Hugmyndafræði ný-frjálshyggjunar sökudólgurinn

Hannes Hólmsteinn Gissurarson opinberaði visku sína þegar hann greindi hverjir væri fylgismenn sjálfstæðisflokksins. Fylgismenn eru fólk sem treystir stjórnvisku sjálfstæðismanna, hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og kemur sér fyrir við grillið.

Lítið hefur farið fyrir því að reynt sé að greina hvað það er í hugmyndafræði sjálfstæðisflokksins sem setti þjóðarbúið á hausinn. Sjálfstæðismenn þustu fram í kjölfar hrunisins og sögðu að kapítalisminn væri ekki vondur heldur hafi vondir kapítalistar setið við stjórnvölinn. Síðan hefur leitin af vondum kapítalistum staðið yfir en skoðun á raunverulegri stefnu sjálfstæðisflokksins og fyrri ríkisstjórna vanrækt. Þessi tilhneiging hefur reynst hindrun í lærdómi sem hefði þurft að eiga sér stað í kjölfar hrunsins.

Sjálfstæðismenn kölluðu valdatíð sína góðæri og notuðu orðræðu sem breidd var yfir mismunun, glæpastarfsemi og vanhæfni. Athyglinni var beint frá ömurlegum kjörum stórs hluta þjóðarinnar með því að tala í villandi frösum. Meðalaun, meðaltals sparifjáreign, landframleiðsla og jöfnuður eru orð sem gjarnan eru notuð til þess að skapa ásýnd um almennt góðæri sem í raun var bóluhagkerfi sem innihélt svigrúm fyrir siðblinda til þess að arðræna launþega og ungt fólk.

Því miður hefur stefna sjálfstæðisflokks sem miðar að því að skapa mismunun og óréttlæti tekið sér bólfestu sem réttmætt markmið meðal annarra flokka. Grundvöllur kapítalismans er enn við líði og ráðherrar einblína á einstaklinga en forðast að gagnrýna hugarfar sem hefur tekið sér bólfestu í þeirra eigin röðum. 


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hm.. Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið að skara eld að eigin köku og láta svo smámolana hrjóta af borðum gnægtanna til þurfalinga. Svipað og stefna Republikana í BNA   Í því ljósi ber að skoða skattastefnu þeirra og rekstur ríkisins. Ríkið í þeirra augum eru þeir og vinir þeirra.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 15:15

2 identicon

Ég hef verið að brjóta heilann um það lengi, afhverju íslendingar séu svona siðblindir.  Þá er ég ekki bara að hugsa um þá sem stjórna "skútunni".  Heldur líka þá sem keyrðu hana í kaf . .....  Síðan líður tíminn og allir virðast ánægðir með sitt, nema þeir sem hafa tapað húsnæðinu, atvinnunni og fjölskyldunni.  Svo maður minnist nú ekki á öll sjálfsvígin sem eru þessu samfara.  Þá kem ég aftur að þessarri spurningu minni , afhverju eru íslendingar  svona siðblindir?  Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur nú setið lengst við völd, hefur 40% fylgi tæpum 2 árum eftir hrunið. Verðum við ekki að stimpla þá sem taka þátt í skoðanakönnuninni  eins siðblinda og þá sem kosið er um?  Jú ég dreg þá ályktun. Síðan eru það sjálfir þeir sem sigla skútunni þessa undanfarna mánuði,  og einhver hafði óljósa von um að sú hlið stjórnmálanna væri að vinna fyrir"litla manninn".  Nei, ónei ekki aldeilis hafi einhvern tíma fundist úlfur í sauðagæru,  þá er það samfylkingin og Vinstri Grænir ( sem ég gjarna kalla VilliGeltina:) Hvað er hægt að gera fyrir litla þjóð sem lætur 20-30 aðila éta allt innan úr sér?  Ekki get ég svarað því, en margur íslendingurinn liggur lágt erlendis þessa stundina og verður vístað gera það framvegis.

J.þ.A (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 17:42

3 identicon

Ég fæ á tilfinninguna að þú ættir að bera saman Hannes Hólmstein og Suslov helsta hugmyndafræðing kommanna. Þegar þú hefur lokið þeirri rannsókn mundu fá upp áþekka menn sem nutu sérgáfa sinna til hins ítrasta í kerfi sem þeir þjónuðu og hlutu góða umbun að launum. Suslov endaði á öskuhaugum tímans; Það munið þið Hannes gera líka.
Ísland er einfaldlega of rotið og smátt að það á ekki skilið að vera sjáfstætt.

Veffari (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:38

4 identicon

Thetta eru bara sidblindir leppalúdar sem notfaera sér stödu sína til thess ad graeda á henni.  Stödu thá sem heimskir íslendingar veittu theim. 

Drambó (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband