Davíð klúðraði hundruð milljarða...

...á ferli sínum sem seðlabankastjóri og hafði fullan hug á því að halda því árfam. 

Það var ekki fyrr en hann var borin út með lagasetningu að hann yfirgaf rústir seðlabankans.

Í frétt í viðskiptablaðinu fyrir nokkru segir frá því að lán Seðlabankans með veði í föllnu bönkunum eru eins og heit kartafla sem gengur milli ríkissjóðs og Seðlabanka. Ætla má að reiknaðar verðbætur og vextir vegna þeirra hafi skilað Seðlabankanum réttum megin við núllið í fyrra.

Nú er stóra spurningin hvort Davíð verði dregin fyrir Landsdóm vegna vangetu og aðgerðaleysi hans í aðdraganda hrunsins.

Seðlabankinn var í raun gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins. Gjaldeyrisvaraforða sem átti að standa skil á jöklabréfum var sópað inn í hina fallandi banka en eigendur þeirra sópuðu gjaldeyrinum jafharðan úr landi eftir því sem fréttir fóru af eftir hrun. 

Nú rís sjálfstæðisflokkurinn upp á afturlappirnar og vill slá skjaldborg um Geir Harde og Árna Matthiesen. Það verður varla sagt að margt komi á óvart.  

 


mbl.is Skýrslan kynnt í þingflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já Jakobína ! Nú sem oft áður , þá er ég þér hjartanlega sammála , það var ömurlegt að horfa , hvað þá hlusta á súkkulaðdrenginn úr Engey í sjónvarpinu áðan , en sem þú sagðir , þá kom það engan veginn á óvart , en hugsaðu þér eitt , þetta er stæðsti stjórnmála FL flokkurinn í landinu og mun , efalaust , fara stækkandi framm að kosningum , við höfum þá heldur betur eitthvað til að "gleðjast" yfir .

Hörður B Hjartarson, 11.9.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband