Merkilegt framtak

það er búið að vera í umræðunni í tæp tvö ár að rétta þurfi við ríkishalla með skattahækkunum og sparnaði. Þetta veit Sjálfstæðisflokkurinn og hann veit líka að þetta er honum að kenna.

Merkilegt að væla núna yfir niðurskurði hjá ríkinu sem þó hefur verið fyrirséð. 70% útgjalda ríkissins er í launakostnaði. Mikið af þeim kostnaði sem ekki er launakostnaður er þess eðlis að ekki er hægt að skera hann niður. Það er því ljóst að ekki verður ráðist á vandann nema að öll kerfi hins opinbera komi til skoðunar og þá einkum launakostnaður. 

Þetta skapar hinsvegar vanda hjá borginni sem hefur skyldur við borgarbúa. Hætt er við að erfitt reynist fyrir Hönnu Birnu að byggja golfvöll og það er hrein veruleikafirring að láta sér detta í hug að ekki verði að hækka útsvar. 

Nú þegar er búið að hækka fasteignagjöld hjá borginni með hækkun fasteignamats sem liggur til grunns útreiknings fasteignagjalda. Sjálfstæðisflokkurinn mun líka ráðast á neytendur með hækkun þjónustu gjalda og lélegri þjónustu ef tekið er mið af reynslunni. 


mbl.is Borgin vill skýringar á yfirlýsingu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband