Fátækt í ríku landi

Það er tvennt sem gerir þjóðríki ríkt. Það eru náttúruauðlindir landsins og mannauðurinn sem grundvöllurinn að verðmætasköpun.

 

Jafnvel þótt þjóðríki sé ríkt getur fátækt verið landlæg. Séu verðmætunum misskipt eða þeim glutrað niður á einhvern hátt bitnar það á almennri velmegun.

 

Fiskaflinn

Verðmætasköpun af fiskafla er að mestu flutt úr landi. Fámennur hópur hefur einkarétt á þessari auðlind. Útgerðirnar eiga

radherranefndin_1026021.jpg framleiðslufyrirtæki erlendis og selja þeim fiskinn undir kostnaðarverði sem hefur áhrif á skattheimtu af þessari atvinnugrein og atvinnusköpun á landsbyggðinni.

 

Orkan af fallvötnum

Áhættan af mannvirkjagerð til orkuframleiðslu liggur á íslenskum skattgreiðendum. Virðisaukinn af orkuframleiðslu rennur hins vegar að mestu til stóriðjunnar sem flytur hann úr landi til móðurfyrirtækja. Skuldir eru fluttar stóriðjuna hér á landi frá móðurfélögunum til þess að koma þeim hjá því að greiða skatt hér á landi. Afurðirnar eru fluttar út hráar og atvinnusköpun af greininni því sáralítil hér á landi.

 

Jarðvarminn

Nú er verið að stíga annað skref með því að færa nýtingarréttin af jarðvarmaauðlindum og fallvötnum beint til erlendra aðila.

 

Vatnið

Vatn til útflutnings er selt á smánarverði eftir því sem fréttir herma.

 

Mannauðurinn

Fjármálafyrirtækin sjá síðan um að draga til sín virðisauka í framleiðslu í formi vaxta og verðbóta. Verðmætin sem

stjornlandsbanka2007_jpg_550x400_q95_1036240.jpg náttúruauðlindirnar og mannauðurinn skapar hafa þannig verið færð á sífellt færri hendur.

 

Hinir ríku og hinir fátæku

Samkvæmt bókum skattstjóra á um 1% þjóðarinnar 750 milljarða í hreina eign en landsbyggðinni blæðir og biðraðir eftir matargjöfum í borginni lengjast. Valdhafar tala gjarnan um þessa eign sem meðaltalseign landsmanna og telja það benda til góðrar stöðu þjóðarbúsins.

 

Ekki skortur heldur misskipting

Það sem greint er frá hér ofan segir okkur þó eitt: fátækt á Íslandi skýrist ekki af skorti heldur afleitri efnahagsstjórnun, klíkustarfsemi og mútum. Ástandið skýrist af spillingu sem má rekja til þess að valdhafarnir hafa hannað kerfi sem markvisst færir

dv1003107559_03_jpg_620x800_q9521_1036239.jpg verðmætin frá þeim sem skapa þau og til þeirra sem lifa af þekkingu og verðmætasköpun annarra.

 

Í framboði fyrir stjórnlagaþing

 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórnsýslufræðingur



mbl.is Erum að ná botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Íslendingar eiga 50 til 60 frystitogara, sendum þá út fyrir 200 mílur,

eins og Færeyingar gera.   Er ekki hollara fyrir almenning að eiga bát,

og geta fiskað 1 til 2 jafnvel 3 tonn af þorski á góðum degi = 1. milljón.

Heldur en að vera lokaður inni í Álbræðslu alla sína ævi ?

Frjálsar handfæraveiðar mundu ekki kosta þjóðfélagið krónu,

en skapa þúsundir starfa og jafna lífskjör þjóðarinnar.

Fáið þið Jóhönnu til að standa við orð sín, frjálsar handfæraveiðar!!

Aðalsteinn Agnarsson, 22.10.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband