Betri glæpir á fínum gangstéttum?

Árni Sigfússon hefur af órtrúlegri staðfestu keyrt bæjarfélagið Reykjanesbæ í þrot. Gríðarleg félagsleg vandamál sem speglast í hárri glæpatíðni hafa grafið um sig í bæjarfélaginu. Bærinn er skuldugur og eignarlaus en Árni Sigfússon ætlar að ná endurkjöri með því að flagga því hvað það eru fínar gangstéttir í Keflavík.

Árni hefur hyglt að verktökum með byggingu mannvirkja sem á engan hátt þjóna því að draga úr félagslegum vandamálum bæjarfélagsins eða auka á öryggi íbúanna. Árni virðist telja það til bóta ef glæpir eru framdir á fínum gangstéttum

Sala auðlinda á Suðurnesjum endurspegla bæði vanhæfni stjórnenda í Reykjanesbæ, vanhæfni stjórnenda Orkuveitu Suðurnesja og vanhæfni hinnar svokölluðu vinstri stjórnar. Ríkisstjórnin sefur á verði um hagsmuni framtíðarsamfélagsins. Þessi Ríkisstjórn hyglar að úrrásarvíkingum og alþjóðafyrirtækjum sem eru í eigu manna sem auðgast hafa á vafasömum viðskiptum. Landið er að falla í eigu fjárglæfarmanna sem munu svífast einskis gagnvart almenningi eins og reynslan hefur sýnt. 


mbl.is Magma eignast 98,53% í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Er ritgerðin búin???

Allavega er mikil þörf fyrir þína hárbeittu pistla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hún er á lokasprettinum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2010 kl. 21:24

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Gangi þér vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.5.2010 kl. 10:38

5 Smámynd: Dingli

Árni hefur hyglt verktökum, glutrað frá Reyknesingum og allri þjóðinni Gullkálfinum, komið Reykjanesbæ í þrot, og skapað þar samfélag þar sem glæpatíðni er slík að ekki hefur áður þekkts á Íslandi, segir þú. Má ekki bæta við undarlegum viðskiptum með eigur varnarliðsins, ótrúlegri þjónkun við Norðurál, þar sem allar óskir þess um hvað sem er verður um leið að vilja Bæjarstjórans. Af þessu öllu leggur sterka lykt af "dauðum forsetum." Nokkuð viss er ég og um það, að aðrir sem betur þekkja til, geta bætt ýmsu við.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Þór nokkur sem fékk fimm millur á mán. fyrir ósjálfráða skrift hjá Sjóvá, bróðir Árna. Forsetalyktin gæti því verið í ættinni.  

Ræfildómur ríkisstjórnarinnar í þessu HS máli, er undarlegur, og sú afsökun sem borin er á borð fyrir oss, er ekki boðleg.

Dingli, 18.5.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband