Nennir ekki að sinna þeim á Litla Hrauni

Ég skil hana svo sem vel.
Hver vill vera í stöðugum félagskap Geirs Haarde og Árna Matthiesen.

mbl.is Fráleitt að sækja ráðherrana til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

það verður nú gaman eftir 2 - 3 ár þegar embættisfærslur núverandi ríkisstjórnar í Icesavemálinu verða rannsakaðar.  Eitthvað segir mér að gorgeirinn í þér verði ekki sá sami þá.

Ótrúlega heimskur málflutningur frá háskólamenntaðri manneskju eins og þér,  kannski ekki skrýtið þar sem þú ert lærð í Svíþjóð ???

Sigurður Sigurðsson, 13.9.2010 kl. 08:43

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl, hvaða gorgeir er verið að tala um? ekki sé ég betur en þú Jakobína sért að gera grín að þessu bulli sem er í gangi.

Sigurður Haraldsson, 13.9.2010 kl. 08:56

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er merkilegt að þegar heitir sjálftæðismenn koma inn á bloggið þá tala þeir oft um "aðra" eins og þeir séu útlenskt innrásarlið sem hafi tekið völdin haf hinum réttbornu Íslendingum og eilífðarvalhöfum "sjálfstæðismönnum".

Það er einlæg von mín að ef núverandi stjórnmálamenn brjóta gegn þjóðinni t.d. í Icesave málinu þá þurfið þeir að standa skil á því.

Stjórnmála menn eiga ekki að vera yfir það hafnir að standa skil á glæpaverkum sínum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.9.2010 kl. 12:13

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Gorgeirinn sem ég er að tala um hérna, nafni, felst í fyrirsögninni.  Vonandi áttar þú þig á því.  Háskólamenntuð manneskja á ekki að dæma fólk fyrirfram (með orðum) til fangavistar á Litla-Hrauni, opinberlega.  Hún getur haft þá skoðun fyrir sig.

Ég get alveg viðurkennt að ég er heitur sjálfstæðismaður, en ég reyni þó að horfa á málið hlutlægt, og í þessu tilviki er verið að ákæra fyrst ákveðna einstaklinga og síðan á að rannsaka málið.  Við verðum að fara hægt í sakirnar og skilja að lögin um Landsdóm eru ævagömul og ekki í samræmi við raunveruleikann í dag.+Ég er afar ósáttur við marga sjálfstæðismenn sem nú eru á þingi, suma setti ég framarlega í síðasta prófkjöri, því miður, og mun aldrei gera aftur.  Og nýjasta dæmið er Þorgerður Katrín, sem á að sjá sóma sinn í því að hætta í stjórnmálum eftir það sem á undan er gengið.

Hinsvegar fagna ég því að Jakobína taki undir með mér í Icesave dæminu, sem betur fer náði þjóðin að forða einhverju mesta slysi sem um getur í Íslandssögunni ef þessir "frábæru samningar" Steingríms J. og Svavars hefðu verið samþykktir.  Enda er það að koma í ljós að sú ákvörðun þjóðarinnar var hárrétt.

Sigurður Sigurðsson, 14.9.2010 kl. 11:19

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður. Þegar ég horfi á málið hlutlægt sé ég að allir bankarnir sem sjálfstæðismenn einkavæddu fóru á hausinn. Þegar ég horfi á málið hlutlægt sé ég að stofnanir sem sjálfstæðismenn hafa stýrt eru á hausnum. Þjóðarbúið nánast gjaldþrota, þúsundir atvinnulausir og að verið er að bera fólk út af heimilum sínum.

Þegar ég er hlutlæg sé ég einnig að það eru forsætisráðherrar sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á þessu. Og gleymdu ekki að Icesave er skilgetið afkvæmi sjálfstæðisflokksins.

Það að stinga hausnum í sandinn er ekki það sama og að vera hlutlægur. Ég get bent þér á að lesa nokkra góða höfunda um vísindaheimspeki til þess að leiðrétta þessar rökvillur þínar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.9.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband