Stuðningur og 20 milljón pund

Frá því segir á Eyjunni að:

Stofnað hefur verið félag áhugamanna um réttláta málsmeðferð í landsdómsmáli Geirs H.

pund

 Haarde, fyrrverandi forsætiráðherra. Félagið heitir Málsvörn, og er skráð á Pétur J. Eiríksson, fyrrum forstjóra Icelandair Cargo, og núverandi  stjórnarformaður Portus Group. Pétur er einnig stjórnarmaður í Hagar hf.

 Geir segir:

„Pétur J. Eiríksson og ég höfum verið vinir og samstarfsmenn í meira en 40 ár. Við sátum saman í stjórn Heimdallar og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Einnig unnum við saman sem blaðamenn á Morgunblaðinu í mörg sumur á námsárum okkar beggja,“

Pétur er eins og fram kemur í fréttinni stjórnarmaður í Högum sem er eigandi All Saints.  Kaupþing og Glitnir hafa samkvæmt frétt Mail Online lánað All Saints 20 milljón pund.

Sjá hér: http://www.dailymail.co.uk/money/article-1331663/Icelandic-cash-fashion-label-All-Saints-seek-expansion.html 

Í Mail Online segir: A new £20million load agreement is paving the way to a 'quantum leap' for All Saints

Hvar fá Kaupþing og Glitnir 20 milljón pund til þess að veita kaupréttarlán? Eru þau tekin af gjaldeyrisvaraforðaláninu sem börnin okkar eiga að borga? 

Hverjir eru eigendur Kaupþings og Glitnis? 


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Nú nú er bullið bara ennþá í gangi, hélt að það væri allt svo gott eftir að hin óspilla Samfylking og hinir óspilltu Vinstri Grænir væru tekin við, eða er þetta líka Geir að kenna?

Einar Þór Strand, 22.11.2010 kl. 00:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þetta er furðulegt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2010 kl. 00:26

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

20 milljón pund eru um 3.6 milljarðar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2010 kl. 00:28

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Já eða eitt Exelskjal.

Einar Þór Strand, 22.11.2010 kl. 00:37

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit það ekki það er talað um "loan facility." Skuldbinding af hálfu bankanna myndi ég ætla. Varla getur All Saints tekið "quantum leap" með Excel skjali.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2010 kl. 00:48

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Nennir einhver að hlusta á vælið í Geir? Ég held varla. Íslenskir stjórnmálamenn, bæði núverandi og fyrrverandi, eru ömurlegir lýðskrumarar. Þeir eru gjörspilltir, heimskir, hallærislegir og falskir.

Guðmundur Pétursson, 22.11.2010 kl. 00:49

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Vandamálið er að það er ekki nóg að stefna Geir, og þegar menn eru með svona sýndargjörning til að reyna að slá ryki í augun á almenningi þá sýnir það bara hvað við erum með mikla kjána víð stjórnvölinn.

Einar Þór Strand, 22.11.2010 kl. 00:56

8 identicon

Ég átta mig ekki á ástæðu þess að þú lokar á mig Jakopbína.

Er þetta lýðræðisástin sem þú segist öðru fremur bera fyrir brjósti ?

Glæsilegt veganesti á stjórnlagaþing þá.

Ég er gáttaður á þér...

Hilmar (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 02:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enn ein vísbendingin um að Sjálfstæðismenn ættu að fara varlega í að klína Baugsveldinu á Samfylkinguna.

Þarna vitnar fyrrum forsætisráðherra og fjármálaráðherra þar á undan að stjórnarmaður í Högum hafi verið hans æskuvinur og samstarfsfélagi í 40 ár. Auk þess voru þeir vopnabræður í Heimdalli og SUS.

Svo mikill hollvinur Sjálfstæðisflokksins er stjórnarmaðurinn í Högum að hann stofnar samtök til að forða fyrrum forsætisráðherra flokksins undan réttvísinni! Skipstjóranum sem sigldi landinu í svo mikla spillingu að það hrundi loksins!

Er hægt að vera mikið meira tengdur inn í FLokkinn?

Theódór Norðkvist, 22.11.2010 kl. 06:07

10 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það er nú eitthvað annað er kommastjórnin , þar sést ekki spillingardropi á hvítflibbanum, eða er það???

Haukur Gunnarsson, 22.11.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband