Vill Gylfi að bankarnir séu styrktir með framlagi skuldara?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill beita því snilldarbragði að láta skuldara reisa við bankanna með ólögmætum vöxtum.

Þegar það bregst verður Gylfi áhyggjufullur.

Ég velti því fyrir mér hvað Gylfi er að hugsa.

Er betra á láta fáum blæða alvarlega en að dreifa byrðinni. 

Nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja verðið keyrð í gjaldþrot og fjölskyldur bornar út af heimilum sínum vegna myntkörfulána.

Menn hafa tekið líf sitt í kjölfarið.

Gríðarleg mannréttindabrot hafa verið framin vegna þessara gengistryggðu lána.

Það er deginum ljósara að bankarnir vissu að gengistryggðu lánin voru ólögleg

Lagaákvæðið er mjög skýrt og bankarnir höfðu hundruð lögfræðinga á sínum snærum

Og hvað....

Gylfi hefur áhyggjur af því hvernig bönkunum líður

Er Gylfi ráðherra bankanna eða ráðherra fólksins


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa... Spáið í því að maðurinn spáir fyrst af öllu í að henda hundruðum milljarða í bankana (eins og forverar hans gerðu þegar svo eftirminnilega) en ekki í því að draga úr vanda þeirra sem eftir eru með verðtryggðu lánin, til dæmis með þessum sömu peningum.

Nú eru bankarnir búnir að fá næga fjármuni GEFINS í sinn vasa. Nú eru alþingismenn búnir að væla nóg yfir batnandi kjörum almennings á kostnað bankanna sem orökuðu þetta hrun (með hjálp þessa sama alþingis). Nú er kominn tími til að hætta þessu rugli.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er farin að verða meira vör við hneikslun fólks á stjórnmálamönnum. Þ.e. fólks sem hefur verið að leiða stjórnmálaástandið hjá sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2010 kl. 15:42

3 Smámynd: Frekna

og hvað ætlum við að gera í því???

Frekna, 24.6.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil láta refsa mönnum fyrir afskrifa ekki verðbólguleiðréttingarvexti hér. Ég við lækka 120%  raunvaxtakröfum á 30 árum í 3,2% jafnveðbólgu á 1 veðréttar heimilislánum niður í 20% til 30% eins og allstaðar annarstaðar. Nanna langtíma Negam lánastarfsemi.

Ég vil í framhaldi endurreisa hér upp Íslenska fullvinnslu framleiðslu geira og skilgreina samkeppni við minnst 100 fjárhagslega sjálfstæða keppendur.

Herða námskröfur og byggja samkeppi allra jafnhæfra á gæðum og þjónustu frekar en vanhæfi og svindli og lágkúru.

Einn afætu vaxtaskattageiri er áberandi ljón í vegi endurreisnar velferðakerfis og hann þarf að skera ríflega niður.   

Júlíus Björnsson, 25.6.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband