Bryndís Hlöðversdóttir víða nálæg

Síðasta leikfléttan um kosningar til stjórnlagaþings er hallærisleg og afhjúpandi. Sjálfstæðimenn sem hafa glutrað niður þúsundum milljarða í bóluhagkerfi og reyna leynt og ljóst að sölsa undir sig þjóðarauðlindir fyllast nú ábúðarmikilli hneykslun yfir klaufaskap ríkisstjórnarinnar sem samdi lög sem samþykkt var af öllum flokkunum ef ég man rétt. 

 Fíflin og líka sumir hinna í sjálfstæðisflokknum vilja nú að Jóhanna segi af sér. Jóhanna átti aldrei að verða forsætisráðherra ekki fremur en aðrir úr hrunstjórninni t.d Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller. En þetta lið gefur einfaldlega skít í fagmennsku. Fúskið er allsráðandi og stundum koma upp mál sem gerir það áberandi.

En aldrei þurfa menn að taka pokann sinn. 

Fréttir eins og þjófnaður úr bótasjóði Sjóvár, fjárdráttur í erlendum sendiráðum, menn gleyma að innleiða tilskipanir o.s.frv. Og í hvert sinn verður tugmilljóna til tugmilljarða tap sem ýtt er að skattgreiðendum.  

Framkvæmd kosninga var í höndum landskjörsstjórnar:

Ástráður Haraldsson
Bryndís Hlöðversdóttir
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir
Þórður Bogason
Þuríður Jónsdóttir

Þau hafa gert sig ber að aulalegu klúðri en það er þó dæmigert fyrir starfsfólk sem ekki er valið á hæfnisforsendum. Skattgreiðendur fá síðan reikninginn fyrir aulaskapinn að venju.

Bryndís Hlöðversdóttir kemur víða við þar sem hlutunum er klúðrað. Hún sat í stjórn Landsvirkjunar á meðan gamblað var þar með framvirka samninga sem menn töpuðu tugmilljörðum á. Hún var aðstoðarrektor við Bifröst þegar fjármálin fóru þar í steik og nú virðist hún hafa verið með puttana í að gera þessar kosningar að gríni.


mbl.is Útsend kjörbréf teljast ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband