Firring í fjölmiðlun

Hvers vegna spyrja fjölmiðlar ekki Steingrím Joð um áhrif veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur engar áhyggjur af atvinnuleysi á Íslandi og þeirri depurð sem atvinnuleysi kallar yfir þá sem gerðir eru útlægir af atvinnumarkaði.

Nokkrar handtökur hafa fyrst og fremst þann tilgang að friðþægja almenning á meðan landið er rænt. 

Ríkisstjórnin miðar að því að auka landsframleiðslu en ekki á þann hátt að það hafi áhrif til hins betra á atvinnusköpun.

 Aðgerðir ríkisstjórnar og útrásarvíkinga sem fara með völdin í fjármálalífinu miða að því að koma auðlindum á hendur fárra einkaaðila og tryggja þeim gróða af auðlindunum. 


mbl.is Gerir athugasemd við fréttaflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er nú varla við fjölmiðla að sakast hversu hörmulega illa Ríkisstjórnin hefur staðið sig í flestu. Ertu ekki að rugla saman tveim ólíkum hlutum Jakobína? Alla vega vona ég að aðgerðir sérstaka saksóknara séu alls óháðar vilja eða vitund ríkisstjórnarinnar. Og ég hef ekki þá trú að verið sé að friðþægja almenning.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.5.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Jóhannes Laxdal. Ég hef fulla trú á heiðarlegum vinnubrögð sérstaks saksóknara. Ég hef hinsvegar ekki trú á vinnubrögðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnar sem er að gera lítið til þess að verja auðlindirnar fyrir fjárglæframönnum.

Íslandsbanki hefur opnað útibú í USA sem sér um að selja íslenskar auðlindir. Birna Einars sem valin var til starfa af núverandi ríkisstjórn leiðir þessa vinnu. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.5.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það ber að hafa áhyggjur af þeim málflutningi sem nú heyrist víða að eðlilegt og sjálfsagt sé að erlendir fjárfestar fái að koma að uppbyggingu orkuvera. Þetta er nýtt fyrir okkur og afleiðingarnar gætu orðið afdrifaríkar. En trúirðu virkilega að þetta sé samsæri AGS að kenna? Varla er vandi Orkuveitunnar eða Landsvirkjunar AGS eða að kenna? Hinsvegar gætu erlendir kröfuhafar vel eignast OR og af því ættu allir að hafa áhyggjur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.5.2010 kl. 15:30

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég minnist ekki á samsæri. Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er skaðleg almenningi.

Ég hef sjálf tekið viðtal við landstjóra alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Stefna hans er mjög einstrengingsleg og leiðir til þess að auðlindir verða seldar, gefnar og ekki nýttar í þágu þjóðarinnar. Þegar ég reyndi að koma þessu að í fjölmiðlum í haust var ég fryst úti. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.5.2010 kl. 15:38

5 identicon

"Nokkrar handtökur hafa fyrst og fremst þann tilgang að friðþægja almenning á meðan landið er rænt. "

Ertu ekki í doktorsnámi? 

Ahmed D. Tonka (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ahmed

Tilgang fyrir hvern. Ég er að vísa til AGS sem lítur á réttlæti sem aukaatriði í stefnu sinni. AGS leggur hins vegar nokkuð mikið upp úr friðþægðum almenningi. Það veitir þeim svigrúm til þess að tryggja hagsmuni nýlenduveldanna. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.5.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband