Sandkassaleikurinn heldur áfram...

Sjálfstæðisflokkurinn vill að kvótagreifarnir fái meiri kvóta og byggja fleiri álver. Flokkurinn virðist ekki vera enn búin að fatta hvernig hann setti þjóðarbúið á hausinn.

13636_NpAdvMainFea

Það er til orðatiltæki sem varar við því að setja öll eggin í sömu körfu. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa skilið enn hvað þetta orðatiltæki þýðir. Heldur kannski að þetta eigi bara við um hæsnaræktarbændur.

Margbreytileiki í atvinnusköpun dregur úr áhættu og sveiflum.

Margbreytileyki í atvinnusköpun auðgar mannlífið.

Margbreytileiki í atvinnusköpun eflir gildi þekkingar og fjölgar valkostum á atvinnumarkaði. 


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna að lítil börn eru að gramsa í ruslatunnum eftir mat, heldur aumingjunum sem vilja frekar eyða milljörðum og milljörðum í heilaþvottastarfsemi til þess gerða að neyða Íslendinga inn í Evrópubandalagið, þar sem þeir munu endanlega glata öllum auðlindum sínum, heldur en gefa þeim að borða. Það hefur engin samúð með svoleiðis pakki, sem er alveg jafn slæmt og Sjálfstæðisflokkurinn var, og ef þú ætlar að taka upp handskan fyrir það glatar þú alveg samúð almennins sjálf og kemst aldrei neitt áfram í stjórnmálum, og munt þá eiga það skilið. Það fer illa fyrir fólki sem ver glæpamenn og gerist þannig samsekt þeim.

Jón (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:05

2 identicon

Ég held lista og hver sá sem ver þennan skríl fær EKKI atkvæði mitt á stjórnlagaþingi. Ég er hissa ef þú ert á honum og eru það vonbrigði en skil ekki hvernig ég á að túlka þenn an útúrsnúning öðruvísi, því miður...

Jón (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón ég hef mjög takmarkað áhuga á því að "komast áfram" í stjórnmálum. Ég er tilbúin að leggja lið mitt fyrir þá sem treysta mér og beygi mig undir þann vilja.

Mér dettur ekki í hug að fara að reyna að vera "pen" til þess að hala inn atkvæðum. Ég fæ atkvæði þeirra sem treysta mér og það nægir mér.

Ef þér er einhver huggun í því þá fannst mér arfavitlaust af samfylkingunni að setja krafta í að sækja um aðild að ESB í fyrra.

Fjórflokkurinn er einfaldlega spillingarbæli og ástandið í efnahagsmálum skrifast á fjórflokkinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2010 kl. 22:51

4 identicon

Ég kýs ekki pena pakkið. En ég vantreysti þeim sem vilja skella skuldinni á núverandi ástand alfarið til vinstri eða hægri. Það marserar um fullt af dulbúnum Sjálfstæðismönnum og dulbúnum Samfylkingarmönnum og ÞYKJAST vilja eitthvað nýtt, meira af þeim síðarnefndu nú um stundir, margir í framboði til Stjórnlagaþings, en eru svo bara að ljúga. Þetta er allt sama pakkið fyrir mér. Gleður mig ef þú telur þig ekki vera eina af því, en þú minntir mig á það í smá stund afþví mér sýndist þú vera að snúa út úr fréttinni til að beina athyglinni til hægri. Vonandi bara misskilningur.

Jón (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér finnst mikilvægt að minna öðru hvoru á að það voru sjálfstæðismenn sem rústuðu þjóðarbúinu þótt þeir sem tóku við séu rækilega búnir að klúðra málum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:17

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef nú fundið til með þér áður Jakobína - sú yfirgripsmikla vanþekking sem birtist í síendurtekinni fullyrðingu þinni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rústað þjóðarbúinu er hörmuleg - ekki síst þar sem þú ert með Kand.mag gráðu í stjórnsýslufræðum.

Fáðu einhver til þess að fara yfir málin með þér og þá kemst þú að því að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði ekki Lehmannsbanka eða bankakerfi heimsins svona yfirleitt.

Við erum bara lítið peð sem flaut með þegar holskeflan reið yfir - holskefla sem hófst með því að húsnæðiskaupendur í Florida gátu ekki staðið í skilum og endaði með efnahagshruni á Íslandi - eins og Bandaríkjaforseti sagði á sínum tíma.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 00:37

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur Ingi ég þakka þér fyrir að koma inn á þetta blogg eina ferðina enn og lýsa yfir ást þinni á sjálfstæðisflokknum.

Ég ráðlegg þér að lesa rannsóknarskýrslu Alþingis sem er ágæt heimild um stjórnvisku sjálfstæðisflokks.

Það er að segja ef þú telur þá ekki að skýrslan byggi á yfirgripsmikilli vanþekkingu Páls Hreinssonar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:57

8 identicon

Í tíð "vinstristjórnarinnar" hefur fátækt aukist til muna og kjör lítilmagnans hríð versnað, auk þess sem þessari stétt lítilmagnanum hefur fjölgað sem aldrei fyrr. Lítil börn róta nú í ruslinu í leit að mat og gamalmenni eru borin út á götu, og við erum orðin eina ríkið í okkar heimshluta sem neitar sumum ungmennum um skólagöngu, þó þau hafi náð öllum samræmduprófum, út af niðurskurði í menntakerfinu. Á sama tíma er hvergi skorið niður í yfirbyggingunni og milljörðunum sem hefði verið hægt að eyða í að laga mennta- og húsnæðismál og hjálpa bágstöddum öllum kastað á bálið í Brussel. Þetta hyski er ekki vinstrimenn. Ég er vinstrimaður. Vinstrimenn eru lýðræðislega hugsandi fólk sem sólundar ekki fé þjóðarinnar í einkahobbý sín, esb þruglið, meðan börnin róta í ruslatunnunum, heldur virðir jafnrétti manna og vilja fólksins og reynir að tryggja jöfn lífskjör allra. Þessi ríkisstjórn er aftur á móti tilbúin að brjóta lög og reglur í auðvaldsdýrkun sinni, í því skyni að sleikja sig upp við auðvaldið á kostnað almennings. Hæstaréttardómar eru jafnvel hunsaðir, svo sem gerðist í tilfelli Lýsingar, en dómurinn sem þá féll hefði getað forðað þúsundum frá gjaldþroti og vonarvöl. En ríkisstjórnin sýndi með því að hunsa þann dóm, nokkuð sem er víða ólöglegt og hefði eitt og sér nægt sem brottrekstrarsök fyrir ríkisstjórnina, þar sem þrískipt vald er tryggt með lögum í stjórnarskrá, sitt rétta eðli og fyrir hvern hún starfar í raun og veru. Annað hvort voru þau aldrei vinstrimenn, heldur bara Trójuhestar, eða þá eru þau pólítískar mellur sem einhver ill öfl borga undir borðið. Aðrar skýringar standast ekki nánari athugun. Síst af öllu gjammið í nýju trúarbrögðunum hans Steingríms sem hafa gert Davíð Oddsson að allsherjar grýlu og djöfli sem allt sem miður hefur farið í veraldarsögunni er að kenna, og gerir hans menn stikkfría frá öllu og þeir geta jafnvel notað tilvist Davíðs Oddssonar sem afsökun til að fremja hvaða glæp sem er "Skrattinn freistaði mín" = "Davíð neyddi mig til þess", en einungis einfeldningar taka svona bókstafstrú og óráðshjal trúanlegt, burtséð frá hvað manni þykir persónilega margt miður í fari pólítíkur Davíðs Oddsonar. Sannleikurinn blasir við. Þau eru kannski lýðræðislega kjörin, en það var Hitler nú líka. Lýðræðissinnar eru þau ekki, það hafa þau sýnt með að marg brjóta á fólkinu í landinu, jafnvel í trássi við Hæstarétt, sem þau óvirða eins og þeim sýnist. Hvort sem þau eru að þiggja mútur eða annað kemur til, þá eiga þau ekki skilið að sitja þarna lengi. Sagan sýnir að það að láta fasista og elítista sem óvirða sitt eigið fólk sitja í skjóli "lýðræðis" er stórhættulegt og veit ekki á gott. Við höfum valið, annað hvort kveðjum við land vort og þjóð bless, frelsi vor og mannréttindi, kjör og auðlindir......eða ríkisstjórn þessa. Við höfum þetta val ekki mikið lengur. Tíminn líður hratt að úrslita stund. Láttu ekki þitt eftir liggja http://www.utanthingsstjorn.is

J.S (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:39

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæta Jakobína, ég les oft pistla þína, því að þeir eru þokkalega ritaðir. Ég er samt ekki alltaf á sama máli og þú.Það er t.d. furðulegt, að þú, hámenntaður stjórnsýslufræðingur, hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu, að EES-samnigurinn með FJÓRFRELSIÐ innanborðs varð upphafið að ógæfur okkar, Íslendinga ! Ennfremur má rekja hrunið 2008 til falls banka Lehmans bræðra.

En ein spurning að lokum : Um hvað mun doktorsritgerð þín fjalla ?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2010 kl. 06:46

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Kristján. Ég hef þegar lokið við að skrifa mína doktorsritgerð. Hún fjallar um það hvernig einstaklingar bregðast við kröfum um stefnubreytingar og byggir á rannsókn.

Innlegg rannsóknarinnar til þekkingar á tímum þegar háværar kröfur eru uppi um breytingar er þarft.

Í dag erum við búin að eyða tveimur árum í að rífast um það hverjum ástandið er að kenna. Ég er nægilega mikill sérfræðingur til þess að geta metið það að þeir sem stýrt hafa skútunni á hverjum tíma bera ábyrgð. Vissulega hafði EES samningurinn áhrif en það hafði hvernig einkavæðing bankanna var höndluð líka. Innleiðing og túlkun á tilskipunum hafði áhrif og síðast en ekki síst þá létu fyrrverandi ríkisstjórnir undir höfuð leggjast að koma upp vörnum gegn því sem síðar varð. Núverandi ríkisstjórn hefur líka höndlað málið illa.

Viðvarandi svik við þjóðina einkenna stjórnmálastétt á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2010 kl. 13:09

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ein af ástæðunum fyrir því að það er sífellt rifist yfir því hverjum ástandið er að kenna byggir á því að það hefur ekki farið fram neitt uppgjör að heitið getur. Allur fjórflokkurinn hefur verið með puttana í spillingunni og hann hugsar meira um að byggja skjaldborg um spillinguna en að takast á við þarfar breytingar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2010 kl. 13:17

12 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Jakobína ágæta, nú erum við innilega sammála ! Góða helgi KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2010 kl. 21:16

13 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Fyrirgefðu mér, ágæta Jakobína Ingunn, ég gleymdi að óska þér til hamingju með að hafa lokið ritun doktorsritgerðarinnar, en ég geri það hér með. Hefur vörn hennar farið fram ? Ef ekki, nær fer hún fram ? Ég fer stundum á slíka fundi, ef ég er í bænum og hef góðan tíma.

Með bestu kveðjum, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2010 kl. 23:53

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hún mun sennilega fara í vörn með vorinu. Ég er að bíða eftir því að fá prógram frá háskólanum. Þetta er nokkuð mikill doðrantur og tekur nokkra mánuði í lestri hjá prófdómara.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 12:07

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Einstaklingur með þína menntun hefði ég haldið að hefði meiri víðsýni.

Ef allt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert á 80 árum er klúður - heimska - og vanhæfi er erfitt að skilja hversvegna þjóðin hefur verið í fremstu röð á flestum eða öllum sviðum - þó með nokkrum vinstristjórnarhrösunum sem flokkurinn hefur síðan hreinsað upp.

Hrunið var ekki heimasmíðað - meira að segja þú - með allt þitt hatur á Sjálfstæðisflokknum og okkur sem fylgjum honum að málum - undantekningarlítið - ættir að vita það. Viðbrögðin vor fráleitt öll rétt enda þótt þau væru í samræmi við flest sem gert var erlendis - það spillti líka fyrir að Sf var ekki heilshugar í samstarfinu í lokin - Össur farinn að ræða við VG og Ingibjörg ( sem fékk Geir til þess að bíða með ýmsar ákvarðanir þar til hún kæmi heim - og hann gerði illu heilli ) rak svo hnífinn í bakið á Geir þegar hún kom.

Sú sorgarsaga sem enn er verið að skrifa - hófst í framhaldi af því.

Skýrslan - "góða" er alls góðs makleg þótt fráleitt sé hún fullkomin.

Það væri hinsvegar fróðlegt að skipa enn eina nefndina sem mynidi rannsaka allt sem gerst hefur eftir að "samstarf" Sf og VG hófst. Mætti segja mér að Landsdómur fengi verkefni - nokkur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 08:23

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur ef þú vilt ekki að ég loki á þig þá skalt þú hætta að leggja mér orð í munn.

Ég hef hvergi sagt að ALLT sem sjálfstæðiflokkurin hefur gert klúður. Ég er að reyna að rifja upp eitthvað sem hann hefur gert af vitil og læt þig vita þegar ég hef komið auga á það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.11.2010 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband