Pissar í skóinn sinn

Sú ómynd sem er á skattkerfinu í dag er að mestu sköpunarverk sjálfstæðisflokksins.

Er Bjarni Benediktsson búin að gleyma að sjálfstæðisflokkurinn gaf glæpamönnum bankanna?

Er Bjarni Benediktsson búin að gleyma að 50 ríkisfyrirtæki sem byggð höfðu verið upp með almannafé voru seld innmúruðum fyrir hraksmán?

Hver keypti Granda...eða SR mjöl...og fleiri fyrirtæki...hvers vegna eru samningarnir að þessu ekki opinberir...?

Í valdatíð sjálfstæðisflokks var virðisaukaskattur lækkaður á matvælum en sú aðgerð hafnaði í vasa kaupmanna.

Ýmsar leikfléttur voru hafðar uppi við að auka skatttekjur ríkissjóðs t.d. hækkun fasteignamats sem dró úr vaxtabótum og barnabótum. 

Tekjuskattur er eingöngu lagður á fyrirtæki sem bera hagnað og þola að taka þátt í samneyslunni með því að greiða skatta. Þennan skatt keyrðu sjálfstæðismenn niður.

Ekki nóg með það heldur létu þeir það átölulaust að gríðarlegum fjárhæðum var stungið undan og málamyndagjörningar viðhafðir til þess að tryggja að fyrirtækin tækju ekki þátt í að fjármagna samneysluna í landinu sem þau eigi að síður nýta hvað mest. 

Sjálfstæðisflokkurinn kom af stað vítahring sem setti þjóðarbúið á hausinn. Forsætisráðherrarnir sem stjórnuðu þessari ómynd eru:

Davíð Oddsson

Halldór Ásgrímsson 

og Geir Haarde.


mbl.is Falleinkunn fyrir ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband