Friðþæging eða alvöru markmið

Skúli Magnússon er einn af þeim sem skipa stjórnlaganefnd en hann hélt því fram á síðasta fundi

skuli-magnusson

 stjórnarskrárfélagsins að stjórnarskrár hefðu ekki mikil áhrif. 

Orðin í hugtakaskýinu eru falleg. Þau endurspegla það sem við teljum gott og það sem við teljum auðga mannlífið. En þau endurspegla einnig það sem stjórnmálastéttin hefur um áratugi unnið gegn.

Áhrif stjórnarskrá markast af því hversu vönduð hún er. Hún þarf að tiltaka markmið sem byggjast á

cloud

 lífsgildum samtímans, hún þarf að byggja á virðingu við framtíðina, hún þarf að marka leiðir að markmiðum og hún þarf að færa almenningi tæki til þess að hafa áhrif á það að henni sé framfylgt. 

Skúli hélt því fram að orðið þjóðareign hefði ekkert lögfræðilegt gildi.

Ég er þeirrar skoðunar að lögfræðingar eigi ekki að hafa forræði yfir merkingu tungumálsins. Tungumálið er lifandi og í sífelldri þróun.

Orðið eign hefur ótvíræða merkingu. Það felur í sér að eigandinn (t.d. þjóðin) hefur ráðstöfunarrétt og rétt til þess að fá rentuna af viðkomandi eign.

Ef það er kveðið á um það í stjórnarskrá að sjávarauðlindin eða aðrar auðlindir svo sem jarðvarmi og vatn séu þjóðareign þá þarf einnig að gera grein fyrir því hvernig eigendunum (þjóðinni) verði tryggð réttindi sýn. 

 Stuðningssíða vegna framboðs til stjórnlagaþings: 

 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir á stjórnlagaþing


mbl.is Góður andi á Þjóðfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Áhrif stjórnarskrá markast af því hversu vönduð hún er" segir þú.

Rétturinn sem stjórnarskráin veitir borgurunum markast líka af því hversu fylginn borgarinn er að sækja rétt sinn.

Á mér var eitt sinn brotinn réttur sem varðaði stjórnarskrá um jafnræðisregluna.  Málið snérist um að mér hafði verið úthlutað búmarki á eignarjörð mína sem ég svo hýsti með nýjum peningshúsum og íveruhúsnæði á grundvelli þessara réttinda og eiginfjár og lána hjá lánastofnunum sé ég átti rétt til.

Um vorið þegar ég hugðist flytja mig á jörðina með bú mitt og fjölskyldu, var gefin út reglugerð um fullvirðisrétt og var mér þá úthlutað 0 lítrum í  fullvirðisrétti.

Var mér nú talsverður vandi á höndum.

Brá ég þá á það ráð að fá virtan lögfræðin, sem nú er hæstaréttardómari, sem reit álitsgerð og komst að því að stjórnarskráin hefði verið brotinn á mér.

Gekk ég nú með systur minni, með þetta álit fyrir landbúnaðarráðherra og birti honum það. Niðurstaðan málsins var, að landbúnaðarráðherra viðurkenndi rétt minn og var greitt úr málinu eins og kostur var.

Margir bændur lentu mjög illa út úr þessum málum og er sú saga ekki að fullu kunn.

Ber er hver að baki nema sér systur eigi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þorsteinn vissulega er ég þér sammála um að borgarar þurfa að kunna að verja rétt sinn.

Jóhanna Sigurðardóttir, þegar hún var ráðherra jafnréttismála, réði dreng til starfa sem hafði fimm ára menntun og enga stjórnunarreynslu. Ég sótti um sama star og var með tíu ára menntun og mikla stjórnunarreynslu.

Ég kærði þetta til kærunefndar jafnréttismála sem var undirmaður ráðherra jafnréttismála. Auðvitað tapaði ég málinu og vísað var til að Jafnréttisráðherra réði hverja hann réði í vinnu.

Nú er það svo að ekki hafa allir það á færi sínu að ráða sér dýra lögfræðing til þess að ráðast gegn kerfinu.

Einstaklingar mega sín of lítils í baráttunni við kerfið. Samstaða er mikil á milli stjórnmálamanna og stjórnsýslunnar um að þagga niður í einstaklingum sem eru að pirra sig á því að það sé brotið á þeim. Lögfræðingar hafa oft á tíðum meiri áhuga á að þóknast yfirvaldinu en skjólstæðingum sínum þó það sé ekki algilt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband