Dómsvaldið með forganginn á hreinu

Skaðræðiskvendi mun taka upp pláss í einu af fangelsum landsins í þrjá mánuði fyrir að stela öldós.
Sérlega skilvirk forgangsröðun eða hvað?

mbl.is Í fangelsi fyrir að stela öldós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Þjófnaður er alltaf slæmur nema að þú arðrænir heila þjóð þá er þér borgið eins og sést hvernig er farið er með útrásarvíkingana klapp á bakið ekki gera þetta aftur og hérna eru fyrirtækin ykkar gjörið þið svo vel.

Jón Sveinsson, 7.4.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Njáll Harðarson

Dreptu einn þá ertu morðingi, dreptu tvo eða fleyri þá ertu raðmorðingi, dreptu þúsundir, þá ertu þjóðhetja. Svipað má segja um stuldi, því miður er þetta mannskepnulegt vandamál og styðst við takmarkaða yfirsýn, best að hafa það sem einfaldast, þá skylur maður málið betur og fyrr.

Hinsvegar má segja að þegar um sjálftöku er að ræða, þá á maður ekki að gera sjálfan sig að þjóf fyrir minna en hundruði milljóna svo hægt sé að komast í nægjanlega góða samningsaðstöðu og verða þannig ómissandi við skoðun málssins, að maður tali nú ekki um það undur að fá að taka upp þráðinn meðan á rannsókn stendur. Alveg dásamlegt þjóðfélag.

Stelum stelum, stelum ofar öllu.....

Njáll Harðarson, 7.4.2010 kl. 17:59

3 identicon

Tímabær hugleiðing Jakobína.   Um að gera að ræða þessi má opið og koma með sjónarhorns hins almenna borgara.

Rétt tel ég að halda eftirfarandi til haga, en ég hef áður fjallað um þetta. En góð vísa er ekki of oft kveðin.

Fyrirtækið Hagar hf., sem er í eigu margumrædds Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jónssonar matvörukaupmanns og annarra Baugs-manna, hefur þá stefnu að kæra til lögreglu allan þjófnað úr verslunum sínum.  Þetta er reyndar yfirlýst stefna margra kaupmanna og er tilkynnt við inngang margra verzlana.

Í sérstöku tilfelli sem ég þekki til lögðu Hagar hf. fram kæru á barn; óvita sem tók kókdós í verslun þeirra Hagkaupum.  Kærunni fylgdi sérstök beiðni um refsingu barnsins.  Endurtekinni ósk foreldra barnsins, þar sem reynt var að fá kæruna fellda niður í ljósi óvitaháttarins, var hafnað á vélrænan og ískaldan hátt af verzlunarmönnunum Haga.

Málið var nokkru síðar fellt niður af lögregluyfirvöldum.

Hvað segir þetta okkur ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 18:51

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Samkvæmt sakavottorði ákærðu gekkst hún undir sátt þann 22. maí 2001 fyrir þjófnað og var gert að greiða 20.000 krónur í sekt til ríkissjóðs. Þann 3. mars 2006 var ákærða sakfelld fyrir þjófnað en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þann 20. september 2006 var ákærða aftur sakfelld fyrir þjófnað og dæmd í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þann 24. júlí 2009 gekkst ákærða undir sátt fyrir ölvunarakstur og þann 17. september 2009 var ákærða dæmd í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað. Ákærða rauf skilorð dómsins frá 17. september 2009 með broti því sem hún hefur verið sakfelld fyrir nú. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga verður skilorð þess dóms nú dæmt upp. Ákærða hefur verið sakfelld fimm sinnum fyrir þjófnaðarbrot frá árinu 2001 en fyrri brot hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar nú".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.4.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband