Völdin hripa undan sjálfstæðisflokknum

Sjálfstæðisflokkurinn, vopn útrásarvíkinga, bankamanna, kvótafursta og einokunarkaupmanna er farið að missa bitið. Vígi flokksins á Alþingi, í borginni og á Akureyri er hrunið.

Samt er Hannes Hólmsteinn búin að gefa í skyn að sjálfstæðisflokkurinn vinni fyrir þá sem múta frambjóðendum hans. 


mbl.is „Tóku fjölmiðla með áhlaupi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú hann hefur ekki komið vel út uppá síðkastið - en þetta getur verið fljótt að breytast.

Mín hyggja er hann verði  etv. orðinn stærstur aftur eftir 2-3 ár.  Einfaldlega vegna þess að undirliggjandi apparat er svo sterkt.  Þetta er svo mikil maskína með sína menn og sína anga út um allt helv. þjóðfélagið.  Þetta apparat er búið að stjórna þessu skeri frá lýðveldisstofnun að mestu leiti.

Það að núna séu sjallar óvenjuvíða úti, þ.e. ekki í stjórn í stærstu sveitarfélögum og Ríki - það á í raunini eftir að hjálpa þeim í styrkingunni.  Nú geta þeir djöflast á öllum og massin íslendingar eru þannig að sífeldur áróður virkar.  Það hefur marg sannað sig.

Hérna kemur inní, að óvenju erfiðar aðstæður eru á landinu.  Það verður alltaf erfitt að stýra málum á næstu árum og ákvarðanir vera alltaf að einhverju leiti óvinsælar.  Það er bara eitthvað sem er alveg fyrirséð.

Í rauninni minnir sumt núna á árin þarna fyrr og um 1978- 1980 og aðeins rúmlega..  Þá voru erfiðir tímar.  Þó líkega ekki eins og núna - eða alltöðruvísi erfiðir.

Þá lentu vinstrimenn í stjórnum víða við afar erfiðar aðstæður.   Það einfaldlega nýtti sjallaflokkur sér.

Jaá, nei eg skal segja þér það, að það eina sem gæti bjargað íslandi eða komið því á skynsemisbraut, væri að gerast aðili að ESB.  Ef það gerist ekki, þá er verið að horfa fram á áframhaldandi þruglumbull hérna með guð veit hvaða afleiðingum.  Jafnvel þeim afleiðingum að ísland missi sjálfstæði sitt og verði keyptir upp td. af Kínverjum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 18:54

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar Bjarki. Þú mátt ekki gera lítið úr þeim gífurlega mætti sem sterkur persónuleiki sem vinnur eftir sinni sannfæringu og gefur aldrei eftir sína trú og sín prinsipp í lífinu?

Það er nefnilega sterkasta aflið ef það er byggt á réttlæti! Því geta ekki nokkrir einustu flokkar breitt!

Minnumst Nelson Mandela? Hann var ekki hátt skrifaður í byrjun? En hann var sannur! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.6.2010 kl. 20:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að Kínverjar hafi verið of seinir. AGS er búinn að helga sér Ísland og sleppir ekki þeim tökum baráttulaust. Það nægir þeim að senda Jóhönnu eða Steingrími ímeil og málin eru afgreidd í snatri.

Árni Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Sæl, ég þarf eiginlega að geyma þennan pistil svo ég muni afhverju ég kýs D eins og og flestir sem vilja framfarir og framtak.  Það er út af þessari heift og sjúklegri og heilagri vandlætingu eftiráspekinga og öfundarfólks. :)

Sammála Ómari með hans greininingu á ástandinu.  Fólk er að vakna upp við þá hryllilegu staðreynd að við erum komnir með bullandi vinstristjórn yfir okkur sem á eftir að letja allt og skattpína.   Eina jákvæða við það er við getum bitið á jaxlinn og beðið eftir hægri sveiflunni sem kemur 120% þegar fólk kallar á framfarirnar og frelsið á ný.   Það þarf bara að hafa agaðara umhverfi og læra af reynslunni... og já  ALDREI VINSTRI ...slagorðin munu hljóma á ný, sterkar en nokkru sinni.  Eigum við að segja haustið 2011, síðasta lagi vorið 2012.

Helgi Már Bjarnason, 11.6.2010 kl. 00:53

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sé ekki hvernig þú getur lesið heift eða sjúklega og heilaga vandlætingu út úr þessum texta.

Ekki sé að forysta sjálfstæðisflokksins sem er með allt niður um sig neitt sérlega öfundsverð. Hvernig getur þú ætlað fólki að öfunda þjófa af þýfi sínu.

Satt að segja þá hef ég samúð með fólki sem ekki hefur dómgreind til þess að hugsa út fyrir hægri eða vinstri. Þessi vinstri stjórn mun aldrei komast í námunda við að vinna álíka skaða og sjáfstæðisflokkurinn þótt ekki geti ég talist sérlegur aðdáandi hennar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.6.2010 kl. 03:33

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ekki veit ég, hvers konar jarðtengingu þú hefur, en hún er alla vega ekki góð. Ég get ekki betur séð og heyrt (RUV !), að núverandi stjórn eigi í miklu basli. Jón Gnarr hefur boðið Hönnu Birnu að setjast í stól forseta borgarstjórnar. Getur verið, að þú þurfir bæði ný gleraugu og heyrnartæki ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG .

Kristján P. Gudmundsson, 11.6.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband