Stóriðjan á Íslandi skekkir dæmið

Stór hluti landsframleiðslunnar er vegna framleiðslu sem skilar litlu í þjóðarbúið

Stóriðjan á Íslandi flytur inn gríðarlegt magn af hráefni og sniðgengur skatt á Íslandi með því að móðurfélögin erlendis færi skuldir á félögin á Íslandi. Tekjur eru færðar á frá íslensku dótturfélagi til erlends móðurfélags í formi vaxtagreiðslna.

Þannig tekst stóriðjuinni að koma í veg fyrir að arður sé skilin eftir í íslensku þjóðarbúi.

Stóriðjan hefur einnig valdið þjóðarbúinu og gjaldmiðlinum stórfelldum skaða með því að braska með gjaldeyri. 


mbl.is Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru þá mjög alvarleg lögbrot Jakobína. Stöðutaka krónu, falinn hagnaður með bókhalds-snúningum, fjármunir fluttir á erlenda reikninga.  Eitthvað hljómar þetta nú allt kunnuglega. Spurning hvort einhverjir snilldar "vafningar" séu í pakkanum.  Það skyldi nú ekki vera ?

Er ekki skjótra, markvissra aðgerða að vænta hjá skattyfirvöldum þegar þetta blasir svona við leikmönnum ?  Varla fara þeir að mismuna fólki eftir stöðu eða þjóðerni; hvað þá rekstrarformi ? Svoleiðis h l ý t u r að vera að baki. Hvað segir Ríkisskattstjóri um þetta ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 13:32

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það góða við að breyta arði í vexti er að það heldur neyslumætti neytenda almennt niðri í evrum talið.

 Mig grunar líka að lán milli ríkja beri vexti. Þessir vextir eru ekkert annað en arður af heildar innri framleiðslu. M.ö.o. afsláttur af öllum útflutningi á heildina litið.  Afsláttur af lífskjörum almennings sem reiðir sig að mestu leyti á einhæfan, einfaldan útflutningi með magnafslætti. 

Atvinnleysi á að vera komið niður í 3,4% 2014, hvað eru margir farnir þá af landinu?

Júlíus Björnsson, 22.4.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðir sig á að atvinnuleysi á Íslandi verði leyst með fólksflótta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.4.2010 kl. 14:18

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Finnska fyrirmyndin var sú meðan uppgangur var í nágrenninu að Menntaði geirinn fór úr landi.

Það sem snéri Íslendingum heim í gamladaga, var sér staðan hér heima ein þjóð ein menning og svoleiðis. Einnig var mengun talsvert meiri í EU þá.

Nú nenni ég fara til EU því munurinn er nánast enginn hvað varða lágkúruna. Alls ekki að EU breytist í Ísland.

Ég ef væri yngri myndi vera löngu farinn. Kanada og sum Ríki USA höfða mest til mín.

Einn góður sem fer getur skapað tvö ný störf. Breyting á grunnmenntu hefur skilað því að allt að 4 eru að skila því sem ein gerði fyrir 1972. [Tölvur og vélar ekki taldar með].

Skera tekjur niður um 40% í öllum deildum skilja fjármáldeildina eftir [dýrasti launakostnaðurinn?]: erum við við þá að tala um 50-60% NIÐURSKURÐ Á HINUM DEILDUM. 10-20% í grunn rekstrageiranum verður ekki skorinn niður.

Eina lausnin til að þjóðartekjur á haus fari ekki langt undir Grikki er fólksfækkun.

Ég geri ráð fyrir að AGS út frá forsendum og forgangsröðun stjórna  Íslands, reikni með fólksfækkun. Annað er ekki hægt.

Júlíus Björnsson, 22.4.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband