Hvað fékk þessi maður mikinn kvóta gefins?

Niðurdrepandi að sumir menn skulu vera drifnir áfram af sanngirni, jafnræði og mannréttindum
 
Slíkar hugmyndir að bættu samfélagi ógnar tilvist hins hvíta, eldri, veðsetta manns/konu sem safnar feitum sjóðum erlendis.
 
Í höndum LÍÚ flæðir rentan af auðlindinni annars vegar til bankanna og hinsvegar á erlenda reikninga kvótaeigendanna.
 
 Hnignun byggðarlaga á landsbyggðinni, fátækir foreldrar og aukin mismunun á ekki að pirra stjórnvöld eða valda því að þau fái illa ígrundaðar og óraunhæfar hugmyndir sem hugsanlega gætu bætt hag almennings. 

mbl.is LÍÚ: Barátta við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú á greinilega að endurvekja grátkór útgerðarmanna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jamm þeir eru skíthræddir út af stjórnlagaþinginu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 14:16

3 Smámynd: Ómar B.

Sæl Jakobína Ingunn! 

Ég get vel skilið að það séu skiptar skoðanir um sjávarútvegsmál á Íslandi en  ég bý á Seyðisfirði eins og Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ og mig langar bara vegna fyrirsagnar þinnar að segja þér að þarna tel ég að þú sért að kasta fyrirsögn á mann sem hana á alls ekki skilið.  Gullberg ehf. er 50 ára gamalt fyrirtæki þar sem Adolf er framkvæmdastjóri sem sagt gamalgróið fyrirtæki hér á staðnum og var upphaflega í eigu tveggja mikilla heiðursmanna sem nú eru fallnir frá.  Í mínum huga halda Adolf og eigendur Gullbergs uppi merkjum gömlu mannanna þar sem metnaðurinn þeirra var að standa dyggilega með fólkinu sem hér býr, þannig hefur það verið og þannig er það svo sannarlega enn!

Bestu kveðjur, Ómar B.

Ómar B., 28.10.2010 kl. 14:38

4 identicon

Þessi sjávarútvegsráðherra kommanna er sá vitlausasti sem komið hefur fram í há herrans tíð.Ef heldur áfram sem horfir verður allt í rúst í sjávarútvegsmálum og tengdum greinum,t.d.skipasmíðum.Kominn tími til að fá annan með glóru í kollinum.Á reyndar líka við í umhverfismálum.

Jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:58

5 identicon

Það er alltaf jafn  sorglegt að lesa um  vanþekkingu fólks á sjávarútvegi. Þú virðist ekki (eða vilt ekki) vita að tugþúsundir manna og kvenna, lifa af fiskveiðum, beint eða óbeint  og greiða skatta og gjöld af launum sínum. Ekki bara ¨örfáir¨útgerðarmenn. nóg að sinni. 

 Eitt er gott fyrir þig að vita, að kvóta kerfið var sett á TIL AÐ SKERÐA VEIÐIHEIMILDIR þeirra sem stunda fiskveiðar. 

p.s. einu tengsl mín við útgerðarmenn, önnur en að stunda sjómennsku, er að frændi minn  ( við erum systkinabörn) á tengdaföður sem er útgerðarmaður. 

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 15:33

6 Smámynd: corvus corax

Samúel bendir á að tugþúsundir manna og kvenna lifi af fiskveiðum, beint eða óbeint en ekki bara örfáir útgerðarmenn. Það stendur ekki til að hætta að veiða fisk, vinna hann og selja þótt aflaheimildir verði innkallaðar. Þetta snýst um yfirráð yfir auðlind allrar þjóðarinnar, það að þegar leyfishafar einhverra hluta vegna veiða ekki eins og þeim er heimilt, þá verði umframheimildir eða ónýttar heimildir einfaldlega úthlutaðar öðrum gegn leigugjaldi sem rennur til þjóðarinnar í ríkissjóð en ekki til brasks og einkaeignaaukningar einstakra útgerðarmanna. Það að láta að því liggja að fiskveiðar hætti með innköllun kvóta er hrein firra og bull sett fram til að verja ímyndað eignarhald útgerðarmanna á auðlindinni og áframhaldandi brask með hana. Það á að úthluta aflaheimildum til þeirra sem þegar hafa þær, banna framsal og endurúthluta þeim heimildum sem ekki eru nýttar af leyfishöfum sjálfum. Með öðrum orðum, stöðva kvótabraskið og auðlindaþjófnaðinn sem stundaður hefur verið og láta rétta eigendur njóta arðsins af leigu auðlindarinnar.

corvus corax, 28.10.2010 kl. 16:04

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar B. Heiðursmaður eða ekki þá fékk hann kvótann gefins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 17:16

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jósef Ámundsson sé að þú saknar óreiðu stjálfstæðisflokks og pilsfaldakommúnismans. Það er undirmálsfólk sem ekki getur staðið á fótunum nema í skjóli einokunar (sbr. Kvótaeigendur).

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 17:18

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Samúel Sigurjónsson. Annað hvort hefur þú verið illilega fyrir barðinu á áróðri LÍÚ eða þá að þú fylgist ekki með. Það er hægt að fjölga störfum um þúsundir með því að koma sjávarútvegnum úr höndum LÍÚ.

Útgerðin hefur veðsett og skuldsett sjávarauðlindina. Dregið milljarða út úr greininni með því að braska með kvótann. Síðan fá þeir afskrifað og þú borgar reikninginn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 17:22

10 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Jakobína getur þú útskírt það nánar hvernig það fjölgar störfum að taka sjávarútveginn úr höndum LÍÚ.

Magnús Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 18:14

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það myndi auka fullvinslu innanlands.

Það fer mun meiri olía í að veiða fisk með togara en minni bátum.

Mér segir hins vegar svo hugur að það þurfi meiri mannskap til þess að sækja aflann með minni bátum en togurum.

Ég tek það þó skýrt fram að ég er fyrst og fremst á móti því að smábátaveiðin sé drepin niður á kostnað togara.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 22:30

12 identicon

Jakobína, þú segir að ég hafi orðið illilega fyrir áróðri LÍÚ eða illa lesinn. Þetta eru að mínu mati fátæklegar, innhaldslausar upphrópanir og með sömu rökum get ég sagt að þú hafir orðið illilega fyrir áróðri Samfylkingarinnar  og V.G. en slíkt  finnst mér ekki málefnaleg umræða. Ég tel mig hafa kynnst vel kostum og göllum  kvótakerfissins   á þeim 23 árum sem ég hef stundað sjómennsku.  Núverandi kerfi var að stofni til  komið á 1986 eða þar um bil.  þá var úthlutað á öll skip ( að smábátum undan skildum)  kvóta  í ákveðnum  tegundum. Sum skip voru reyndar á svokölluðu sóknarmarki. Þessi kvóti var meðaltals hlutfall   veiða þeirra  árunum 1982 - 1985. (gæti munað ári til eða frá ).  Fljótlega kom í ljós að skipinn voru alltof mörg, veiðiheimildar of litlar og fjölmargar útgerðir stefndu í þrot. !991 í Fjórflokkaríkisstjórn  Steingríms Hermannsonar (Framsókn, alþýðubandalg nú V.G. alþýðuflokkur,  nú samfylk. og borgaraflokks), var áhveðið að leyfa frjálst framsal á  veiðiheimildum þannig að útgerðin sjálf sæi um að  þjappa heimildum saman  og kaupa veikar útgerðir út úr greininni sem annars hefðu farið í gjaldþrot með tilheyrandi kostnaði sem hefði fallið á bankana sem voru þá flestir í eigu  ríkissins. Þá  hófst áratugs kjara barátta sjómanna gegn þáttöku þeirra í kótakaupum og leigu, sem vannst að mestu eftir verkfall 2001 að undan skildum sjómönnum á smábátum, en á þeim eru engir kjarasamningar.  smábátar voru framan af undan þegnir kvóta  enda veiði þeirra á þeimtíma sára lítil. þeim fjölgaði síðan gríðarlega á skömmum tíma  og ljóst var að ekki var annað hægt en að setja þeim einhverjar skorður búinn voru til hvert kerfið af öðru  sem menn seldu sig  úr og byrjuðu upp á nýtt í næsta kerfi  fyrir neðan.  þessi vitleysa endaði þegar daga kerfið var endanlega afnumið 2005 og síðustu dagabátarnir fengu kvóta.  ´Þetta er flótfarinn sögu upprifjun og mörgum punktum sleppt.  Það er rétt að margir útgerðarmenn, eins og fleiri fóru langt yfir strikið í kvótakaupum og verð á veiðiheimildum fór í tómt rugl á¨góðærisárunum¨ þegar óþrjótandi lánsfjármagn var í boði og búinn var til  sýndar veruleiki þar sem allt var tekið að láni en þetta á því miður við um  flestar  atvinnu greinar í landinu  og  alltof mörg heimili. Sjávarutvegurinn skuldar um 500 milljarða, há tala, en ég tel að hann standi undir henni og og tiltölulega fá fyrirtæki þar  þurfi afskriftir. Afskriftirnar eru mestar hjá akveðnum einstaklingum sem aldrei hafa komið nálægt útgerð og skulda hverum sig 100 til 1000 milljarða og ekkert stendur á bakvið nema  verðlausir pappírar  og  faldir reikningar í skatta skjólum  samkvæmt stefnu núverandi ríkisstjórnar á að  innkalla heimildir og bjóða þær upp til ákveðins tíma  sumir segja  fimm ára.  þetta þýðir að störf í sjávarútvegi eru í uppnámi á fimm ára fresti  og menn reyna að ná skyndigróða á þeim tíma því óvíst verður hver bíður best að þeim tíma liðnum  og óvíst hvar eða hver fær aðgangin næst. Ég er vissum að það skapi ekki fleiri þúsund störf.  hvernig finndist þér, að á fimm ára fresti yrðir þú að fara úr íbúðinni þinni og yrðir sækja um íbúð aftur  og þá  væri hending  hvar á landinu þú fengir íbúð aftur, mundir þú fara að leggja einhverja peninga í að halda henni við? . Nú eru 25-31 hálaunastörf í boði á stjórnlagaþingi    væri ekki skynsamlegra í núverandi atvinnu leysi að bjóða þessi störf út  til atvinnulausra  og taka  þá 25 lægstu tilboðunum ég er viss um að þetta myndi spara ríkinu umtalsverðar fjárhæðir.   Eða að bjóða öll störf hjá ríkinu út á fimm ára fresti.  Heimskuleg hugmynd, en þetta er það sem er verið að tala um gagnvart starfsfólki í sjávarútvegi. ég gæti haft þennan pistil mikið lengri  en læt þetta duga.   kærar kveðjur

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 23:00

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Samúel Sigurjónsson

Ég hef nokkuð við þinn málflutning að athuga og ætla hér að koma því á framfæri.

1. Mér sýnist helst að sérstaklega forysta Vinstri grænna og að einhverju marki samfylkingar séu fylgjandi kvótakerfinu (kannski ráða þar einkahagsmunir, veit ekki). Ég sé alla vega ekki mikinn áróður gegn kerfinu koma úr þessum herbúðum en þó tel ég að samfylking eigi nokkra einlæga andstæðinga þessa kerfis.

2. Ef einhver önnur grein, segjum t.d. rafvirkjar á erfitt uppdráttar á þá að gefa hluta þeirra t.d. 25 einstaklingum einokunarleyfi á markaðnum þannig að þeir verði moldríkir en hinum síðan bannað að vinna.

3. Útgerðarmenn hafa belgt út efnahagsreikninga með veðsetningu gjafakvótans. Útgerðin skuldun vafin upp fyrir haus vegna þess að hún breytti sjálfri sér í risavogunarsjóði.

Ég er talsmaður atvinnufrelsis og mannréttinda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.10.2010 kl. 17:58

14 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Jakobína, hvers vegna eiga menn að sakna óreiðu sjálfstæðisflokksins eins og landið er rekið í dag, mér sýnist bara vera nákvæmlega sama óreiðan og spilling hefur margfaldast. Kvótakerfið var sett í til þess að hagræða í fiskveiðum því áður en kerfið var sett á urðu margar útgerðir gjaldþrota ár hvert vegna þess að ekki gekk upp að reka fyrirtækin vegna þess þau voru óhagkvæm í rekstri og stóðu ekki undir sér. Það er síðan allt annað mál hvernig kvótakerfið var sett upp á sínum tíma og því má breyta til þess að ná meiri sátt um það en ekki á þann hátt sem Jonni boy er að hugsa, það myndi margfalda uppsagnir í fiskvinnslu á landinu, vill fólk það eða vill fólk að málið sé skoðað ofan í kjölin á þeim tíma sem það þarf eða á að gera þetta í óðagoti?   

Tryggvi Þórarinsson, 29.10.2010 kl. 20:34

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tryggvi spillningin hefur ekki margfaldast. Hún er bara svipuð og hún hefur verið.

Útgerðirnar eru mikið meira á hausnum NÚNA.

Þekkir þú einhver dæmi um milljarða afskriftir ÁÐUR en kvótakerfið var sett á.

Tryggvi það hlustar MJÖG MARGIR ekki lengur á þennan hræðsluáróður LÍÚ.

Ég skil ekki fólk sem heldur að það sé hægt að verja þetta.

Fólk er að átta sig á ruglinu og spillingunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2010 kl. 01:03

16 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Hérna áður fyrr voru það miljarðar sem töpuðust í galdþrotun sjávarútvegsfélaga svo staðan hefur einungis breist þannig að nú er komið að afskriftum til þess að halda félögum á lífi og það er allt annað mál. Að mínu mati hefur spilling og ógagnsæi aldrei verið meira á Íslandi í pólitík og það finnst þúsundum manna hér á landi. Þetta virkar ekki á mig sem hræðskuáróður frá LÍÚ heldur raunsæi. Það eru líka til sjávarútvegfyrirtæki sem standa mjög vel og eru rekin með miklum sóma ekki gleyma því og það eru þúsundir starfa þarna á bakvið og ef einhver vill setja þau störf í uppnám þá það. 

Tryggvi Þórarinsson, 30.10.2010 kl. 10:41

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já drepa smáútgerðina og afskrifa stjarnfræðilegar upphæðir af fyrirtækjum sem eru búnir að greiða eigendum milljarði í arð.

Það er mikill misskilningur að menn vilji leggja niður stöndug og vel rekin fyrirtæki. Það þarf hins vegar að hugsa þetta kerfi alveg upp á nýtt og reka þessi fyrirtæki vel í réttlátara umhverfi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband