Hver stjórnar Íslandi?

Fólk virðist loksins vera farið að átta sig á því að ekki er allt með feldu í bankakerfinu og íslenskum stjórnmálum. 

Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson hafa ásamt Geir Haarde og Finni Ingólfssyni hlotið sess í sögunni sem mennirnir sem leiddu hallæri yfir íslensku þjóðina í byrjun 21. aldarinnar. Eftir yfirtöku AGS á efnahagsmálum hafa Jóhanna og Steingrímur hlýtt ráðum sjóðsins. Með þau í þjónustu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur almenningur á Íslandi átt sér fáa málsvara í stjórnun landsins.

Það er kominn tími til þess að almenningur spyrji hverjir eigi bankanna sem Steingrímur afhenti "erlendum lánadrottnum" samkvæmt ráði alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir rúmu ári síðan. Ríkissjóður hafði lagt hundruð milljarða í bankanna af skatttekjum almennings. Á meðan fjölskyldur eru að missa heimili sín og blómleg fyrirtæki keyrð í þrot fær fyrirtæki tengt Halldóri Ásgrímssyni milljarða í gjöf frá bönkunum. Jóhannes í bónus fær einnig höfðinglegar gjafir frá bönkunum. 

Mikil leynd hvílir yfir málefnum bankanna en svo virðist vera að fjölmiðlarnir séu að rísa upp af langvarandi doða of farnir að leggja fram réttmætar spurningar. 

Gömlu stjórnmálaklíkunni virðist fyrirmunað að haga sér eins og siðuðu fólki sæmir en lágkúran náði sögulegu hámarki þegar að ráðherrar úr hrunstjórninni komu ekki auga á vanhæfi sitt við meta það hvort að ráðherrum í umræddri ríkisstjórn bæri að stefna fyrir landsdóm.  


mbl.is „Fólk bíður eftir nýju afli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband