Minnir á amerískan sakamálaþátt

Þessi færsla um málefni Baldurs birtist á blogginu mínu í fyrra. 

Ráðuneytisstjórninn Baldur Guðlaugsson sem seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun enda með góðan aðgang að upplýsingum um stöðu Landsbankann....en situr enn við kjötkatlanna....

Ég sendi Baldri eftirfarandi bréf í júní árið 2009 en hann svaraði því aldrei:

Sæll Baldur

Ég varð fyrir því óláni í haust að bankarnir í heimalandi mínu hrundu svo mikill skaði varð af fyrir allan almenning. Ég hafði ekki hugmynd um að bankarnir væru að hrynja og lét undir höfuð leggjast að selja hlutabréfin mín í bönkunum. Ýmsir erfiðleikar hafa fylgt í kjölfarið en þeir tengjast fyrst og fremst áhyggjum af framtíð barnanna minna og öldruðu fólki vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera.

Mér skilst að þú sért nýráðinn ráðuneytisstjóri menntamála. Ég geri ráð fyrir að þú sért öðrum mönnum fremri um siðmennt og þau fræði sem lúta sem lúta að hæfni manna til þess að leysa af hendi störf sem krefjast sérþekkingar og sérstakrar hæfni hvað varðar mannkosti og heiðarleika.070830-121259

Mér datt því þú í hug fyrstan manna til þess að aðstoða mig við að leysa tiltekið vandamál sem varðar þau atriði sem ég nefni hér að ofan. Það hefur verið mikið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið að menn sem eru vanhæfir, óhæfir eða beinlínis óheiðarlegir séu æviráðnir og neiti að yfirgefa störf sín þrátt fyrir háværar kröfur þar um. Menn sem hafa gerst brotlegir á ýmsan hátt bæði fyrir og eftir hrun neita hreinlega að horfast í augu við vangetu sína og hunsa vilja almennings um að finna sér störf sem þeir ráða við.

Það veldur mér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist standa ráðþrota frammi fyrir þessu vandamáli. Í ljósi sérstakrar þekkingar þinnar á kröfum sem uppfylla þarf til þess að geta gengt embættisstörfum af heilindum sem ég gef mér að þú hafir sem handhafi æðsta embættis á sviði menntamála vil ég biðja þig um að vera Ríkisstjórninni innan handar sem í ráðaleysi sínu virðist ekki geta leyst þetta vandamál. Mér dettur í hug að þú getir aðstoðað Ríkisstjórnina við að semja lög sem fela í sér að í ljósi þeirra hörmunga sem gengið hafa á í íslensku þjóðarbúi fari fram endurmat á hæfni einstaklinga í öllum embættis ríkisins.

Mín hugmynd er að samkvæmt þessum lögum verði öllum embættismönnum sagt upp störfum frá og með 8. október næstkomandi, stöðurnar auglýstar og embættismenn ráðnir til starfa á grundvelli mats sem óháð hæfnisnefnd gerir. Menn yrðu endurráðnir eða ekki óháð pólitískum tengslum, ættartengslum o.s.frv.k0373077

Núna þegar niðurskurður upp á hundruð milljarða blasir við gef ég mér að þú sért sammála mér að mikilvægt sér að hvert embætti sé skipað hinum hæfustu og traustustu einstaklinum þannig að hámarksskilvirkni megi nást fram í störfum hins opinbera.

Með fyrirfram þökk fyrir aðstoðina

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Afrit verður sent ráðamönnum og birt almenningi.

Tölvupóstur Baldurs erbaldur.gudlaugsson@mrn.stjr.is 

Ég deildi þessu bréfi með nokkrum þingmönnum en tveir þingmenn svöruðu:

Þingmaður 1:

snilld:)

með björtum kveðjum

Þingmaður 2:

Heil og sæl, Jakobína.
Hafðu þökk fyrir að deila þessu bréfi með mér. Ég er þeirrar skoðunar að ein helsta meinsemd opinberrar stjórnsýslu á Íslandi sé æviráðning embættismanna.
Með góðri kveðju,

Það er nokkuð ljóst af svörum þessara þingmanna að ýmsir þeirra deila með mér áhyggjum mínum. Það erhins vegar undir þeim Jóhönnu og Steingrími komiðhvort tekið verði á þessu með lagabreytingum sem fela ekki í sér pólitíska mismunun og fella úr gildi samninga sem lykta af pólitískri spillingu og eru andstæðir velferð þjóðarinnar og tilgangi hins opinbera að vera þjónn almennings.



mbl.is Lýsti sig saklausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir þetta Jakobína, flott birting á bréfi þínu til Baldurs sem er klárlega einn af þeim sem létu græðgi og innherjaupplýsingar ná tökum á sér á kostnað okkar almennings! Hann má ekki sleppa frekar en þeir mörgu sem stálu úr kerfinu og sviku með einum og öðrum hætti!

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 19:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Sigurður. Það var sérlega skemmtilegt að skrifa þetta bréf á sínum tíma. En þá hafði Baldur gengt stöðum ráðuneytisstjóra í 9 mánuði eftir hrun þrátt fyrir að staðreyndir um sölu á bréfum hans í Landsbankanum höfðu legið fyrir í marga mánuði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband