Sama hugsunin og í aðdraganda bankahrunsins

Það má ekki vekja athygli á hættu því að getur skaðað ímyndina.

Skítt með þá sem verða fyrir barðinu á fjárhagslegum eða jarðfræðilegum hamförum.

Áhætta er hugtak sem stjórnmálamenn ættu að fara að læra og það er grundvallarskylda að undirbúa almenning og styrkja varnir gagnvart hættu jafnvel þó hún sé ekki afgerandi mikil.

Ég hef aldrei heyrt neinn jarðeðlisfræðing fullyrða að Katla eigi ekki aftur eftir að gjósa og ég held að það sé hollt að stúdera þá sviðsmynd og fræða almenning um hugsanlegar afleiðingar. screen-shot-2010-04-20-at-12739-pm.png

Ég held að óvissa og úrtölur, leynimakk og annað makk sem mun skaðlegra andlegri heilsu almennings og ímynd landsins en heilbrigð og opin umræða.

Skynsamlegast hlýtur að vera að benda á staðreyndir eldgosa á Íslandi í sögulegu samhengi, t.d. að enginn hafi látist af völdum eldgoss á síðustu öld jafnvel þó þau væru algeng og jafnvel nærri mannabyggðum. 

 

Mynd: Ómar Ragnarsson


mbl.is Óþarft að skapa óróa og hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kollegi minn sem vann eitt sinn hjá hinu opinbera og þurfti oft að ræða við menn í umvöndunartón  sagði að það væri verst að breyta viðhorfi fólks.

Átt þú virkilega von á því að hér verði einhver viðsnúningur hér ?

Ég tel að það verði ekki í minni tíð. Ég vaknaði í morgun og það eru enn tvær blokkir sem eiga fjölmiðla hér og enga iðrun eða eftirgjöf  að sjá á þeim bæjum - þvert á móti.  Séra Svavar er með ágætis hugleiðingu um blindu hinna íslensku fjölmiðla hér.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Í gamla daga, þá fengu hollir Gestapó liðar vinnu hjá nýrri stofnun hjá hinu nýja Alþýðulýðveldi, og yfirvöld sáu engan mun.

Vald kýs vald.

Og þegar Ólafur kaus að taka málstað þjóðarinnar í ICEsave deilunni, þá kusu fjölmiðlar auðmanna að hata hann.

Hann ógnaði völdum húsbónda þeirra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband