfisins vilja stjórna landinu

Sjálfstæðismenn hafa á tuttugu ára valdaferli sínum ekki bara einkavætt fimmtíu ríkisstofnanir sem þeir afhentu sjálfum sér og vinum sínum og ættingjum á góðum kjörum heldur hafa þeir einnig raðað óhæfum einstaklingum í inn í stjórnsýsluna.

Í valdatíð sjálfstæðisflokks var greiðsluskylda vegna heilbrigðisþjónustu færð af ríkinu og yfir á sjúklinga í stórum stíl. Ýmis vandamál fylgdu í kjölfarið s.s. hnignandi tannheilsa barna. Þrátt fyrir að dregið væri úr velferðaþjónustu í það stórum stíl að leitun er að jafn slægu velferðarkerfi í vestrænum ríkjum hefur skattheimta aukist í tíð sjálfstæðismanna. 

Aukin skattheimta hefur farið í að belgja út stjórnsýsluna sem aldrei hefur verið eins óskilvirk. Sjálfstæðismenn notuðu skatttekjur ríkissjóðs til þess að tryggja völd sín með því að útdeila bitlingum til hægri og vinstri.

Steingrímur Ari var um árabil forstjóri Lín en Gunnar Birgisson stjórnarformaður. Undir handleiðslu Gunnars Birgissonar og Steingríms Ara umturnaðist Lín í bankakerfi og kjör vegna námslána breyttust á verri veg. Lín hafði samráð við útrásarvíkinganna um að gera námslán að gróðafyrirtæki fyrir bankanna með því að skikka þá námsmenn sem ekki komu frá efnuðum fjölskyldum til þess að lifa á yfirdráttarlánum úr bönkunum yfir námstímann.

Steingrímur Ari hefur brotið trúnaðarskyldu við ráðherrann með því að hafa ekki samráð við ráðuneytið áður en hann grípur til aðgerða gegn ráðuneytinu. 

Skynhelgi Steingríms Ara tekur á sig nánast skrípamynd þegar hann talar um fordæmi í stjórnsýslunni en það er flestum kunnugt að íslensk stjórnsýsla hefur í tíð sjálfstæðisflokks einkennst af vinnubrögðum sem ekki eru við hæfi í siðuðu samfélagi. Mútur, klíkutengsl vanhæfni hafa einkennt stjórnunarstíl varðhunda sjálfstæðisflokks.

Þegar ný ríkisstjórn er tekin við heldur skrípaleikurinn áfram og embættismenn úr röðum sjálfstæðismanna leita að fjallabaksleiðum til þess að fara fram hjá stefnu stjórnvalds sem almenningur kaus eftir að sjálfstæðisflokkurinn var búin að setja þjóðarbúið á hausinn, gera stjórnsýsluna vanhæfa vegna bitlinga og vinagreiða ásamt því að eyðileggja trúverðugleika dómskerfisins með klíkuráðningum. 

Steingrímur Ari var handpikkaður af Guðlaugi Þór en fyrir nefndinni sem valdi Steingrím Ara sem forstjóra sjúkratrygginga fór Benedikt Jóhannesson sem er frændi Bjarna Ben. Reynsla Steingríms Ara af einkavæðingu og trúnaður hans við sjálfstæðisflokk hefur sjálfsagt ráðið miklu um val í stöðuna. 


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er þekkt vandamál. Þegar R-Listinn tók við Reykjavíkurborg eftir áratugastjórn Sjálfstæðisflokksins, var aðalvandamálið fyrstu árin, tregða embættismannakerfisins til að framfylgja ákvörðunum Borgarstjórnar. Þetta fullyrti einn af innstu koppunum og ég hef enga ástæðu til að efast um réttmætið.  Þessvegna hef ég oft gert það að tillögu að aðstoðarmenn ráðherra verði sjálfkrafa Ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneytis. Þannig fer ekkert á milli mála og skilvirkni eykst. Og þetta ætti að vera eina pólitíska ráðningin sem leyfð væri. Allar aðrar ráðningar færu í hlutlaust ferli þar sem hæfni réði vali.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er það misminni hjá mér að Steingrímur Ari hafi sagt sig úr nefndinni vegna óánægju með tiltekin vinnubrögð?

Ágæta Jakobína - mér þykir dómur þinn yfir Ríkisendurskoðun harður - ertu semsagt að lýsa því yfir að sú stofnun sé ekki að sinna starfi sínu en fari eftir fyrirmælum Valhallar?

Það væri þó vægast sagt alvarleg ásökun - vonandi er ég eitthvað að misskilja þig.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.4.2010 kl. 16:16

3 identicon

Ólafur Ingi Hrólfsson; Kondu með mótrök gegn skrifum Jakobínu ellegar haltu áfram að sleikja XD rassa af mikilli list.  Þetta er tóm froða hjá þér. 

Veffari (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ólafur Ingi

Það er alvarlegt mál að almenningur getur ekki treyst helstu kerfum stjórnsýslunnar vegna klíkuráðninga og vinatengsla.

Í guðanna bænum sparaðu þér skynhelgina á blogginu mínu. Það hefur sýnt sig að bæði dómarar og saksóknarar á Íslandi eru vanhæfir vegna klíkutengsla. Það er afleiðing af spillingu í sjálfstæðisflokknum. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2010 kl. 16:56

5 identicon

Þvíkur pistill,  greinilegt staðreyndir skipta engu máli þegar VG er annarsvegar.

loki (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 17:53

6 identicon

@Loki

Varstu fyrst að sjá það núna. Jakóbína er Íslandsmeistari í rugli á blogginu og aðeins rassasleikur á borð við Ólaf Inga Hróflsson nenna að andæfa.

Það á að lesa blogg Jakóbínu sem skemmtipistil út úr pirraðrar konu.

Veffari (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 18:09

7 Smámynd: Sigurjón

Sæl Jakobína og aðrir hér.

Varðandi LÍN, þá tók ég námslán 1998 (fyrir tíð útrásarvíkinga) og þurfti að taka yfirdrátt, vegna þess að LÍN afgreiðir lánin út eftir á.  Ég veit ekki til þess að námsmenn séu skikkaðir til eins eða neins, en auðvitað sjá bankarnir sér leik á borði við að plokka af þeim aðeins vegna furðulegra úthlutunarreglna LÍN.  Þetta kerfi var komið á áður en útrásarvíkingarnir komust að kjötkötlunum í boði Davíðs og félaga.

Það merkilegasta finnst mér hvað lítið sem ekkert hefur breyzt, þrátt fyrir að við höfum haft ,,vinstri"-stjórn í rúmt ár.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 7.4.2010 kl. 18:12

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

með því að skikka þá námsmenn sem ekki komu frá efnuðum fjölskyldum til þess að lifa á yfirdráttarlánum úr bönkunum yfir námstímann.

  Þetta var bara ef námsmenn vilja fá námslánin fyrirfram,  það var að færast í auka að námsmenn fengu lán og stóðu sig svo ekki í náminu sem þeir voru búnir að fá lán útá og áttu því ekki rétt á að halda þeim. Það tekur ekki það mikið á að safna sér til að lifa af fyrstu önnina í skólanum án þess að fá lánið fyrirfram,  og lifa svo af næstu önn með námsláninu sem það fékk fyrir önnina þar á undan.

  Ef fólk hefur ekki efni á að fara í háskólanám án þess að vera á 100% lánum fyrirfram allan tímann þá á það fólk kannski að pæla í námi með vinnu, en það eru nokkrir skólar sem bjóða uppá slíkt.

  En annars að efninu,  þá sýnist mér þessi vinstri stjórn vera ekkert betri en hægri stjórnin hvað varðar að redda vinum sínum vinnu í opinberum stofnunum.

Jóhannes H. Laxdal, 7.4.2010 kl. 19:27

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég ætlaði að benda á hið augljósa að þarna eru tveir embættismenn sem að eru klárlega með réttinn sín megin burtséð frá því að hvort þeir séu Sjálfstæðismenn eða ekki. Ég vil hins vegar gefa þér prik fyrir hugmyndaauðgi að snúa broti ráðherra VG á opinberum embættismönnum upp á Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kallast á góðri íslensku að snúa hlutunum algerlega á hvolf. Þetta mál kemur Sjálfstæðisflokknum nákvæmlega ekkert við þó svo að embættismennirnir hafi starfað undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Það væri þá ljóta helvítið ef að það þyrfti að skipta út öllu embættismannakerfinu til þess að fá embættismenn sem að eru vinstri mönnum þóknanlegir.

Annars er þetta upphlaup Álfheiðar bara enn eitt dæmið um reynsluleysi fólks sem að er að gera hluti sem að það kann ekki. VG er enn stjórnarandstöðuflokkur sem að hefur ekki minnstu hugmynd um hvað það þýðir að sitja í ríkisstjórn og hvernig menn haga sér sem að eiga að stjórna landinu. Þá hefðu þeir gott af smá fyrirlestri frá Sjálfstæðismönnum. Hvað Álfheiði varðar á hún engan kost í stöðunni en að segja af sér sem ráðherra til þess að skapa traust milli embættismannakerfisins og ríkisstjórnar Íslands

Jóhann Pétur Pétursson, 7.4.2010 kl. 19:46

10 identicon

... bíddu, Jóhannes? Hvað ertu að meina?

Hvernig vilt ÞÚ hafa þetta?

Egill Þór (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 19:46

11 Smámynd: Landfari

Bídu nú aðeins við Jakopína. Ertu að reyna að verja gerðir ráðherra sem réttar vegna einhverra fyrri starfa embættismannsins?

Svo má böl bæta að benda á annað verra stóð einhvers staðar en í seinni tíð hafa það einkum verið alkahólistar sem notuðu þetta til sýna hvað þeir drykkju nú lítið.

Hvað koma störf Steingríms Ara hjá Lín málinu við?

Landfari, 7.4.2010 kl. 20:24

12 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ég?,  hafa hvað, LÍN eða embættismennina Egill?

 Hvað LÍN varðar þá ég ekkert að þessu fyrirkomulagi hjá þeim,  ef námsmenn vilja fá lánin afgreidd fyrirfram þá tala þeir við bankann sinn sem gefur þeim yfirdráttarheimild sem er samsvarandi láninu sem það myndi fá frá LÍN. Ef þeir standa sig ekki í náminu og fá ekki námslánið frá LÍN þá þurfa þeir að greiða yfirdráttarheimildina sjálfir,  og þar með er LÍN ekki að tapa á þessu heldur er það komið yfir á ábyrgð bankanna að innheimta þetta.

 Það er enginn að neyða námsmenn til að fara þessa leið.  Ef fólk er óánægt þá getur það fengið sér vinnu í nokkra mánuði og safnað pening svo það geti lifað af fyrstu önnina og svo notað lánið frá LÍN fyrir þá næstu og svo koll af kolli,  einsog ég kom með áðan.

  Hvað embættismennina varðar þá er mér svosem sama þótt einhverjir pólitíkusar séu að ráða vini sína í störf,  það eru ekki bara opinberir starfsmenn sem eru að gera þetta heldur er slík "Klíkustarfssemi" viðhöfð á öllum stigum atvinnulífsins og í raun í samfélaginu öllu á Íslandi síðan (settu inn eitthvað dæmi úr Íslendingasögunum).

  Ég hef persónulega heyrt svo marga vera að væla og veina yfir klíkumeðferð sumra en svo um leið og það sjálft fær einhverja klíkumeðferð þá er það alltíeinu "í lagi" og þá er gott að vera "í klíkunni".  Það eru allir í einhversskonar klíku hvort sem það gerir sér grein fyrir því eða ekki, þú þekkir gaur sem þekkir gaur sem getur reddað einhverju dæmið (I know a guy who knows a guy).  það er bara staðreynd að það eru allir í eða tilheyra einhverskonar klíku og hafa notið góðs af einhverri klíkumeðferð,  Spurningin er bara á hversu háu stigi hún er og það er bara staðreynd að sumt fólk þekkir valdamikið fólk og er í valdamiklum klíkum,  sumar eru opinberari en aðrar og hefur það í sumum tilfellum valdið afbrýðisemi hjá þeim sem eru í minni klíkum.

Til þess að geta verið að gagnrýna og vera á móti þessum klíkumeðferðum þá er ég áþví að maður þarf þá að vera tilbúinn til þess sjálfur að hætta þessu og ég bara efast stórkostlega um að það séu margir sem eru tilbúnir til þess. 

  Hvað mig varðar þá er ég ekkert að láta það hafa áhrif á mig að það eru til valdamiklar klíkur í samfélaginu, sama hvaðan þær eru.   Ég tilheyri minni litlu klíku og ég er ánægður þar

Jóhannes H. Laxdal, 7.4.2010 kl. 20:46

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jakobína - þú mátt kalla það skynhelgi - en ég var virkilega að vona að ég hefði misskilið þínar alvarlegu ásakanir - núna er dómskerfið líka undir 0

Ég tel það vera sóun á tíma að eiga orðastað við við fólk sem notar svona orðbragð og setur fram svona fullyrðingar án sannana.

Þessi umræða snerist upphaflega um hæpna embættisfærslu ráðherra -

skil vel að þú viljir ekki ræða það mál -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.4.2010 kl. 23:13

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei þetta var mikil afturför þegar þessu var breytt í eftirálán  (auk fleiri hamlandi aðgerða)  Margir steyptu sér í skuldir útaf þessu og það er bara þannig að þegar búið er að taka svona yfirdráttarlán - þá ertu kominn á krókinn.  Er bara þannig.  Svo má ekkert koma uppá þá voru menn í vondum málum bara strax.  Skömm að þessu náslánakerfi á ísl.

Menn tala um mistnotkun þetta og hitt.  Einhverjir 2 ekki að standa sig etc.  Dæmigert hjal.  Það verður alltaf að líta á heildarmyndina í svona dæmum.  Það eru alltaf afföll.  Alltaf einhver sem misnotar eitthvað etc. - en það réttlætir ekki að þurfi þá að eyðileggja og skemma heildarmyndina.

Þa er svona álíka og segja að ef einhver falsaði mynd eftir Kjarval - þá væru allar Kjarvalsmyndir ómögulegar.

Í rauninni ætti að hætta með þetta námslán bla bla að stóru leyti. 

Ríkið, samfélagið, á bara að borga fólki laun þegar það er í æðra námi !

Það kæmi hagstæðast út heildarmyndarlega séð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2010 kl. 01:20

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sjálfstæðismenn heimfæra flest myrkraverk sín upp á smjörklípur. Íslenskt samfélag er ekki velferðarsamfélag heldur samfélag misréttis og óréttlætis. Þetta er afrakstur af langri viðveru sjálfstæðisflokks í stjórnarráði.

Hvað varðar embættismennina þá er þessi uppákoma það talandi dæmi um hroka embættismanna á mála hjá sjálfstæðisflokknum. Það er hlutverk hins pólitíska vald að móta reglugerðir. Ef Steingrímur Ari hafði eitthvað við reglugerðina að athuga átti hann að leita til ráðherrans.

Hann hefur brotið trúnað og góða stjórnsýsluhætti með því að fara á svig við ráðherrann.  Það er óumdeilanlegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2010 kl. 02:07

16 identicon

"Ég tel það vera sóun á tíma að eiga orðastað við við fólk sem notar svona orðbragð og setur fram svona fullyrðingar án sannana"

Segir Ólafur Ingi Hrólfsson; Samt kemur maðurinn aftur og aftur og gerir sér dælt við síðuritara. Á hann von á kaffi og tertusneið í Valhöll fyrir vindhanaganginn.?

Kondu með mótrök til að umræðan hjá þér sé á málefnalegum nótum en ekki eins og flokksbulla sem gargar sig hásann bara til að gera hávaða.

Veffari (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 08:38

17 Smámynd: Landfari

Ertu ekki til í að svara þessu Jakobína?

Hvað koma störf Steingríms Ara hjá Lín málinu við? 

Finnst þér í lagi að einn ráherra misfari með vald sitt ef einhver annar ráðherra hefur gert það áður?

Landfari, 8.4.2010 kl. 15:33

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Störf Steingríms Ara hjá LÍN og ástand lánasjóðsins eftir meðferð Steingríms Ara og Gunnars Birgissonar lýsir vanhæfni þessara manna sem stjórnenda stofnana sem eiga að vera hluti af velferðakerfinu á Íslandi.

Ég öfunda ekki ungt fólk af þeirri skuldabirði sem það situr uppi með eftir að afla sér menntunar og framgangur LÍN er til skammar í samfélagi sem vill kenna sig við velferð.

Að öðru leyti kemur þetta málinu ekki við. Þótti bara við hæfi að rifja þetta upp.

Brot Steingríms Ara felst í því að hann fer út fyrir valdsvið sitt og tekur fram fyrir hendurnar á kjörnu fulltrúavaldi. Brot hans er mjög alvarlegt enda gengur hann á svig við eðlilegar boðleiðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2010 kl. 19:03

19 identicon

Nú hentar þér að andmæla og leggja rýrð á störf Steingríms Ara. Enda bendir til fleiri og eldri undirliggjandi ástæðna fyrir ámynningu Álfheiðar. Álfheiður vill Steingrím burt rétt eins og þú sem sóttir um sama starf.

Veffari (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:56

20 identicon

Sjálfstaedisflokkurinn hefur valdid stórum skada.  Jakobína hefur rétt fyrir sér.  Mörg eru daemin um ad Sjálfstaedismenn ráda Sjálfstaedismenn í störf í opinbera geiranum.  Hannes Hólmsteinn Gissurarson var rádinn af Sjálfstaedismanni.  Sonur Davíds Oddssonar var rádinn af Sjálfstaedismanni. 

Nei....thad ad velja haefasta fólkid er ekki markmid thessa spillingarflokks...heldur koma sem flestum klíkumedlimum á ríkisspena.

Thetta er ekkert annad en vidbjódsleg spilling sem hefur dregid thjódina nidur í svadid og gert hana gjaldthrota.

Sjálfstaedisflokkurinn med gódri adstod Framsóknarflokks er búinn ad skapa SKRÍPATHJÓDFÉLAG sem er svo heimskulegt og óburdugt ad thad getur ekki stadid á eigin fótum.

HRUN (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 11:55

21 Smámynd: Landfari

Ég öfunda engann af að sitja uppi með skuldabyrði, gildir einu hvort það er frá LÍN eða öðrum. Það gefur hinsvegar augaleið að LÍN hlýtur að standa betur eftir ef hann lánar eingöngu út á lokna námsáfanga helur en ef hann lánaði hverjum sem hafa vildi út á nám sem viðkomandi ætlar stunda. Ég sá nú einhvers staðar tölur um afföll í  Háskólanum. Man ekki lengur hverjar þær voru en háar voru þær. Ég sem skattgreiðandi er ekki tilbúinn til að niðurgreiða lán til stúdenta sem ekki klára sitt nám.

En þér finnst semsagt að Álfheiður geti réttlætt þessa áminningu núna vegna þess að þér líkaði ekki að stúdentar sem ekki höfðu lokið námsáföngum fyrir einhverjum árum gátu ekki fengið lán hjá LÍN.

Þú fullyrðir að Steingrímur Ari hafi brotið af sér í starfi, og það alvarlega. Fyrir utan örfá flokksbundna VG liða hef ég engann séð halda þessu fram. Reyndar ekki heldur neina löglærða VG liða.

Hvernig færðu það út að hann taki "fram fyrir hendurnar á kjörnu fulltrúavaldi"  með því að leita til Ríkisendurskoðunar á hvernig framkvæma beri reglugerðina þannig að allt sé innan ramma laganna?

Þetta upphlaup ráðherra er henni til vansa og það veit hún núna. Hún hefði orðið fyrst manna til að krefjast afsagnar ráðherra við svona uppákomu ef það hefði ekki verið hún sjálf eða samflokksmaður hennar sem "lentu" í þessu klúðri.

Ef það er rétt hjá Veffara að þú hafir sótt um þessa stöðu og ekki fengið þá skýrir það margt í þínum skrifum. Að því gefnu og hve einarðlega þú reynir að verja þetta klúður gæti maður haldið að þið þekktust og hún sé að reyna að losa stöðuna fyrir þig.

Landfari, 9.4.2010 kl. 17:44

22 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Landfari

Þú talar að nokkurri þröngsýni. Allt nám er nám hvort sem fólk fær prófskýrteini eða ekki. Þeir sem ekki ljúka áfanga hafa skyldu til þess að endurgreiða lán sín rétt eins og aðrir. Þessar röksemdir þínar bera vott um lélegt raunsæismant 

Ég tel að Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hafi verið hæfasti umsækjandinn um viðkomandi starf og átti von á því að henni yrði veitt starfið. Hún er með doktorsgráðu í stjórnsýslu á heilbrigðissviði auk þess sem hún hefur mikla reynslu af heilbrigðiskerfinu en Steingrímur er hennar eftirbátur á þessum sviðum.

Greinilega var um klíkuráðningu að ræða og það voru mér mikil vonbrigði að hæfasti einstaklingurinn skyldi ekki vera valin til starfsins. Ég tek það þó skýrt fram að ég er einnig hæfari umsækjandi en Steingrímur Ari en það hefði þó ekki breytt því að í þessa tilteknu stöðu var Sigurbjörg hæfust. 

Mínir hagsmunir sem skattgreiðanda liggja í því að hæfasti einstaklingur sé valinn í hverja stöðu hjá hinu opinbera og það á við um þessa stöðu sem aðrar. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2010 kl. 18:12

23 Smámynd: Landfari

Það fer alls ekki alltaf saman að hæfasti einstaklingurinn sé sá með mestu menntunina.

Manni gæti skilist á þínum skrifum að hefðir þú verið í stöðu Steingríms væri þú byrjuð að greiða út samkvæmt reglugerðinni. Þú hefðir ekki athugað hvort hún hefði lagastoð heldur treyst ráðherra í blindni og væntalnega borgað samkvæmt innsendum reikningum.

Við erum að horfa upp á þetta sama í Glitni þar sem bankastjórinn fer í blindini eftir fyrirmælum eiganda, gagnrýnislaust. Hann er samt ábyrgur fyrir gjörðinni.

Sama gerist hjá Sjóvá. Forstjórinn skrifar athugasemdalaust undir ólesna samninga og treystir í blindin einhverjum öðrum.

Þú hefðir ekki leitað til þriðja aðila (ríkisendurskoðanda) heldur látið duga spyrja ráðherra um vafaatriði. Nú geri ég ráð fyrir að einhverjir lögfræðingar starfi innan ráuneytisins og hafi farið yfir þessa reglugerð. Það breytir því ekki að betur sjá augu en auga og mér þykir ekki ólíklegt að þær verði ófáar milljónirnar sem greiddar verða  samkvæmt reglugerðinni og því mikilvægt að þær eigi sér lagastoð svo ekki þurfi að krefja viðtakendur um endurgreiðslu.

Við skulum vona að þetta réttlætismál sé komið til að vera og því mikilvægt, eins og máltækið segir að vel skal vanda það sem lengi á að standa.

Nú þekki ég Steingrím Ara ekki neitt nema það sem maður hefur séð skrifað um hann hér á netinu. Það að hann sagði sig úr einkavæðingarnendinni og ef hann á heiðurinn af því að stúdentar hafi ekki getað sótt sér niðurgreidd lán í LíN án þess að sýna árangur í námi þá er hann greinilega ekki alslæmur. Ekki finnst mér það heldur verra að hann vill vanda til verka í þessu mikilvæga máli sem umræðan hér er sprottin af.

Mér finnst hann þó skulda þjóðinni skýringar á afsögn sinn úr einkavæðingarnefnd.

Það hljóta að vera aðrar ástæður en þetta bréf til ríkisendurskoðanda sem kalla á þessi viðbrögð ráðherra. Þú hefur nú skýrt það að nokkru að það eru fyrri störf hans sem þar liggja að baki og ljóst að ráðherran ætlaði að nota þetta bréf sem tilliástæðu til að reyna að losna við hann. 

Það var hinsvegar frumhlaup hjá ráðherra sem gefur mér tilefni til að ætla unnið hafi verið af meira kappi en forsjá og að það sama gæti hafa átt við samningu reglugerðarinnar. Hvort tveggja sjálfsagt yfirlesið af sömu lögfræðingum ráðuneytisins.

Það sést á skrifum þínum þó þú viljir ekki viðurkenna það að þér finnst þessi máltilbúnaður ráðherra ansi tæpur.  Þess vegna gerirðu minnst af því að halda umræðunni við þetta mál en eyðir í staðinn löngu máli í að tína til allskonar aðrar ávirðingar (að þínu mati) á Steingrím Ara og dregur að borðinu Gunnar Birgisson og reyndar Sjálfstæðisflokkinn eins og hann leggur sig. Ég hef hvergi séð að Gunnar Birgisson eigi nokkar aðkomu að þessu máli og ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur.

Þetta bréf sem áminningin varðar er skrifað meira en ári efti að Sjáfsæðisflokkurinn missti öll tök á stjórnarheimilinu og hann hefur bara ekkert með þetta mál að gera. Þessi tilraun til að dreifa umræðunni út um víðan völl segir mér bara hvað málstaðurinn er slæmur sem þú hefur tekið að þér að verja.

Það er grátlegt að þú með alla þína menntun skulir helst finna réttlætingu fyrur gjörðum ráðherra  í því að aðrir ráðherrar úr öðrum flokki (sjálfstæðiflokknum) hafi nú verið miklu verri.

Landfari, 9.4.2010 kl. 19:34

24 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Málstaðurinn er ágætur og einfaldur

Hið pólitíska vald ber ábyrgð á reglugerðum og til hins pólitíska valds (í þessu tilviki heilbrigðisráðherra) ber embættismanninum að leita telji hann reglugerðinni ábótavant. 

Atferli Steingríms Ara verður ekki skilgreint öðruvísi en skortur á hollustu við yfirboðara. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2010 kl. 23:59

25 identicon

"Atferli Steingríms Ara verður ekki skilgreint öðruvísi en skortur á hollustu við yfirboðara."

Með þessu orðagjálfri ertu sjálfkrafa að skerða stjórnarskrárbundinn rétt fólks.
Þú getur ekki komið í veg fyrir að fólk tali saman eða leiti sér ráða.

Veffari (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 12:45

26 Smámynd: Landfari

Það er Setingrímur Ari sem ber ábyrgð á því hvernig reglugerðin er framkvæmd en ekki ráherra. Hann hefur því ekki bara heimild heldur ber að leita til ríkisendurskoðanda eða annara sérfræðinga ríkisins í fjármálum ef eitthvað er óljóst að hans mati.

Það er ekki hægt að skilja orð þín Jakobína öðruvísi en svo að þú teljir að Þór í Sjóvá og Lárus í Glitni hafi farið rétt að í sínum störfum með því að sýna fulla hollustu við sína yfirboðara.

Það ætla ég að vona að þú og þínir líkar verði aldrei ráðnir í svona stöður því þrátt fyrir alla þína menntun verður ekki annað séð en þú sért vanhæf til að gegna svona ábyrgðarmiklu embætti.

Landfari, 10.4.2010 kl. 15:24

27 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Landfari þú er farin að minna mig á gamla dömubindaauglýsingu.

Ég kannast ekki við að Þór eða Lárus hafi verið ákærðir fyrir hollustu við yfirboðara.

Þór og Lárus kusu að starfa áfram fyrir yfirboðara sína og sýna þeim hollustu. Þeir höfðu aðra valkosti og þurfa að taka afleiðingum af því hvar þeir völdu að staðsetja hollustu sína.

Steingrímur Ari hefur líka valkosti. Ef hann treystir sér ekki að vinna af hollustu við yfirboðara sína getur hann sagt starfi sínu lausu og ber í raun skylda til þess. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2010 kl. 19:57

28 Smámynd: Landfari

Steingrímur Ari hefur ekki heimild, frekar en aðrir, til að fara á svig við landslög til að geta sýnt yfirboðum sínum hollustu.

Ef að yfirmaður í opinberri stórnsýslu fer framá það við sína undirmenn að þeir  sveigi lögin til að geta þóknst þeim ber yfirmönnunum að segja af sér.

Ég er ekki þess kyns að ég taki dömubindaauglýsingar til mín og og leifi þér að eiga þá draumóra í friði.

Nú hefur ráðherra viðurkennt að hún var á villigötum og búin að gera þig og þína líka að fíflum fyrir að hafa fylgt henni í blindini. Sýnir vel hve vanhæf þú hefðir verið í djobbið.

Vonandi lærir þú eitthvað af þessu upphlaupi svo það leiði þó eithvað gott af sér.

Landfari, 15.4.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband