Elítan að gliðna

Einstaklingar hafa mátt sín lítils gegn valdinu. Elítan hefur litið svo á að valdið sé að ofan og við því megi ekki hrófla. 

Einstaklingar sem orðið hafa fyrir misrétti hafa ekki átt sér málsvara í stofnunum landsins sem litið hafa á sig sem varðhunda ríkisvaldsins og innvígðra.

Bankahrunið var vont og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina.

Það sem hefur komið gott í kjölfarið er að tekið hefur verið á þöggun og misbeitingu valds.

Þetta er góð byrjun en marg fleira þarf að rannsaka.

T.d.

  • Einkavæðingu bankanna
  • Veðsetningar, brask og arðgreiðslur hjá útvegsfyrirtækjum (hvert fóru peningarnir?)
  • Fyrirgreiðslur og tengsl banka og stjórnmálamanna
  • Hverjir eigi kvóta
  • Hverjir standa í vatnsútflutningi og hvernig tengjast þeir stjórnmálum
  • Fjármál Finns Ingólfssonar og fleiri framsóknarmanna
  • Eignatengsl stjórnmálamanna
  • Umgjörðina um Magma Energy

 


mbl.is Kirkjuþing samþykkir nefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl vertu, nú fer ég að skrá mig í þjóðkirkjun, en sagði mig úr henni fyrir tæpum tveim áratugum vegna séra Ólafs og hvernig var tekið á málum, en nú eru aðrir tímar t.d. eru Lilja Móses og Katrín Júl sem báðar sitja í ríkisstjórn nátengtar útgerð, valdamaskina landsins hefur bara harðnað

þeir sem rífa kjaft reknir, þegar R-lisinn var stofnaður voru Helgi og Hrannar í slæmum málum

hvar eru þeir nú,fólk á besta aldri nennir þessu ekki ef það er með menntun og yfir gefur skerið.

Bernharð Hjaltalín, 15.11.2010 kl. 05:36

2 identicon

(Þetta er ekki persónulegt til þín Jakobína, bara upplýsingar og sjónarmið sem ég vil koma á framfæri) Það er ólýðræðislega aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Hópar eins og hópurinn á Facebook um að kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að kjósa burt Þjóðkirkjuna eru dæmi um fáfræði og aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!

Varist úlfa í sauðargæru á stjórnlagaþingi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 08:58

3 identicon

Sammála þér,

eins finnst mér þurfi athugunar við, saman með því sem þú listar upp, hvernig háskóli Íslands er flæktur í þessi mál, Sé ekki betur en rammpólitískir prófessorar með rammpólitískt bakland, ásamt fleiru öfugsnúnu fari, séu notaðir sem verkfæri rammpólitískra afla, sem hafa, og hafa haft með að gera allskonar hjálpakokkaiðnað, fyrir allt það sem þú telur upp, og miklu fleira reyndar. Þarf ekki bara að loka þessari ormagryfju, og endurskipuleggja skólastarfið?

Robert (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:21

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Róbert

Ég kem einmitt inn á afskipti prófessora í nýjum pistli sem ég var að setja inn.

Sæll Varist úlfa

Þjóðin á að fá að hafa síðasta orðið í mikilvægum málefnum. Ákvæði um ríkiskirkju hefur þó litla festu í stjórnarskrá vegna þess að við ákvæðið er hnýtt: þessu ákvæði má breyta með lögum. Ef málefni kirkjunnar eru ekki sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eru þau á valdi Alþingis.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband