Menntakerfið að versna

Katrín Jakobsdóttir fær ekki mitt hrós fyrir starf sitt í menntamálaráðuneyti og hefur farið um með skemmdarverkum.

Ég ætla að segja frá persónulegri reynslu í þeim efnum.

Ég á dreng sem á mjög auðvelt með að læra stærðfræði og gengur líka vel í öðrum fögum. Hann tók aukalega stærðfræði og þýsku með grunnskólanum og tók svo níunda og tíunda bekk saman á einum vetri.

Hann ætlaði síðan inn í áfangakerfi í MH þar sem bróðir hans er við nám. MH er ekki hverfisskólinn og var honum meinað þar um inngöngu þótt bróðir hans væri það og gert að sælja hverfisskólann sem er ekki með áfangakerfi.

Núna er hann í fyrsta bekk í hverfiskólanum. Hann sækir eingöngu hluta af þeim námsgreinum sem í boði eru í fyrsta bekk því hann er búin að ljúka sumum.

Sem sagt afburðarnemanda er ekki gefin kostur á því að vera í fullu námi og kerfið er að tefja hann í námi.

Mér er lífsins ómögulegt að koma auga á hvaða sparnaður hlýst af þessu eða er þetta bara forræðishyggja Katrínar sem ræður. Vill hún koma í veg fyrir að það myndist samkeppni á milli skóla sem örvar þá og hvetur til þess að veita góða þjónustu.  


mbl.is Námsmenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband