2011-02-13
Þrælslundin upphefur raust sína
Hver verður fyrstur til þess að setja nafn sitt við þennan lista.
Það fer hrollur um mig þegar ég horfi upp á það hvernig fjölmiðlar og stjórnvöld reyna að fá þjóðina til þess að hafna réttvísinni. Tilfinningin sem ég fæ er að ég búi í landi sem hafnar kerfi sem tryggir réttlæti. Fjölmiðlarnir þjóna svipuðu hlutverki í dag og böðlar gerðu áður fyrr þegar þeir píndu hina óþægu opinberlega á torgum úti til þess að innræta hræðslu í almúgann.
Höfnum ekki réttarfari, höfnum ekki skynseminni og látum dómstóla skera út um þetta mál.
Ef Bretar og Hollendingar tryðu því að Íslendingar gæt tapað á dómstólaleiðinni hefðu þeir valið þá leið. Það hafa þeir ekki gert.
Þeir sem tapa á því að dómstólaleiðin er valin eru einstakir stjórnmála- og embættismenn auk stjórnenda landsbankans.
Icesave Já Takk opnar síðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menn eru á flótta undan icesave. Þingmenn sem þykjast vilja samþykkja vona í hjarta sér að þjóðihn hafni á endanum þessari ábyrgð og losi þá þannig úr snörunni. Þeir eru jafn aumkunarverðir og hinir sem strjúka spekingslega sitt skegg og tala um að magrar sættir séu betri en þungir dómir. Þessir menn eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur eru búnir að fyrirgera trúanleika sínum á sama hátt og Tryggvi Þór og fleiri. Háskólasamfélagið hefur alls ekki endurreist laskaða ímynd. Háskólasamfélagið þarf að rísa undir kröfum um að geta veitt hlutlægar og góðar upplýsingar en ekki einhvern pólitískan áróður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2011 kl. 23:29
Glæsilegt að það sé til fólk sem vil setja nafnið sitt á skuldbréf sem ábyrgðarmenn þrátt fyrir að stofnað var til skuldarinar og peningunum eytt áður en fólkið fékk nokkuð um það a'ð segja Já Takk annars Nei Takk hafði hugmynd um það þegar svikamyllan snérist á fullu fyrir hina fáu útvöldu Fjórflokksins. Hversu aumt er ásættanlegt Íslendingar?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:29
Mér finnst þú vera á villigötum í þessu. það að vinna málið fyrir dómsstólum leysir ekkert fyrir B&H. það þarf samt að semja um engurgreiðslu. því Ísland getur eigi greitt þessa skuld hér og nú sem kunnugt er.
Og með þessa síðu, nú þekki ég það ekki og set allan fyrirvara við, en samt er eg á þeirri skoðun að Ísland eigi að borga þessa skuld. það er út af því að eðli og efni máls samkvæmt tel ég að Ísland eigi að borga. það efni og þær ástæður eru lagalegs og siðferðilegs eðlis. það er réttlætismál að Ísland axli þessa ábyrgð og skuldbindingu. Ekkert öðruvísi.
þó að engin lagaleg skylda væri til staðar (sem eg tel vera sem kunnugt er og jafnvel tel éghugsanlegt að ísland yrði dæmt til að gæta Jafnræðisreglunnar samkv. EES samningum og þal. allt uppí topp.) þá væri ísland samt siðferðilega skuldbundið til að endurgreiða innstæðueigendum í B&H þennan aur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2011 kl. 23:37
Þetta snýst ekkert um peninga, heldur að gera okkur meðsek um ríkisábyrgð.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2011 kl. 23:49
"...hvernig fjölmiðlar ... reyna að fá þjóðina til þess að hafna réttvísinni..."
Ég hef fylgst með fjölmiðlum nú um helgina og get fullyrt að allir stærstu fjölmiðlarnir hafa birt reglulega fréttir um það hve margir hafi skráð sig á vef þeirra Jóns Vals og Lofts Altice með áskorun til forsetans um að hafna Icesave-samningnum, og hafa gætt þess að birta link á síðuna. Hvernig stemmir það við þessa samsæriskenningu þína?
Gísli (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:53
Jakobína Ingunn! Ert þú byrjuð að greiða námslánin þín sem almenningur er að lána þér?
Öreiginn (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:59
Ómar Bjarki þér hefur lítið farið fram frá því að ég heyrði frá þér síðast. Þú segir "það þarf samt að semja um engurgreiðslu. því Ísland getur eigi greitt þessa skuld hér og nú sem kunnugt er."
Það er enginn að andmæla því að samið sé um endurgreiðslu. Rökvilla þín felst í því að talar um þessa skuld sem skuld Íslands. Þetta er skuld Landsbankans og sjálfsagt að hann semju um endurgreiðslu. Jafnræðisreglan tengist þessu máli ekkert.
Einkabankinn, stjórnendur og eigendur hans ásamt stjórnmála- og embættismönnum sem færa þennan áróður eru þeir einu sem bera sök í þessu máli. Þeir vilja ekki að það fari fram rannsókn á málinu.
Allir Íslendingar ættu þó að mótmæla þessu vegna þess að það stendur skýrt að ríkinu sé ekki heimilt að veita tryggingasjóði ríkisábyrgð. Þess vegna eigum við löghlýðnir borgarar að hafna því að ríkisstjórnin brjóti ákvæði tilskipunar með því að innleiða lög um ríkisábyrgð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2011 kl. 00:09
Gísli ég nefni hvergi samsæri. En þetta orð samsæri er gjarnan notað til þess að drepa hlutum á dreif. Í fjölmiðlum fer fram gengdarlaus hræðsluáróður. það er bara staðreynd.
Öreyginn þú getur verið nokkuð áhyggjulaus því ég lagði fyrir í tvö ár áður en ég byrjaði í mastersnáminu og tók því ekki mikil námslán.
Lín sýndi hagnað á síðasta ári og hefur því væntanlega grætt vel á mér og öðrum námsmönnum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2011 kl. 00:13
Hva! No comment JakI?
Fitukeppurinn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 00:13
Gott hjá þér að leggja fyrir, kæra ungfrú. En veistu hvernin hagnaður LÍN er bókfærður? Skilst að LÍN taki verðtryggð lán á 5% vöxtum en lán út verðtryggt á 1%? Getur þú útskýrt hvernig "sýndur" hagnaður er til kominn?
Öreiginn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 00:23
Ekki nóg með það:
http://www.visir.is/article/201020339260
Comment (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 00:30
Hmm, þetta er athyglisvert dæmi!
Nördinn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 00:52
Já, hér verð eg að svara og skýra nokkur atriði.
,,Þetta er skuld Landsbankans"
Málið snýst um skuld Tryggingarsjóðs. það er bara þannig. það var sjóður sem hvert ríki átti að koma upp og bæta tjón, tryggja og greiða lágmarksbætur ef á reyndi. Tryggingarsjóðnum var komið upp gegnum alþjóðlegan samning sem kallaður er EES samningurinn. Innstæðueigendur lögðu inná reikninga í þeirri vissu og góðu trú að Ísland myndi standa við alþjóðlegar skuldbindingar.
,,Jafnræðisreglan tengist þessu máli ekkert."
Jú jú jú. Tengist mjög mikið. Bretar hafa td. stundum sett hana framar en spurninguna um ,,ríkisábyrgð á tryggingarsóði". Samkvæmt EES er í prinsippinu bannað að mismuna milli þjóðerni/landa og umrætt tilfelli er klárt brot á því. Einfaldlega vegna þess að innstæðueigendur í B&H fengu ekki sömu meðferð og innstæðueigendur á Íslandi. þetta er sama eðlis og innstæðueigendur í Keflavík hefðu fengið allt aðra meðferð en aðrir innstæðueigendur á íslandi við hrunið. (Fólk er samt almennt alls ekki að ná þessum hluta vegna þess að það er eins og fáir íslendingar hafi kynnt sér EES samninginn og enganveginn hafi síast inn hjá þeim að samkvæmt samningum þá ber Ísland líka skyldur. Samningurinn veitir landinu tækifæri - en setur líka skyldur á herðar þess.
,,það stendur skýrt að ríkinu sé ekki heimilt að veita tryggingasjóði ríkisábyrgð"
Jaá, þarna býst eg við að þú sért að vísa til ákv. klausu í viðkomandi dírektífi sem mikil tíska var hérna uppi á tímabili að kvóta og byggðist á misskilningi í raun. það er búið að fara yfir það atriði. það sem lesa má úr þeirri klausu er að ríkin einmitt geti orðið ábyrg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2011 kl. 01:12
Það er orð yfir þess konar lið sem myndi skrifa nafn sitt á þennan lista á ensku, og ef einhver skrifar undir þetta er orðið tímabært að fá sambærilegt íslenskt orð. Þetta orð er "sheeple", um hinn heimska múg sem jórtrar í réttunum og lætur svo leiða sig til slátrunnar, sauði í orðsins fyrstu merkingu, passívir, heilaþvegnir og heimskir. Sauðkindin er gott dæmi um akkurat þetta, hún var eitt sinn stórhættulegt óargardýr, lífshættulegt að eiga í samskiptum við, en aldalangur þrældómur hennar hefur gert hana það sem hún nú er. Sheeple er gott nafn á þá sem ekki verðskulda titilinn manneskja, því manneskja er það að vera vakandi, á varðbergi, meðvitaður og taka fulla ábyrgð, sýna fyrirhyggjusemi og forsjá, ekki það að jórtra í réttunum í dag, ánægður með sitt sjónvarp, og vera svo slátrað ásamt börnunum á morgunn. Sheeple er mun óvirðulegra fyrirbæri en þrælar, og það er sorglegra og hættulegra hlutskipti að vera sheeple en þræll sem veit hann er þræll, og getur því gert eitthvað í málinu. En þú, Jakobína, ert frábær og langt því frá neinn sauður! Kærar þakkir fyrir að upplýsa þjóðina um það sem máli skiptir!
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:14
Einfalt. Sýnd veiði en ekki gefin. Ríkið fer í vasa almennings og veitir árlegt framlag sem dekkar mismuninn og gott betur.
Skattborgarinn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:14
Ég vorkenni manninum sem stofnaði síðuna. Hafi hann greindarvísitölu yfir 50, þá mun hann sjá hvað þetta er heimskulegt áður en hann deyr, og hversu rangt og siðlaust. Hann mun gráta mikið á banabeðinu. Lífið er stutt. Lengri er skuldaklafi afkomendanna, og á meðan er helsta, stærsta og mesta orsök barnadauða í heiminum hvorki matarskortur né sjúkdómar, heldur þjóðarskuldir, fyrirbæri sem margir eru að reyna að gera ólöglegt, og þar getur Ísland hjálpað!!! Þeir sem vilja kynna sér þetta mál, og vilja ekki bregðast skapara sínum, mannkyninu, siðmenningunni og framtíðinni og jarðarbúum öllum er bent á vefinn http://www.makepovertyhistory.org Sameinust hjálpum þeim! = Skrifum ekki undir, heldur setjum lagalegt fordæmi sem mun bjarga lífi okkar minnstu bræðra!!!!!!!!
Passion (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:19
Jakobína, ég veit að þú nefnir ekki orðið "samsæri" en engu að síður segirðu að fjölmiðlar reyni að fá þjóðina til þess að "hafna réttvísinni". Ef það eru samantekin ráð hjá fjölmiðlum er það auðvitað ekkert annað en samsæri. Ef þetta væri rétt hjá þér hefðu fjölmiðlar að sjálfsögðu ekki skýrt frá því, á tveggja tíma fresti, hvernig undirskriftasöfnin gengur hjá Jóni Vali og Lofti Altice (sem hefur hvatt til þess að nafngreindir ráðherrar verði teknir af lífi). Oft er gott að hugsa áður en maður skrifar.
Gísli (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:21
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:14
Bara fyrir forvitnissakir, hvenær var sauðkindin stórhættulegt óargadýr? Og hvað, breyttist hún svo allt í einu (eða kannski smám saman) í jórturdýr? Þessi uppgötvun hefur alveg farið fram hjá mér. Viltu vera svo vænn að benda mér á frekari fróðleik um þessa einkennilegu þróun í dýraríkinu?
Gísli (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:32
Mig grunar hvaða Gísli skrifaði hér undir rétt áðan, og er sá maður bæði vangefinn og stórhættulegur, þó ekki sé það sökum illsku greysins...
M. (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:34
Ég er líffræðingur væni. Lesu þessa grein (ef þú kannt þá ensku) http://en.wikipedia.org/wiki/Ovis Sauðkind dagsins í dag er ekkert lík forfeðrum sínum. Sauðkindin þróaðist ekki með eðlilegum hætti, heldur er það sem hún er vegna þess að maðurinn fangaði hana og smám saman breyttist hún. Hundar dagsins í dag eru líklega afkomendur úlfshvolpa sem voru tamdir á sínum tíma, og kettir hafa líka breyst mikið á nábýli við manninn. Með sama hætti er hægt að "temja" menn, að vissu leyti, og gera þá gott sláturhúsameti, og kallast sú aðferð, að temja manninn og breyta honum í þræl, í daglegu tali "fasismi". Sorglegt þú hafir fallið í líffræði 101 á sínum tíma greyið.....Myndi benda þér á ótal fleiri greinar en efast um þú sérst læs.
PS: Góða ferð í sláturhúsið væni minn. Við reyndum að frelsa þig. Vorkenni börnunum þínum.
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:38
Sendi víst vitlausa grein. Mæli með að ef þú hefur í raun og veru áhuga á líffræði og nennir að lesa, sem ég efast um, þá kynnir þú þér verk M.E.Ensminger, eins helsta sérfræðing í öllum þeirra málefnum.
Effects of Domestication
"Domestication has changed sheep so much that they are almost helpless in the wild, according to animal scientists M. E. Ensminger and R. O. Parker, who in Sheep and Goat Science note that "domesticated sheep of all breeds are universally timid and defenseless and the least intelligent and least teachable of all the domestic four-footed animal. . . . Unlike other farm animals, they are unable to return to a wild life" (p. 4).
Nútíma hundar og kettir þróðust með manninum á svipaðan hátt, þó ekki með jafn skelfilegum afleiðingum, þó langur vegur sé frá úlfi að hundi. En alveg eins og sheep, er Sheeple dauðadæmd tegund, sem mun ekki lifa af, og þeir því ljótastir allra glæpamanna sem vilja breyta börnunum okkur í slík með að gera þau að skuldaþrælum. Þeim verður aldrei fyrirgefið!
Hér er smá fróðleikur um kindur fyrir leikmenn: http://www.e notes.com/food-encyclopedia/sheep
Forfeður sauðkindarnir eru mun ólíkari henni en forfeður okkar okkur, en þó eru til menn sem hafa nánast breyst í jafn ósjálfbjarga, ónátturuleg, hlýðin og þrælslunduð fyrirbæri og aumingja sauðkindina, sem er dýr sem við höfum eyðilagt andlega séð, okkur til hagnýtingar, eins og sumir vondir menn líta á aðra menn. Í Bandaríkjunum var til dæmis reynt að "rækta" þræla, sem betur fer tókst það ekki, en þeir reyndu. Heimskustu þrælarnir voru látnir eignast börn, en þeim sem sýndu uppreisnartilburði og sjálfstæði og greind var meinað að eignast börn. Þannig áttu þrælarnir að haldast hlýðnir kynslóð eftir kynslóð. En Guð sigraði þá baráttu við vonda menn. Drottinn sigrar alltaf fyrr eða síðar, sama hvað vondir menn reyna að skemma fyrir. Aðeins illmenni halda upp á Icesave. Í dag er það ekki þrældómurinn heldur þjóðarskuldirnar sem eru að murka lífið úr svarta manninum. Hungursneyðin er vandamál afþví það eru engir peningar til að laga ástandið því allur peningurinn fer í að borga þjóðarskuldir, og sjúkdómarnir eru vandamál afþví heilbrigðiskerfi er í lamasessi út af þjóðarskuldum. Þeir sem eru með Icesave munu fá sín laun eftir dauðan fyrir að sýna ekki samstöðu með sínum minnstu bræðrum.
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:58
M. (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:34
Sjitt maður, M. veit hver ég er, og þá um leið að ég er bæði "vangefinn" (afar smekklega að orði komist) og stórhættulegur.
Æi, eru þetta einu rökin sem þú hefur? Þá nenni ég ekki að tala við þig, greyið mitt. Farðu út að leika þér, vinur.
Gísli (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 02:05
Gísli það þarf ekki að vera samsæri þegar búið er að dómistikera alla fjölmiðla. Starfsmenn fjölmiðla, fréttamenn og þeir sem eru með viðtalstætti eru háðir auglýsendum, eigendum og ríkinu (ríkjandi valdhöfum) um viðurværi sitt svona rétt eins og kindin og hundurinn.
Stjórnvöld hafa valið að rukka landsmenn um svokallaðann nefskatt og eru síðan með ríkisfjölmiðilinn á fjárlögum. Eðlilegra væri ef útvarpið fengi afnotagjald og hlustendur fengju að kjósa útvarpsstjóra t.d. samfara alþingiskosningum.
Valdhafar forðast fyrirkomulagi af því tagi sem gerir starfsfólk miðla stjálfstæða og hugsandi (people).
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2011 kl. 02:18
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 01:58
Sheeple minn, ég vil ekki móðga þig en ertu alveg viss um að þú sért líffræðingur? Í greininni sem þú vitnar í stendur: “Unlike other farm animals, they are unable to return to a wild life.” Í fyrri greininni sem þú linkaðir á fyrir mistök er einmitt talað um “wild sheep” og ef þú hefur fylgst með fréttum síðustu árin hefurðu kannski heyrt um villt sauðfé í fjallinu Tálkna á Vestfjörðum.
Þér er auðvitað velkomið að vera á móti Icesave-samningunum, þó það nú væri, en þú þarft endilega að finna einhver rök sem halda vatni.
Og svo að það sé á hreinu þá er ég bæði læs og er, þó ég segi sjálfur frá, þokkalega góður í ensku.
Gísli (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 02:23
Jakobína, þú talar um að búið sé að “dómistikera” alla fjölmiðla (sennilega undir áhrifum frá “líffræðingnum” Sheeple etc.). Þetta segirðu, ef ég skil þig rétt, til að rökstyðja þá skoðun þína að fjölmiðlar séu að reyna að fá þjóðina til að samþykkja Icesave-samninginn og vísar í því samhengi til böðla fyrri alda.
Rétt í þessu renndi ég yfir eftirfarandi fjölmiðla: Visir.is, Mbl.is, Ruv.is, Eyjan.is, Pressan.is, og fann eina frétt um undirskriftasöfnun til stuðnings Icesave-samningnum. Fréttirnar um undirskriftasöfnun gegn Icesave-samningnum voru svo margar að ég gafst upp á að telja þær.
Ég átta mig engan veginn á því hvernig þú færð það út að fjölmiðlarnir séu að berjast fyrir Icesave-samningnum. Mér hefur til dæmis virst að Morgunblaðið, eini fjölmiðillinn sem hefur birt frétt um undirskriftasöfnun með Icesave, hafi barist hatramlega gegn honum.
Gísli (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 02:49
Eitt gáfnaljósið segir hér "þetta snýst ekkert um peninga" ha nú? Er ekki búið að hamra á því að þjóðin fari á hausinn ef hún samþykkir þetta? Reyndar er það haugalýgi eins og flest sem frá heykvíslahjörðinni kemur enda icesave um 1% af heildarskuldum þjóðarinnar ein fær svona 99% af athyglinni. Óskandi væri að gjaldþrot seðlabankans undir stjórn Davíðs fengi nú þó ekki væri nema brot af umfjölluninni sem icesave hefur fengið enda fuku þar amk. 500 milljarðar.
Svo vita allir sem hafa eitthvað annað en þjóðrembuslím í höfðinu að þetta mál gæti farið mjög illa fyrir dómstólum og við mundum hugsanlega sitja uppi með alla icesave skuldina + miklu hærri vexti, semsagt hugsanlega 20-50 sinnum hærri upphæð en nu hefur verið samið um. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta skitapakk í heykvíslahjörðinni mundi taka ábyrgð á gjörðum sínum færi þanni, það mundi bara gera eins og indefence , þyggja verðlaun af Kjartani Gunnarssyni og skríða svo ofan í holuna sína.
Óskar, 14.2.2011 kl. 03:57
Er ég viss um að ég sé líffræðingur. Nei kannski ég sé bara geðsjúklingur sem dreymdi allt þetta háskólanám, hver veit? En læs ert þú ekki. Það er verið að tala um nútímakindina, það er hún sem getur ekki snúið aftur til síns fyrra horf, hún myndi deyja án mannsins. En það var ekki náttúran heldur maðurinn sem gerði hana svona. Og eins er það ekki náttúran heldur þrælahaldararnir sem búa til hinn fullkomna þræl. "Villikindurnar" fyrir vestan eru ekki skyldar forfeðrum sauðkindar nútímans, hinnar ónáttúrulegu, manngerðu Stockholms-syndrome sauðkindar, eins og blessuðu greyinu er best lýst. Þarna er orðið "villikind" ekki notað í sinni upprunalegu merkingu, heldur aðeins átt við tamið sauðfé sem strýkur að heiman, og getur lifað af á litla Íslandi jú, þar sem nær engin eru óargardýrin, hvorki úlfar, né birnir, né snákar, en myndi aldrei lifa af á sínum fornu heimaslóðum, og villikindur þekkjast nánast hvergi annars staðar í heiminum, þess vegna er minnst á þessar á Íslandi, af því hér eru engin óargardýrin. Ensku kanntu kannski, en þú kannt ekki að draga rökréttar ályktanir af lestri eins og sést á túlkun þinni af lestrinum, og því ertu ekki læs í raun og veru. Sem ég býst við að sé það sem M. er að ýja að, heimska er hættulegri mannkyninu en illska. Hinir illu komast áfram vegna stuðnings þeirra heimsku, sem þeir veita þeim af sauðshætti sínum og þrælslund og Stockholms syndrome, því þeir eru sjúkar verur, sviptar sínum náttúruleg vitsmunum, "domesticated" sem sagt...Og sættu þig nú við það væni. Þú getur aldrei lagað ástand sem þú horfist ekki í augu við. Maður sem þekkir ekki eigin takmarkanir er stórhættulegur. Og slíkir menn munu mögulega reynast þjóðinni allri, sem og mannkyninu öllu, og þá sérstaklega minnstu bræðrum okkar í Afríku, stórhættulegir um alla framtíð og skapa meiri skaða en vondir menn, því verri er heimska en illska, afþví þeir þekktu ekki eigin takmarkanir en gengu áfram í heilaþvotti sem uppvakningar væru en ekki lifandi menn, því þeir eru sheeple en ekki people. Og people og varanlegri tilvist þess í heiminum stafar mest ógn af sheeple af öllu sem til er í heiminum.
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 04:52
Gísli þú virðist eiga erfitt með að lesa almennilega það sem fólk skrifar og hafa tilhneigingu til þess að svara því sem þú heldur að fólk skrifi.
Þessir eiginleikar einkenna venjulega þá sem að hafa lítil haldbær rök og grípa í hvað sem er til þess að halda veikburða þvælu á lofti.
Ég segi hvergi að fjölmiðlar séu að "berjast" fyrir Icesave.
Ég segi heldur ekki að fjölmiðlar séu að reyna að fá þjóðina til þess að samþykkja Icesave.
Ég sé á rannsóknartilburðum þínum að þú hefur ekki kynnt þér vel kröfur sem gerðar eru til megindlegra rannsókna. Ég get litið út um gluggan hjá mér. Ég sé engan á ferðinni. Sannar það að ég sé ein í heiminum?
Það sem ég segi í pistlinum er að fjölmiðlarnir þjóni valdinu með hræðsluáróðri á sama hátt og böðlarnir þjónuðu valdinu með því að innræta hræðslu með pyndingum á almannafæri. Ef þú vilt kynna þér góð skrif um klæki valdsins bendi ég þér á að lesa Foucault Discipline and Punish. Grótesk á köflum en gagnleg.
Óskar sem er með síðasta innlegg sýnir vel hvernig hræðsluáróðri er beitt. Hræðsluáróðurinn felur sjaldan í sér staðreyndir heldur einungis bölsýnislegar spár eiklinga sem færa engin rök máli sínu til stuðnings.
Ég er hrifinn af innleggi Sheeple and People vegna þess að hann setur fram órtrúlega skemmtilega metaphoru (myndlíkingu) sem grípur ástandið sérlega vel.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2011 kl. 04:55
Og að lokum vænu, ólíkt sheep, getur sheeple ekki lifað af á Íslandi nútímans, og hvað þá framtíðarinnar...Náttúran hér er kannski laus við snáka og úlfa og birni og aðrar ógnir venjulegs Evrópu/Ameríkulands, við tilheyrum víst báðum heimsálfum, en treystið mér mannlegu óargardýrin sem misnota sheeple hvar sem þau finna þau, eins og þau hafa alltaf gert, eru komin hingað til lands, og ásælast allt sem við eigum. Við verðum þrælar þeirra rétt eins og þriðji heimurinn er að mestu leyti í dag, ef við hristum ekki af okkur sheepleisman, eða, skyldi sheepleismi vera ólæknandi, höldum alla vega okkar sheeple í skefjum, til að vernda the people frá heimsku þeirra, og þar með alla menningu, framfarir, vísindi, listir, mannúð, mannréttindi og aðra fjársjóði sem people býr til í heimi hér, og sheeple reynir svo alltaf að rífa niður og eyðileggja, ekki af illsku, heldur heimsku og skorti á þeim hæfileika að sjá í gegnum áróður og tálsýnir, vangetu til að sjá stærri heildarmyndina, og algjörrar vanþekkingu á eigin raunverulegu hagsmunum, sem sheeple misskilur ævinlega svo hrapalega sheeple á til að klappa þegar ungviðið er leitt í sláturhúsin, rétt eins og jarmandi rollurnar á túninu þegar bóndinn kemur og krefst sinna skuldadaga fyrir heyið um veturinn!!!!!
Sheeple versus People (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 04:57
Þetta er ógeðfeld en raunsönn lýsing á ástandinu í heiminum í dag. Hinir gagnrýnislausu og þröngsýnu eru þeir sem menningunni stafar raunveruleg hætta af. Valdhafarnir eru fáir og því hræddir við upplýstan almenning því upplýstur almenningu sem býr yfir þekkingu sem þjónar honum sjálfum ógnar valdinu. Valdið ræður ekki við fjölmennið þegar það hefur skilið eigin hagsmuni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2011 kl. 05:12
Flott grein Jakobína!
Og hafi þeir skömm og smán sem leggja nafn sitt við Já Icesave.
Það er ljóta skítahyskið og landráðapakkið!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 10:35
Ómar Bjarki: Ef þetta er einfaldlega skuld Tryggingasjóðs (sem ég deili ekki um) þá væri gaman að þú myndir útskýra hversvegna kröfuforgangur í þrotabú gamla bankans skiptir svona miklu máli fyrir Breta og Hollendinga, þegar þeir eiga hvorki kröfu á það eða nokkuð annað sem fellur undir íslensk gjaldþrotalög?
Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 06:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.