Stjórnmálamenn þurfa að íhuga ábyrgð sína

Gríðarleg slys eru að gerast í samtímanum og þau eru á ábyrgð Steingríms J og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þessi maður í fréttinni harmar sölu til útlendinga en hann á þátt í því að svona hefur farið.

Ábyrgð Jóhönnu og Steingríms er þó öllu meiri því þau geta ekki borið því við að þau hafi ekki fengið aðvaranir.

Hárbeitt skrif hafa verið viðvarandi allt síðastliðið ár vegna þess sem í stefnir á Íslandi. 

Þjóðin er á góðri leið með að verða að leiguliðum í eigin landi. Þetta hefur gerst á vakt sjálfstæðisflokks og samfylkinar og nú á vakt samfylkingar og vinstri grænna.


mbl.is Harmar sölu til útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er ekkert sem þú getur gert við þessu sama hversu margar dr. gráður þú færð. Þú veist þetta og að það er klíkan sem ræður. Ekki við.

Eyjólfur Jónsson, 17.5.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið sammála þér Jakobína.

Núna þurfa allir góðir Íslendingar að sameinast gegn landsölunni.  Hún má aldrei ganga eftir.

Og látum ekki úrtöluraddir telja okkur í trú um að þessir ræningjavinir séu guðir og þeirra sé almættið.  

Þetta eru allt saman bara litlir kallar.

Sem hafa framkvæmt sinn síðasta glæp.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 17.5.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband