Hverjir voru spurðir?

Sennilega ekki fólkið sem hefur verið að mæta á mótmæli á Austurvöll og er ætlað að bera tapið af áratuga óreiðu, afglöpum og óstjórn stjórnmálastéttarinnar. 
 
Lítið hefur verið í Mogganum fjallað um þátt seðlabankans í því að setja þjóðarbúið á hausinn.
 
Jóhannes Björn skrifar um þetta:
 

Næst gerast tveir hlutir sem rannsaka verður niður í kjölinn.

Stjórnendur Seðlabankans vissu vel að gjaldeyristryggð lán voru ólögleg, enda var Eiríkur Guðnason í nefnd sem samdi frumvarp að lögum nr. 38/2001, en samt voru þau leyfð.

Næst kom (að virðist) hroðalegasta bókhaldsvindl Íslandssögunnar. Seðlabankinn skilgreindi gjaldeyristryggð lán – lán veitt í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum – sem gjaldeyriseign í bókhaldi bankanna!

Hvers vegna var þetta gert? Jú, samkvæmt 13 gr. Seðlabankalaga frá 2001 máttu gjaldeyrisskuldir bankanna ekki fara yfir 10% eigna þeirra í erlendri mynt. Sá sem átti eignir upp á milljón dollara mátti ekki skulda meira en 1,1 milljón dollara. Með því að reikna lán í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum sem GJALDEYRI var bönkunum haldið á floti.

Þegar bankarnir rúlluðu í septemberlok 2008 mátti neikvæð gjaldeyriseign þeirra vera, lögum samkvæmt, um 100 milljarðar. Staðan var hins vegar neikvæð um 2800 milljarða! Þróun sem gat átt sér stað eingöngu vegna þess að íslenskar krónur voru bókfærðar sem gjaldeyrir. 

mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband