Klikkaðir karlar á ferðinni

 Sífellt heimta menn skyndilausnir sem þeir hafa ekki hugsað til hlýtar. Vissulega þarf að huga að ástandinu í Keflavík og finna lausnir sem virka. Helguvíkurhöfn tilheyrir ekki því mengi.  

Dofri Hermannson vekur athygli á því á bloggi sínu hversu fáránleg krafan um höfn Í helguvík er miðað við ýmsar staðreindir sem ekki er hægt að líta framhjá en þær eru:

 

  • Orku vantar fyrir meira en helminginn af fyrirhuguðu álveriOrkufyrirtækin vantar fjármagn til virkjunar á þeirri orku sem til er 
  • Stór hluti þeirrar orku sem fyrirhugað er að virkja er bundin skipulagsvaldi sveitarfélaga sem vilja heldur að orkan sé nýtt til atvinnusköpunar í viðkomandi sveitarfélagi 
  • Ekki er sátt um legu SV línu t.a.m. hafa fulltrúar Ölfuss lýst því yfir að línan verði ekki lögð um lendur þess nema að hluti af orku Hengilsins fari til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu.
  • Fengist fjármagn í virkjun þeirrar orku sem til er yrði það á mun hærri vöxtum en áformað var og því ljóst að orkufyrirtækin þurfa mun hærra verð fyrir orkuna en gert var ráð fyrir í upphafi 
  • Hærra orkuverð setur fjármögnun Norðuráls á álverinu í Helguvík í enn frekara uppnám sem þó var ærin fyrir

 


mbl.is Ríkið borgi 700 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Í Jesú nafni Amen.

Hvaða máli skiptir þó hvorki sé til orka eða peningur, aðalatriðið svo ég vitni í Jóhann Hauksson, er að fólk fái vinnu og geti borgað af lánum sínum.

Látum ekki smáatriði glepja okkur Jakobína, álguðinn mun flytja fjöll og velsæld í vasa auðhringa.  Hver getur verið á móti því, og Jesú??

Ég bara spyr.  

Og he, he, sexið vakti athygli mína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 17:33

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonlaust frá upphafi því að endinn vantaði þegar farið var af stað!

Sigurður Haraldsson, 11.10.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

akkúrat strákar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband