100 milljarðar í vexti af erlendum lánum

Ein af ástæðunum fyrir hrottalegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu er að fjórðungur tekna ríkissjóðs fer til þess að greiða vexti af erlendum lánum.

Lánum sem hefur þurft að taka meðal annars vegna þess að Davíð oddson henti hundruð milljarða í bankanna skömmu fyrir hrun. Milljarðar sem gufuðu upp ef marka má fréttir af afdrifum þessara fjármuna. Kannski lentu þeir í Money heaven Björgólfs Thors.

Það er makalaust hvernig Sjálfstæðismenn ganga nú fram með hvítþeginn og púðraðann bossann og kannast ekki við að hafa sett þjóðarbúið á hausinn.


mbl.is Draga þarf úr útgjöldum eða auka tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu Jakobína. Af hverju reynir aldrei neinn að stja fram lausnir eða stinga upp á einhverjum lausnum. Við vitum öll hvernig staðan er. Við þurfum giska 200 miljarða til þess að bjarga heimilum og auka eiginfjárhlutfall fjölskyldna. Hvar eru til peningar. Égveit um tvo staði. Hjá lífeyrissjóðum. Má þjóðnýta þá eða hluta eiginfjár þeirra, sértæk aðgerð. Hjá fjármagnseigendum í bönkum. Má þjóðnýta hluta þess eða leggja á það skatt upp á 40%, líka sértæk aðgerð. Almenn 10% tímabundin skattahækkun sem ég og þú þurfum að taka á okkur. Þú hámenntuðmanneskja hlýtur að luma á góðri hugmynd. Gangi þér vel í náminu.

helgi Indriðason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við eigum nóg af fiski í sjónum Helgi Indriðason.

Og við getum skattlagt viðbótarlífeyrissparnaðinn núna til að rétta okkur af við þessar aðstæður. Af öllum þeim auði Íslandinga sem ævinlega er gumað af í ræðum tignarfólks á hátíðastundum er mesti auðurinn í fjölskyldunum sem nú eru settar í afgang.

Samfélag brotinna fjölskyldna með vonleysi í morgunverð er ekki líklegt til mikilla átaka við uppbyggingu.

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Helgi Indriðason

Það er til fjöldi leiða til þess að laga ástandið en þær stangast flestar á við þrönga hagsmuni tiltekinna hópa t.d. LÍÚ.

Ég hef skrifað langa pistla um hugmyndir af atvinnusköpun sem krefst hóflegra fjárfestinga.

Námið hefur gengið ágætlega en því er lokið og ritgerðin á leið í doktorvörn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.10.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband