Þarf leyfi ASÍ til að gagnrýna stjórnvöld

Kannski hef ég verið að gagnrýna ríkisstjórnina í leyfisleysi.

Sennilega skilur Steingrímur Joð ekki hugtakið atvinnusköpun. 

Mannvirkiá borð við þær sem Steingrímur nefnir að sé í bígerð að byggja er ekki atvinnusköpun nema þá í mjög knöppum skilningi þess orðs. Óheyrilegar dýrar skammtímalausnir.

Stuðningur við framleiðslu af ýmsu tagi, sprotafyrirtæki, þekkingarfyrirtæki, hugmyndum um nýtingu orku o.s.frv. það er atvinnusköpun til framtíðar. 

Ætlar Steingrímur að fjármagna steypuframkvæmdirnar með erlendum lánum?

Steingrímur segir orðrétt:

„Talandi um ríkisstjórnina bendi ég á eitt sem enginn getur frá okkur tekið en það er að hún er að fá mjög jákvæðar umsagnir frá erlendum aðilum um það hvernig við höfum tekist hér á við skulda- og ríkisfjármálavandann. 

Þá má nefna umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tengslum við aðra endurskoðun hans og fleiri aðila sem telja að Ísland sé komið vel á veg og hafi tekist betur en mörgum öðrum löndum að fást við kreppuna."

Hvers vegna ætti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki að vera ánægður. Steingrímur og Jóhanna eru að gera landið efnahagslega óbyggilegt með skuldsetningu ríkissjóðs til þess að uppfylla ósk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að bjarga erlendum fjárfestum.

 


mbl.is Gefa veiðileyfi á stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er orðið bannað að hrakyrða vorn guðlega leiðtoga Jóhrannar.... fór það framhjá þér eins og lagasetningin um flokkskírteinin og svartstakkana a la USSR sem fór í gegn meðan allir fylgdust með eldgosi og öskufalli?

Óskar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband