Andi félagshyggju og jöfnuðar

Þegar niðurstöður þjóðfundar eru skoðaðar virðist það aðalega vera fjórflokkurinn sem aðhyllist

16872_1323047001442_1388867541_30900868_1251226_n

 frumskógarlögmálið og brauðmolakenningar.

Venjulegt fólk sem mætir á þjóðfund vill standa vörð um velferðarkerfið, tryggja mannréttindi og auka lýðræði.

Niðurstaða þjóðfundarins er nánast samhljóma stefnuskrá minni vegna framboðs til stjórnlagaþings.

Sjá hér: http://framtidislands.is/?page_id=131

og einnig hér:  http://www.facebook.com/notes/jakobina-ingunn-olafsdottir/stefnumid-fyrir-stjornlagabing/167022039981460

Þetta segir mér að ég er venjuleg og telst til þjóðarinnar. Ég hef einatt verið talin vera róttæk en þá hlýtur þjóðin líka að vera róttæk.

Myndin hér til hliðar er tekin á kaffihúsi eftir mótmæli gegn Icesave við Bessastaði. 

Ég vil bjóða fram þekkingu, reynslu og framtíðarsýn á stjórnlagaþingið. Ég vil fara með óskir fólksins inn á þetta þing og gera þær að veruleika.

Í farteskinu hef ég Cand. Mag. gráðu í stjórnsýslufræði, M.Sc. í stjórnun auk þess sem ég hef lokið við að skrifa doktorsritgerð í menntunarfræðum.

Ég ólst upp í sjávarþorpi með fimm systkinum, byrjaði að vinna í fiski þrettán ára. Ég á fjögur börn og stend ekki í þakkarskuld við neina valdablokk né heldur neinn stjórnmálaflokk.

Þeir sem vilja sýna framboði mínu stuðning geta farið inn á þennan link og ýtt á LIKE: 

 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir á stjórnlagaþing


mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Einn lífeyrissjóður" er fáránlegt hugtak.

Friðrik (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég set kröfuna um snjólaust Ísland á oddinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.11.2010 kl. 20:42

3 identicon

Ég er líka ofsalega svag fyrir svona innihaldslausum frösum, merkingarlausum slagorðum og tilfinningaþrungnum upphrópunum.

Dúlli (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 21:20

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þetta með einn lífeyrissjóð er ekki inni í stefnuskránni hjá mér. Hins vegar vil ég fá vinnuveitendur út úr lífeyrissjóðunum og koma þeim í hendur launþega.

Skil eiginlega ekki hvernig þetta lífeyrissjóðsdæmi hefur ratað þarna inn. (kannski uppástunga frá Jóhönnu en henni var boðið á fundinn)

Jóhannes ætli skíðamenn verði þá ekki spældir:)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 21:24

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einn lífeyrissjóður er mjög gott. Af hverju að hafa marga smákónga með milljón á mánuði sem fjárfesta hvort er í sama shittinu :)

Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef ekki spáð í þetta með einn lífeyrissjóð. Það er kannski ekki svo vitlaust. Hefur ekki verið í umræðunni en kannski ætti maður að velta þessu fyrir sér.

Ef ég get fundið á því einhverja smugu vil ég setja ákvæði í stjórnarskránna sem fælir vinnuveitendur úr úr lífeyrissjóðunum og tryggir þar lýðræðislega aðkomu launþega og lýfeyrisþega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 22:28

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæra veiðar fyrir alla Íslendinga sem áhuga hafa,

leysir fátæktar og atvinnu vanda fólksins í landinu!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.11.2010 kl. 23:24

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Aðalsteinn þú veist að ég er lagjörlega sammála þér í þessu. Stuðlar að sjálfbærni, náttúruvernd, minni mengun og meiri atvinnu. Er hægt að biðja um betra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 23:48

9 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jakobína, þú ert flott!

Aðalsteinn Agnarsson, 7.11.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband