Búin að kjósa

Þetta gekk mjög vel. Tók ekki nema nokkrar mínútur.

Ég er ánægð með að hafa tekið þátt í þessari lýðræðistilraun bæði sem frambjóðandi og kjósandi.

Skil eiginlega ekki þá sem eru alltaf að væla yfir ástandinu en beyta ekki áhrifum sínum þegar þeir fá tækifæri til þess.

Líkurnar á því að þetta takist vel til aukast eftir því sem fleir þeirra mæta sem eru óánægðir með stjórnmálin.

Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr kössunum. Segir okkur svolítið um það hverjir mæta á kjörstað.  

Þakk öllum sem hafa stutt mig í þessum kosningum og almennt í baráttu fyrir bættum stjórnmálum og meiri lýðræðisskilningi.  


mbl.is 21% höfðu kosið kl. 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var auðvelt að taka þátt í þessarri kosningu á allan hátt og bendir ekki beint til mikillar lýðræðisástar hjá almenningi að nenna ekki að taka þátt í kosningunni, bara vegna þess að það þurfti að hugsa svolítið sjálfur. Ráðum við ekki við það?

Dagný (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta var ekkert mál. Gekk hraðar fyrir sig en í venjulegum kosningum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2010 kl. 19:31

3 identicon

Finnst þetta stjórnlagaþing lykta af samsæri. Það er engin sérstök ástæða til að breyta stjórnarskránni. Það var ekki hún sem olli hruninu. Það sem vantaði var að farið væri eftir gömlu stjórnarskránni, sem hefur verið margbrotið á. Held þetta sé plott alþingis til að losna við forsetan og kirkjuna, og þar með að einhver geti böggast í þeim út af Icesave, ESB, og fleiru sem þjóðin gæti vísað til forseta, og um leið að afnema hér smám saman kristinn sið til að auðvelda fyrir að innlima Ísland í Islamska ríkið Europa-stan sem mun væntanlega brjóta á rétti innfæddra sem verða kannski brátt í minnihluta:( Ég hefði nú samt kosið, hefðu veikindi ekki komið í veg fyrir það, en það voru fáir að kjósa, mest besserwisserar og málpípur Samfylkingarinnar.

Resist (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Offari

Resist rétt er það að ekki var það stjórnarskráin sem olli hruninu en hinsvegar hrundi trú manna á flokkakerfinu í kjölfar hrunsins. Því er það verk stjórnlagaþingsins að setja nýjar reglur þar sem auka traust á milli þjóðar og þings.  Það verður hér alltaf máttlaus stjórn ef þjóðin treystir henni ekki.

Gangi þér vel Jakobína.

Offari, 28.11.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband