Afleiðingarnar af óstjórn Sjálfstæðisflokks gera sífellt vart við sig

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og kerling sem slátrar öllum hænumum en skammast eftir það við bústjórann sem tekur búinu yfir því að hún fái enginn egg.

Á sama tíma og eindæma stjórnviska Davíðs Oddsonar setti seðlabankann á hausinn, gerði þúsundir íslendinga að öreigum og beiningamönnum rakaði hann að sér fé í formi ofureftirlauna sem hann lögfesti í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar og annarra sjálftekinna bitlinga. 

Vissulega ráða núverandi stjórnvöld illa við stöðuna en það var Davíð Oddsson sem skapaði ástandið.

Meginástæða fyrir hörmulegu ástandi nú er að einstaklingar úr hrunstjórninni sitja enn við völd. Verst er að sjá glottið á Össuri á meðan hann makkar óáreittur með auðlindirnar.

Steingrímur hefur sýnt eindæma glópsku í tengslum við Icesave.

En niðurstaðan er samt að glæpsamleg framganga Davíð Oddsonar og skortur hans á iðfrun skítur öðrum ref fyrir rass.  


mbl.is Dregur úr samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar einhver segir, jafnvel göfug stofnun sem þessi, að samkeppnishæfnin hafi verið betri árið 2008 þegar við niðurgreiddum innflutning með of háu gengi og öðru bulli sem hefur sýnt sig og útflutningur gekk illa vegna þess sama.

Þá segi ég við slíka menn, ÞVÆTTINGUR.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem gerðist 2008 var að að það komst minkur í hænurnar og drap hluta af þeim (bankana og byggingageirann) hinn hlutinn (sjávarútvegur og álframleiðsla) er en á líf og gæti alveg verið að verpa eggjum ef bóndinn væri fær um að reka búið.

Það má eflaust kenna gamla bóndanum um að minkurinn komst í hænurnar en hann gat þó rekið búð á meðan minkurinn lét ekki sjá sig en það virðist  nýi bóndinn  ekki geta.

Það eru liðin tvö ár frá því að minkurinn komst í búið Jakobína.

2006 þurfti ég fjármagn til framkvæmda vegna starfsemi sem ég er með . Ég fór í bankann og tók lán til framkvæmdanna og setti fasteignir sem ég átti fyrir að veði, heildarskuldsetning þessara fasteigna var þá um 50% og allar skuldir voru í verðtryggðum krónum.  í dag eru öll þessi lán í skilum og en höfuðstóll þeirra hefur hækkað um 35% og eigið fé mitt í þessum fastegnum er horfið og rúmlega það. 

Ég tel mig vita að þú veist jafn vel og ég að aðal vandamál hagkerfisins okkar er að  fjármálastofnanirnar voru endurreistar á eignum almennings í landinu.

Og þá spyr ég þig, er það sjálfstæðisflokknum að kenna ? 

Guðmundur Jónsson, 9.9.2010 kl. 10:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

"...núverandi stjórnvöld ráða illa við ástandið."

Þetta hefur ekki farið framhjá neinum. Í venjulegum fyrirtækjum í slæmri stöðu, þá er stjórnendum sem tekst ekki að leysa verkefnin skipt út. Liggur ekki beinast við að stjórnin boði kosningar svo aðrir geti spreytt sig? Til dæmis ekki þingmenn sem hafa setið á þingi í 3 áratugi.

Geir Ágústsson, 9.9.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Á öllum valdaferli sínum stefndi Davíð Oddson þjóðarbúinu í þrot. Spillingin hefur verið viðvarandi fylginautur Davíðs í stjórnmálum.

Það má segja að bóndinn hafa sjálfur kyrkt hænurnar hverja af annarri á löngum ferli. Það var ekki neinn refur eða minkur í sveitinni.

Geir hverjir aðrir? þeir hinir sömu og sköpuðu óreyðuna sem ríkir á atvinnumálum í dag. Þeir munu einfaldlega reysa fleiri álver, þyggja mútur þannig og afhenda orkuverðið á útsöluprís og veita erlendum aðilum leyfi til skattasniðgöngu. þetta mun skapa hundrað störf þegar upp er staðið. og hvað svo?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.9.2010 kl. 11:47

5 identicon

Er það yfir höfuð einkenni afturhaldsseggja að kenna fyrirrennurum sínum um.

Það sem gerir okkur vanhæf í allri samkeppni í dag er að allra mestu leyti brjálæðið á skattaskrallinu.

Erfitt er að sjá hversu vinstra liðið egi betra að vera þar sem að flestir þeirra eru mun efnaðari kapítalistar en hægri menn nokkurntíma.

Óreiðan hér stafar að miklu leyti af lítilli og hægri endurnýjun á pólitíkskussum sem eru sundurspilltir, sama hvort þeir eru rétt öðru hvoru megin við jafnaðarmennsku.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 13:31

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er lágmark að ábyrgðarlausir gapuxar á Alþingi reyni að vinna saman að því að endurreisa efnahag íslensku þjóðarinnar. Hrunið var ekki af óljósum orsökum og ekki minnsta ástæða til að eyða orkunni í að skilgreina þær hvert sinn sem tekið er til máls um pólitísk málefni og næstu skref inn í framtíðina.

Hér á ég fyrst og fremst við umræðurnar á Alþingi og togstreituna á milli "sannleikans og afneitunarinnar."

Árni Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 15:26

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já hér situr allt fast í þrætum um hluti sem löngu er búið að rannsaka og birta í skýrslu alþingis. Það má segja að kjánar hafi tekið við af glæpamönnum við að stjórna landinu. Það er þó í góðu lagi að rifju upp óstjórn sjálfstæðisflokks því annað væri bara þöggun.

Óreiðuna sköpuðu sjálfstæðismenn og næstu skref markast verulega af arfleifð sjálfstæðisflokksins sem er ónýt löggjöf, vanhæfir embættismenn og heilaþvegnir fylgjendur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.9.2010 kl. 19:44

8 identicon

Það er alveg greinilegt að menn sváu á verðinum við stjórn landsins, spurning

hvort menn neiðist til þess að stofna úrtaksflokk (happadrætisflokk) Hlutföll myndu

verða svipuð og nú er milli flokka, nema dregið blynt úr þjóðskrá, þeir er vildu ekki

vera með, hefðu ákveðin frést til að gefa svar. þá væri valið þar til að réttri tölu væri náð, svo væri hægt að nota leikara við fluttning á ræðum, á meðan menn væru að lípast til. Þetta gæti verið leið til þess að brjóta upp kerfið og skapa nýtt.

Gísli Engilbertsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband