Fyrirgefið: mafíósa vinnubrögð við einkavæðinguna

Fyrisögn Moggans er misvísandi 

Athafnir manna við einkavæðingu bankanna á lítið skylt við mistök heldur er um vísvitandi svik við ríki og kjósendur að ræða.

Atriði í söluferlinu brjóta í bága við ákvæði ríkisstjórnarinnar um meðferð ríkiseigna auk þess sem það stefndi heill ríkisins í hættu. 

Sekt glæpaklíkunnar í forystu sjálfstæðisflokksins er hafin yfir allan vafa.

Eingöngu er viðeigandi að tala um mistök þegar menn fremja klúður án þess að fyrirætlun um skaða séu meðvituð.

Uppsögn Steingríms Ara Arasonar ber þess greinileg merki að einkavæðingarnefn og ráðherrar voru með fullri meðvitund um það hvað þeir voru að gera.  


mbl.is Mistök gerð við einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það er ótrúlegt að hlusta á Eygló Harðardóttur á rás 2 nú í morgunsárið. Hún ber blak af einkavæðingunni. Hún segir nei: ég vill ekki rannsaka einkavæðinguna því þar voru engin lög brotin. Svo hikstar hún soldið og 2 mín síðar vill hún allt í einu rannsaka.

Margrét Sigurðardóttir, 14.9.2010 kl. 07:49

2 identicon

Það verður gaman í framtíðinni þegar blaðamenn Moggans eru komnir á eftirlaun og skrifa kannski pistla eða bækur um það sem raunverulega gerist á mogganum. Þeir eiga örugglega eftir að segja frá því seinna hvernig þeim er stjórnað þarna inni á lygamiðlinum.

Erla (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 08:05

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir þetta með þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.9.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband