Þjóðin og forréttindastéttin

Fyrir bankahrun réði þöggun, glórulaust klapp og boðskapur trúarbragða um samkeppni ríkjum í íslensku samfélagi. Tíminn frá hruni hefur einkennst af átökum á milli þeirra sem vilja breytt hugarfar og þeirra sem vilja að við trúum að við þurfum að lúta ríkjandi kerfi.

Hugmyndin um að Íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á velferð breskra og hollenskra innstæðueigenda er í raun fjarstæðukennd. Stærð skuldbindinganna í þessu máli er af þeirri gráðu að flestir almennir borgarar geta ekki sett sig inn í afleiðingarnar af slíkum skuldbindingum fyrir litla þjóð.

Bretar og Hollendingar hafa verið í forystusveit þeirra Evrópuþjóða sem lagt sig hafa fram um að arðræna þjóðir þriðja heims. Þeir hafa gengið á auðlindir þriðjaheimsríkja í skjóli spilltra valdhafa sem þegið hafa mútur og skilið við almenning í örbyrgð.

Nýlenduarðrán hefur frá seinni heimstyrjöld farið fram í formi einkavæðingar eins og bent var á í Silfri Egils fyrr í dag. Stjórnendur og eigendur alþjóðafyrirtækja sem hafa byggt arðsemi sína á því að ræna auðlindir fátækra þjóða og nýtt sér barnaþrælkun þar sem eftirlit er lítið komust að því á síðasta áratug að á Íslandi býr þjóð sem er lítið meðvituð um rétt sinn.

Á Íslandi var hægt að gera góða díla um að ræna almenning því stjórnvöld voru á svipuðu plani í almennu siðferði og spilltir valdhafar þriðja heims ríkja. Á Íslandi fengu alþjóðafyrirtækin aðgang að sameiginlegum sjóðum almennings sem notaðir hafa verið til þess að reisa fyrir þau mannvirki til orkunýtingar. Áhættan fellur á almenning og stóriðjunni er tryggður hagnaður hvernig sem árar í heimsmarkaðsverði. Ef illa árar þá eru tekin erlend lán sem skattgreiðendur þurfa að standa skil á í framtíðinni.

Já hugsaði títtnefnt alþjóðasamfélag á Íslandi búa vitleysingar og þar getum við grætt mikið. Við látum skattgreiðendurnir þar blæða fyrir óskynsamlega hegðun breskra og hollenskra fjárfesta. Við getum treyst því að íslenskir stjórnmálamenn lúti vilja okkar því það hefur reynslan sýnt. Þeir munu ekki standa með alþýðu landsins. Þeir munu ekki hætta persónulegri stöðu sinni vegna velferðar framtíðakynslóða.

Þeir sem hafa beygt sig undir kröfur Breta og Hollendinga hafa ekki sett fram haldbær rök fyrir því hvers vegna íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á hegðun í einkaviðskiptum í Hollandi og Bretlandi. Það er látið liggja að því að ákvörðunin snerti samvisku stjórnmálamanna. Spurningin hlýtur að vera hvar samviska stjórnmálamanna liggi. Þeir eru tilbúnir til þess að færa áhættu af starfsemi stóriðju yfir á íslenskan almenning. Áhættuna af dómstólaleiðinni eru þeir þó ekki tilbúnir að færa á almenning þótt þeir viðurkenni að ekki liggi fyrir lagaleg rök fyrir því að íslenskir skattgreiðendur taki á sig ábyrgð af Icesave klúðrinu. Áhættan í Icesave samningnum er gríðarleg og þá áhættu eru stjórnmálamenn tilbúnir til þess að færa einhliða yfir á íslenskan almenning.


mbl.is Þjóðin eigi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband