Vel mælt hjá Þórunni

Árið 2008 ætti að vera kennslubókardæmi fyrir endurskoðun á íslensku stjórnkerfi og vinnubrögðum ráðherra.

Af því sem lesa má í skýrslum má ráða að ráðherrarnir hafi verið að auka völd sín umfram það sem stjórnarskrá heimilar en í henni eru ákvæði um störf stjórnarráðs.

Núverandi forsætisráðherra virðist hafa verið beinn þátttakandi í þessum vinnubrögðum enda hefur það verið áberandi eftir stjórnarskiptin að lítið hefur verið hróflað við ámælisverðum vinnubrögðum í stjórnarráði Íslands sem og hefur fengið umfjöllun þingnefndar sem forsætisráðherrann kallar áfellisdóm. 

Orðheppni Þórunnar hefur verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið en ég verð að gefa henni rós fyrir þessa frábæru myndlíkingu:

 „Á stundum hefur mér fundist að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu eins og 12 trillukarlar sem hittast í kaffi tvisvar í viku, bera saman aflabrögð og horfur, standa saman gegn utankomandi áreiti eða ógnunum en eru jafnframt í samkeppni innbyrðis um aflann. Það fyrirkomulag kann að henta ef gæftir eru góðar og lítil misklíð í hópnum. Reynsla haustsins 2008 hlýtur að kenna okkur að slíkt fyrirkomulag stenst ekki gjörningaveður og getur leitt af sér úrræðaleysi og kerfislömun með hörmulegum afleiðingum fyrir land og lýð.“ 

Hressilegur málflutningur Þórunnar er kærkomin hvíld frá afburða leiðinlegum og illa undirbyggum málflutningi flestra stjórnmálamanna. Ég vil fleiri svona konur á þing. 


mbl.is Lausafjárkreppan aldrei rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já einstaklega vel mælt hjá Þórunni!

Ríkistjórnir um allann heim byrjaðar að bregast við komandi áföllum og erlend dagblöð skrifuðu um lítið annað.  Íslenska ríkisstjórnin ??.  Nei hún sá ekki einu sinni ástæðu til að ræða þessi mál.  Mundu að þetta er sama ríkistjórn og mærði íslenska fjármála kerfið.  

Þvílík afglöp hjá þessu fólki öllu.

Og svo var Jóhanna í þessarri einu nefnd sem þóttist vera eitthvað að fjalla um þetta.  Af hverju er hún ekki dreginn fyrir landsdóm??? ( hlægilegt þegar hún talar um hrunastjórnina eins og hún hafi hvergi komið nærri )

Það er líðið hressilegt svar Þórunnar.  Þetta er svar manneskju sem er að bera í bætifláka fyrir sína vanhæfni.

itg (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:00

2 identicon

Vel mælt hjá Þórunni svei svei.

Hér mælir f.v. ráðherra Samfylkingarinnar sem er í afneitun. Hún sat sjálf í Hrunstjórninni og ber fulla ábyrgð á því sem gerðist. Ekki nóg fyrir mig að hlusta á hennar kokhreysti, það þarf að vera innistæða fyrir henni.

KRISTINN JÓNSSON (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:13

3 identicon

Það er ánægjulegt að sjá að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru öllum gleymdir. Þá getur þjóðin haldið áfram að laga skemmdarverkin eftir þá.

Sverrir Stormsker (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:45

4 identicon

Mér finnst óþarflega óskýrt að segja: "Ekki rekur mig minni til". Hvað þýðir það? Að hún eigi það til að muna ekki hluti? Eða að þetta séu svo ómerkileg málefni að eðlilegt sé að hún muni ekki allt. Eða voru ríkisstjórnarfundir ekki merkilegir?

Þórunn talar oft eins og gamall maður sem er búinn að lesa og ræða bókmenntir alla ævi.  Langt í burtu frá almenningi. Ég vil ekki fleri svona konur á þing. Ég vil konur sem tala skýrt. Hátt og skýrt.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 07:50

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vissulega þurfum við konur sem eru ekki eins og deig í höndunum á körlum því nóg er af þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.9.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband